„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 15:43 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair. Niceair „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. Í dag var tilkynnt að félagið myndi gera hlé á starfsemi sinni og aflýsa öllum flugferðum, vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Vélin flaug síðast frá Íslandi til Kaupmannahafnar á fimmtudag. Þaðan kom vélin hins vegar ekki aftur til Íslands, heldur var flogið til Írlands vegna deilnanna sem Þorvaldur vísar í. Hann ítrekar hins vegar að Niceair sé ekki aðili að þeim deilum. „Það var þá sem við fengum í raun veður af því að þetta væri alvara. Flugrekstraraðilinn var búinn að segja okkur að hann væri í samningaviðræðum við eiganda vélarinnar og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo eftir að vélin fór til Kaupmannahafnar kom hún ekkert aftur,“ segir Þorvaldur. Félagið hafi verið vélarlaust síðan á fimmtudag, en síðan þá leitað logandi ljósi að annarri vél. Það hafi hins vegar ekki tekist. „Því erum við því miður að senda út þessa tilkynningu í dag. Við getum ekki annað, því annað væri bara óábyrgt.“ Koma strandaglópum heim Búið er að fella niður allar flugferðir félagsins frá og með morgundeginum, en á morgun átti að fljúga til og frá Tenerife. Þorvaldur segir að búið sé að gera ráðstafanir til þess að koma fólki sem átti flug frá Tenerife til Íslands. Það verði gert með leiguflugi. Hann segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við þurfum bara að setjast niður með okkar stjórn og meta framhaldið. Þetta er alveg ómöguleg staða sem við erum sett í, eins og þú getur ímyndað þér.“ Niceair er með 24 starfsmenn í 19 stöðugildum. Þorvaldur segir ekki tímabært að segja til um hvort farið verði í uppsagnir. „Þetta er bara afar sorgleg og erfið staða sem við erum sett í, af því að við höfum ekkert gert til þess að vinna til þess. Við erum meira að segja nýbúin að klára fjármögnunarlotu og hlökkuðum bara til sumarsins,“ segir Þorvaldur að lokum. Niceair Fréttir af flugi Akureyri Mest lesið „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Í dag var tilkynnt að félagið myndi gera hlé á starfsemi sinni og aflýsa öllum flugferðum, vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Vélin flaug síðast frá Íslandi til Kaupmannahafnar á fimmtudag. Þaðan kom vélin hins vegar ekki aftur til Íslands, heldur var flogið til Írlands vegna deilnanna sem Þorvaldur vísar í. Hann ítrekar hins vegar að Niceair sé ekki aðili að þeim deilum. „Það var þá sem við fengum í raun veður af því að þetta væri alvara. Flugrekstraraðilinn var búinn að segja okkur að hann væri í samningaviðræðum við eiganda vélarinnar og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo eftir að vélin fór til Kaupmannahafnar kom hún ekkert aftur,“ segir Þorvaldur. Félagið hafi verið vélarlaust síðan á fimmtudag, en síðan þá leitað logandi ljósi að annarri vél. Það hafi hins vegar ekki tekist. „Því erum við því miður að senda út þessa tilkynningu í dag. Við getum ekki annað, því annað væri bara óábyrgt.“ Koma strandaglópum heim Búið er að fella niður allar flugferðir félagsins frá og með morgundeginum, en á morgun átti að fljúga til og frá Tenerife. Þorvaldur segir að búið sé að gera ráðstafanir til þess að koma fólki sem átti flug frá Tenerife til Íslands. Það verði gert með leiguflugi. Hann segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við þurfum bara að setjast niður með okkar stjórn og meta framhaldið. Þetta er alveg ómöguleg staða sem við erum sett í, eins og þú getur ímyndað þér.“ Niceair er með 24 starfsmenn í 19 stöðugildum. Þorvaldur segir ekki tímabært að segja til um hvort farið verði í uppsagnir. „Þetta er bara afar sorgleg og erfið staða sem við erum sett í, af því að við höfum ekkert gert til þess að vinna til þess. Við erum meira að segja nýbúin að klára fjármögnunarlotu og hlökkuðum bara til sumarsins,“ segir Þorvaldur að lokum.
Niceair Fréttir af flugi Akureyri Mest lesið „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira