Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Jakob Snævar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 21:41 vísir/vilhelm Í sannkölluðum páskaslag mættust Keflavík og Njarðvík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. Liðin áttust við á heimavelli Keflavíkur, Blue-höllinni. Skemmst er frá því að segja að Keflavík sigraði örugglega 79-52 og hefur tekið forystu í einvíginu, 2-1, og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitin. Njarðvík, sem var enn án sín stigahæsta leikmanns Aliyah Collier, byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu stigin. Eftir tæpar þrjár mínútur náðu heimakonur hins vegar vopnum sínum og náðu yfirhöndinni eftir því sem leið á leikhlutann. Vörnin hjá þeim fór að smella og Njarðvíkingar áttu erfiðara með að finna góð skotfæri og skotnýting þeirra fór hratt niður á við. Í lok fyrsta leikhluta leiddi Keflavík 21-12. Í öðrum leikhluta skellti Keflavík í lás í vörninni og þar til leikhlutinn var rúmlega hálfnaður hittu Njarðvíkingar eingöngu úr vítaskotum. Keflvíkingar gengu hratt á lagið og fengu nóg af hraðaupphlaupum. Stigamunurinn óx og í hálfleik leiddu heimakonur 45-24. Ólíkt leik númer tvö var Daniela Murillo ekki áberandi best í liði Keflavíkur og var byrðunum dreift með jafnari hætti. Njarðvíkingar gáfust ekki upp og í þriðja leikhluta gekk þeim betur að skora og náðu með hertum varnarleik að knýja fram fleiri tapaða bolta hjá Keflavík. Það virtist kæruleysi hafa gripið heimakonur og þegar þriðja leikhluta lauk höfðu gestirnir náð að minnka muninn í fjórtán stig, 57-43. Í fjórða leikhluta gáfu Keflvíkingar aftur í sérstaklega í varnarleiknum. Njarðvíkingar fundu ekki lengur góð skotfæri og skoruðu aðeins níu stig í leikhlutanum. Heimakonur héldu hraðanum uppi og virtust hafa einfaldlega meiri orku en gestirnir. Keflavík gerði út um leikinn í síðasta leikhlutanum og vann öruggan sigur 79-52. Af hverju vann Keflavík? Eftir smá erfiðleika í byrjun tók Keflavík yfir og þegar Njarðvík fór að nálgast gáfu heimakonur einfaldlega aftur í. Keflavík var betri á öllum sviðum körfuboltans. Skotnýting þeirra var rúmlega tvöfalt betri og aldrei þessu vant í viðureignum þessara liða var Keflavík sterkari undir körfunni og tók fleiri fráköst. Það sem gerði þó útslagið var varnarleikur Keflavíkur. Heimakonur lokuðu vel á sóknarleik gestanna sem réðu engan veginn við kraftinn í liði Keflavíkur. Þar af leiðandi var ekki að spyrja að leikslokum. Hverjar stóðu upp úr? Fimm leikmenn Keflavíkur skoruðu tíu stig eða meira en enginn yfir tuttugu stig sem sýnir vel hversu góða frammistöðu liðið sýndi sem heild. Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði, var stigahæst með sextán stig. Anna Ingunn Svansdóttir fylgdi fast á eftir með fimmtán stig. Daniela Morillo skilaði flestum framlagspunktum og fór langleiðina að þrefaldri tvennu. Hún skoraði fjórtán stig, tók átján fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eftir frábæran leik í öðrum leiknum átti Njarðvík aldrei möguleika í þessum leik. Liðið hitti aðeins úr 24 prósent skota sinna utan af velli og virtist aldrei finna neinar lausnir gegn varnarleik Keflavíkur. Sumir leikmenn Njarðvíkur virtust einfaldlega of þreyttir og það gekk afar illa að ná upp nauðsynlegu orkustigi. Njarðvík verður að gera miklu betur ef liðið ætlar ekki að glata Íslandsmeistaratitli sínum þegar kemur að fjórða leik liðanna. Hvað gerist næst? Liðin eigast við í fjórða sinn í þessu einvígi næsta fimmtudag, 13. apríl, og með sigri getur Keflavík tryggt sér sæti í úrslitunum sjálfum. „Við vorum bara lélegar“ Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur virtist ekki af baki dottinn þrátt fyrir þennan mikla ósigur hans liðs en viðurkenndi fúslega að liðið hefði ekki sýnt góða frammistöðu. „Orkustigið var ekki með okkur í dag. Við vorum bara lélegar. Við þurfum að gera miklu betur til að vinna í þessu húsi. Við þurftum auka orku og við áttum hana ekki til. Kannski sat síðasti leikur of mikið í okkur. Ég veit það ekki.“ „Við vorum of langt frá leikmönnum Keflavíkur. Við vorum búin að ákveða hvernig við ætluðum að tækla boltaskrínið og erum ekki að búa til þann kontakt sem við eigum að gera. Það var ekki nógu mikill talandi og við hittum bara mjög illa heilt yfir.“ Njarðvík vantaði sinn stigahæsta leikmenn, Aliyah Collier, en það voru sjö leikmenn sem skiptu aðallega með sér leiktímanum en Keflavík notaði hins vegar níu leikmenn aðallega. Það gefur til kynna að Njarðvíkurliðið búi mögulega ekki yfir nægilegri breidd. „Mögulega. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða. Við erum með mjög góða leikmenn í fyrstu sex til sjö og ef við værum meiðslalausar værum með níu til tíu sem eru tilbúnar fyrir þetta getustig. Þetta var bara einn leikur og nú fáum við þrjá daga. Við slökum aðeins á, mætum aftur í Ljónagryfjuna, æfum okkur og mætum tilbúnar á fimmtudaginn.“ Rúnar taldi aðalatriðið fyrir fjórða leikinn að Njarðvíkurliðið mætti með hærra orkustig en í þennan leik. „Þetta snerist lítið um taktík hérna í dag, fannst mér. Þetta er bara gamla góða harkan.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir „Þetta var allt annað varnarlega“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar. 9. apríl 2023 20:54
Í sannkölluðum páskaslag mættust Keflavík og Njarðvík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. Liðin áttust við á heimavelli Keflavíkur, Blue-höllinni. Skemmst er frá því að segja að Keflavík sigraði örugglega 79-52 og hefur tekið forystu í einvíginu, 2-1, og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitin. Njarðvík, sem var enn án sín stigahæsta leikmanns Aliyah Collier, byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu stigin. Eftir tæpar þrjár mínútur náðu heimakonur hins vegar vopnum sínum og náðu yfirhöndinni eftir því sem leið á leikhlutann. Vörnin hjá þeim fór að smella og Njarðvíkingar áttu erfiðara með að finna góð skotfæri og skotnýting þeirra fór hratt niður á við. Í lok fyrsta leikhluta leiddi Keflavík 21-12. Í öðrum leikhluta skellti Keflavík í lás í vörninni og þar til leikhlutinn var rúmlega hálfnaður hittu Njarðvíkingar eingöngu úr vítaskotum. Keflvíkingar gengu hratt á lagið og fengu nóg af hraðaupphlaupum. Stigamunurinn óx og í hálfleik leiddu heimakonur 45-24. Ólíkt leik númer tvö var Daniela Murillo ekki áberandi best í liði Keflavíkur og var byrðunum dreift með jafnari hætti. Njarðvíkingar gáfust ekki upp og í þriðja leikhluta gekk þeim betur að skora og náðu með hertum varnarleik að knýja fram fleiri tapaða bolta hjá Keflavík. Það virtist kæruleysi hafa gripið heimakonur og þegar þriðja leikhluta lauk höfðu gestirnir náð að minnka muninn í fjórtán stig, 57-43. Í fjórða leikhluta gáfu Keflvíkingar aftur í sérstaklega í varnarleiknum. Njarðvíkingar fundu ekki lengur góð skotfæri og skoruðu aðeins níu stig í leikhlutanum. Heimakonur héldu hraðanum uppi og virtust hafa einfaldlega meiri orku en gestirnir. Keflavík gerði út um leikinn í síðasta leikhlutanum og vann öruggan sigur 79-52. Af hverju vann Keflavík? Eftir smá erfiðleika í byrjun tók Keflavík yfir og þegar Njarðvík fór að nálgast gáfu heimakonur einfaldlega aftur í. Keflavík var betri á öllum sviðum körfuboltans. Skotnýting þeirra var rúmlega tvöfalt betri og aldrei þessu vant í viðureignum þessara liða var Keflavík sterkari undir körfunni og tók fleiri fráköst. Það sem gerði þó útslagið var varnarleikur Keflavíkur. Heimakonur lokuðu vel á sóknarleik gestanna sem réðu engan veginn við kraftinn í liði Keflavíkur. Þar af leiðandi var ekki að spyrja að leikslokum. Hverjar stóðu upp úr? Fimm leikmenn Keflavíkur skoruðu tíu stig eða meira en enginn yfir tuttugu stig sem sýnir vel hversu góða frammistöðu liðið sýndi sem heild. Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði, var stigahæst með sextán stig. Anna Ingunn Svansdóttir fylgdi fast á eftir með fimmtán stig. Daniela Morillo skilaði flestum framlagspunktum og fór langleiðina að þrefaldri tvennu. Hún skoraði fjórtán stig, tók átján fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eftir frábæran leik í öðrum leiknum átti Njarðvík aldrei möguleika í þessum leik. Liðið hitti aðeins úr 24 prósent skota sinna utan af velli og virtist aldrei finna neinar lausnir gegn varnarleik Keflavíkur. Sumir leikmenn Njarðvíkur virtust einfaldlega of þreyttir og það gekk afar illa að ná upp nauðsynlegu orkustigi. Njarðvík verður að gera miklu betur ef liðið ætlar ekki að glata Íslandsmeistaratitli sínum þegar kemur að fjórða leik liðanna. Hvað gerist næst? Liðin eigast við í fjórða sinn í þessu einvígi næsta fimmtudag, 13. apríl, og með sigri getur Keflavík tryggt sér sæti í úrslitunum sjálfum. „Við vorum bara lélegar“ Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur virtist ekki af baki dottinn þrátt fyrir þennan mikla ósigur hans liðs en viðurkenndi fúslega að liðið hefði ekki sýnt góða frammistöðu. „Orkustigið var ekki með okkur í dag. Við vorum bara lélegar. Við þurfum að gera miklu betur til að vinna í þessu húsi. Við þurftum auka orku og við áttum hana ekki til. Kannski sat síðasti leikur of mikið í okkur. Ég veit það ekki.“ „Við vorum of langt frá leikmönnum Keflavíkur. Við vorum búin að ákveða hvernig við ætluðum að tækla boltaskrínið og erum ekki að búa til þann kontakt sem við eigum að gera. Það var ekki nógu mikill talandi og við hittum bara mjög illa heilt yfir.“ Njarðvík vantaði sinn stigahæsta leikmenn, Aliyah Collier, en það voru sjö leikmenn sem skiptu aðallega með sér leiktímanum en Keflavík notaði hins vegar níu leikmenn aðallega. Það gefur til kynna að Njarðvíkurliðið búi mögulega ekki yfir nægilegri breidd. „Mögulega. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða. Við erum með mjög góða leikmenn í fyrstu sex til sjö og ef við værum meiðslalausar værum með níu til tíu sem eru tilbúnar fyrir þetta getustig. Þetta var bara einn leikur og nú fáum við þrjá daga. Við slökum aðeins á, mætum aftur í Ljónagryfjuna, æfum okkur og mætum tilbúnar á fimmtudaginn.“ Rúnar taldi aðalatriðið fyrir fjórða leikinn að Njarðvíkurliðið mætti með hærra orkustig en í þennan leik. „Þetta snerist lítið um taktík hérna í dag, fannst mér. Þetta er bara gamla góða harkan.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir „Þetta var allt annað varnarlega“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar. 9. apríl 2023 20:54
„Þetta var allt annað varnarlega“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar. 9. apríl 2023 20:54
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum