Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Andri Már Eggertsson skrifar 10. apríl 2023 21:10 FH ÍA. Besta deild karla sumar 2022 Fótbolti KSÍ. Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Framar komust tvisvar yfir í leiknum en FH jafnaði í tvígang og þar við sat. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. Fyrri hálfleikur var ansi líflegur líkt og allir leikir voru í Úlfarsárdalnum á síðasta tímabili. Bæði lið fengu færi strax á fyrstu tíu mínútunum til að brjóta ísinn. Það dró úr skemmtanagildi leiksins næstu tuttugu og fimm mínúturnar. Gestirnir héldu betur í boltann og voru að skapa sér færi eftir fyrirgjafir Haralds Einars Ásgrímssonar. Á 39. mínútu braut Adam Örn Arnarson klaufalega af sér þegar hann fór með hendurnar í andlitið á Vuk Oskar Dimitrijevic sem fór niður og vítaspyrna dæmd. Kjartan Henry Finnbogason fór á punktinn. Kjartan var kaldur og skaut laust beint á markið og kom FH yfir. Fjórum mínútum seinna átti Guðmundur Magnússon langa sendingu inn fyrir vörn FH á Jannik Holmsgaard sem rak boltann framhjá Sindra Kristni sem felldi hann í teignum. Guðmundur Magnússon tók vítaspyrnuna og setti boltann í hægra hornið. Sindri fór í rétt horn en tókst ekki að verja. Staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Hlynur Atli Magnússon kom Fram yfir þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Frederico Bello Saraiva átti sendingu frá vinstri kantinum inn í teig þar sem Ólafur Guðmundsson fékk boltann í sig og þá fleygði Hlynur Atli Magnússon sér á boltann og þrumaði knettinum í markið, Heimir Guðjónsson gerði tvöfalda breytingu á 69. mínútu þar sem Framarar höfðu verið miklu betri í seinni hálfleik. Tæplega mínútu seinna jafnaði Vuk Oskar Dimitrijevic leikinn. Eetu Mömmö átti laglega sendingu á Vuk Oskar sem lék á Óskar Jónsson og Delphin Tshiembe áður en hann lét vaða á markið þar sem boltinn endaði í netinu. Frederico Bello Saraiva fékk gott tækifæri til að vera hetjan og skora sigurmarkið en náði ekki að taka boltann með sér og færið rann út í sandinn. Niðurstaðan 2-2 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Bæði lið skoruðu úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Fram byrjaði seinni hálfleik betur og komst yfir og stýrði leiknum alveg þar til Heimir Guðjónsson gerði tvöfalda breytingu og þá stjórnaði FH leiknum og Vuk Oskar Dimitrijevic jafnaði með laglegu marki. Hverjir stóðu upp úr? Vuk Oskar Dimitrijevic var maður leiksins. Vuk var ógnandi á kantinum og fór illa með hægri bakverði Fram. Vuk fiskaði vítið sem FH fékk ásamt því að hafa jafnað leikinn í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Bæði Adam Örn Arnarson og Óskar Jónsson voru í vandræðum með Vuk Oskar Dimitrijevic. Adam braut ansi klaufalega á sér sem varð til þess að FH fékk vítaspyrnu. Vuk fór síðan illa með Óskar í jöfnunarmarki FH. Hvað gerist næst? FH og Stjarnan mætast í Krikanum klukkan 17:00. Næsta sunnudag fer Fram í Kórinn og mætir HK klukkan 19:15. Íslenski boltinn Besta deild karla FH Fram
Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Framar komust tvisvar yfir í leiknum en FH jafnaði í tvígang og þar við sat. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. Fyrri hálfleikur var ansi líflegur líkt og allir leikir voru í Úlfarsárdalnum á síðasta tímabili. Bæði lið fengu færi strax á fyrstu tíu mínútunum til að brjóta ísinn. Það dró úr skemmtanagildi leiksins næstu tuttugu og fimm mínúturnar. Gestirnir héldu betur í boltann og voru að skapa sér færi eftir fyrirgjafir Haralds Einars Ásgrímssonar. Á 39. mínútu braut Adam Örn Arnarson klaufalega af sér þegar hann fór með hendurnar í andlitið á Vuk Oskar Dimitrijevic sem fór niður og vítaspyrna dæmd. Kjartan Henry Finnbogason fór á punktinn. Kjartan var kaldur og skaut laust beint á markið og kom FH yfir. Fjórum mínútum seinna átti Guðmundur Magnússon langa sendingu inn fyrir vörn FH á Jannik Holmsgaard sem rak boltann framhjá Sindra Kristni sem felldi hann í teignum. Guðmundur Magnússon tók vítaspyrnuna og setti boltann í hægra hornið. Sindri fór í rétt horn en tókst ekki að verja. Staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Hlynur Atli Magnússon kom Fram yfir þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Frederico Bello Saraiva átti sendingu frá vinstri kantinum inn í teig þar sem Ólafur Guðmundsson fékk boltann í sig og þá fleygði Hlynur Atli Magnússon sér á boltann og þrumaði knettinum í markið, Heimir Guðjónsson gerði tvöfalda breytingu á 69. mínútu þar sem Framarar höfðu verið miklu betri í seinni hálfleik. Tæplega mínútu seinna jafnaði Vuk Oskar Dimitrijevic leikinn. Eetu Mömmö átti laglega sendingu á Vuk Oskar sem lék á Óskar Jónsson og Delphin Tshiembe áður en hann lét vaða á markið þar sem boltinn endaði í netinu. Frederico Bello Saraiva fékk gott tækifæri til að vera hetjan og skora sigurmarkið en náði ekki að taka boltann með sér og færið rann út í sandinn. Niðurstaðan 2-2 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Bæði lið skoruðu úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Fram byrjaði seinni hálfleik betur og komst yfir og stýrði leiknum alveg þar til Heimir Guðjónsson gerði tvöfalda breytingu og þá stjórnaði FH leiknum og Vuk Oskar Dimitrijevic jafnaði með laglegu marki. Hverjir stóðu upp úr? Vuk Oskar Dimitrijevic var maður leiksins. Vuk var ógnandi á kantinum og fór illa með hægri bakverði Fram. Vuk fiskaði vítið sem FH fékk ásamt því að hafa jafnað leikinn í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Bæði Adam Örn Arnarson og Óskar Jónsson voru í vandræðum með Vuk Oskar Dimitrijevic. Adam braut ansi klaufalega á sér sem varð til þess að FH fékk vítaspyrnu. Vuk fór síðan illa með Óskar í jöfnunarmarki FH. Hvað gerist næst? FH og Stjarnan mætast í Krikanum klukkan 17:00. Næsta sunnudag fer Fram í Kórinn og mætir HK klukkan 19:15.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti