„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 15:43 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair. Niceair „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. Í dag var tilkynnt að félagið myndi gera hlé á starfsemi sinni og aflýsa öllum flugferðum, vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Vélin flaug síðast frá Íslandi til Kaupmannahafnar á fimmtudag. Þaðan kom vélin hins vegar ekki aftur til Íslands, heldur var flogið til Írlands vegna deilnanna sem Þorvaldur vísar í. Hann ítrekar hins vegar að Niceair sé ekki aðili að þeim deilum. „Það var þá sem við fengum í raun veður af því að þetta væri alvara. Flugrekstraraðilinn var búinn að segja okkur að hann væri í samningaviðræðum við eiganda vélarinnar og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo eftir að vélin fór til Kaupmannahafnar kom hún ekkert aftur,“ segir Þorvaldur. Félagið hafi verið vélarlaust síðan á fimmtudag, en síðan þá leitað logandi ljósi að annarri vél. Það hafi hins vegar ekki tekist. „Því erum við því miður að senda út þessa tilkynningu í dag. Við getum ekki annað, því annað væri bara óábyrgt.“ Koma strandaglópum heim Búið er að fella niður allar flugferðir félagsins frá og með morgundeginum, en á morgun átti að fljúga til og frá Tenerife. Þorvaldur segir að búið sé að gera ráðstafanir til þess að koma fólki sem átti flug frá Tenerife til Íslands. Það verði gert með leiguflugi. Hann segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við þurfum bara að setjast niður með okkar stjórn og meta framhaldið. Þetta er alveg ómöguleg staða sem við erum sett í, eins og þú getur ímyndað þér.“ Niceair er með 24 starfsmenn í 19 stöðugildum. Þorvaldur segir ekki tímabært að segja til um hvort farið verði í uppsagnir. „Þetta er bara afar sorgleg og erfið staða sem við erum sett í, af því að við höfum ekkert gert til þess að vinna til þess. Við erum meira að segja nýbúin að klára fjármögnunarlotu og hlökkuðum bara til sumarsins,“ segir Þorvaldur að lokum. Niceair Fréttir af flugi Akureyri Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira
Í dag var tilkynnt að félagið myndi gera hlé á starfsemi sinni og aflýsa öllum flugferðum, vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Vélin flaug síðast frá Íslandi til Kaupmannahafnar á fimmtudag. Þaðan kom vélin hins vegar ekki aftur til Íslands, heldur var flogið til Írlands vegna deilnanna sem Þorvaldur vísar í. Hann ítrekar hins vegar að Niceair sé ekki aðili að þeim deilum. „Það var þá sem við fengum í raun veður af því að þetta væri alvara. Flugrekstraraðilinn var búinn að segja okkur að hann væri í samningaviðræðum við eiganda vélarinnar og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo eftir að vélin fór til Kaupmannahafnar kom hún ekkert aftur,“ segir Þorvaldur. Félagið hafi verið vélarlaust síðan á fimmtudag, en síðan þá leitað logandi ljósi að annarri vél. Það hafi hins vegar ekki tekist. „Því erum við því miður að senda út þessa tilkynningu í dag. Við getum ekki annað, því annað væri bara óábyrgt.“ Koma strandaglópum heim Búið er að fella niður allar flugferðir félagsins frá og með morgundeginum, en á morgun átti að fljúga til og frá Tenerife. Þorvaldur segir að búið sé að gera ráðstafanir til þess að koma fólki sem átti flug frá Tenerife til Íslands. Það verði gert með leiguflugi. Hann segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við þurfum bara að setjast niður með okkar stjórn og meta framhaldið. Þetta er alveg ómöguleg staða sem við erum sett í, eins og þú getur ímyndað þér.“ Niceair er með 24 starfsmenn í 19 stöðugildum. Þorvaldur segir ekki tímabært að segja til um hvort farið verði í uppsagnir. „Þetta er bara afar sorgleg og erfið staða sem við erum sett í, af því að við höfum ekkert gert til þess að vinna til þess. Við erum meira að segja nýbúin að klára fjármögnunarlotu og hlökkuðum bara til sumarsins,“ segir Þorvaldur að lokum.
Niceair Fréttir af flugi Akureyri Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira