Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2023 20:01 Sanna Magdalena segir leigusala nýta sér slæma stöðu fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Vísir/Arnar Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Eldur kviknaði í íbúðarherbergi í atvinnuhúsnæði á Höfða í gær. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var þó nokkuð mikill og eyðilagði herbergið. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem eldur kemur upp í Funahöfða 17a. Slökkviliðið hefur um nokkurt skeið haft eftirlit með húsnæðinu, sem er ekki skráð íbúðarhúsnæði Sextíu eru nú skráðir til heimilis í Funahöfða 17a en íbúðirnar um helmingi færri en það. Leigufélagið sem leigir út herbergin, Leiguherbergi ehf., leigir jafnframt út herbergi í Funahöfða 19, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68-72 í Kópavogi. Allt er það skráð atvinnuhúsnæði. „Húsnæðiskerfið er ónýtt, það er ekki að þjóna þeim sem þurfa á húsnæði að halda og við sjáum að neyðin er mikil og það er ekki verið að byggja fyrir fólk í neyð,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Enn í sömu eigu og 2014 Fjallað var um slæman aðbúnað leigjenda í Funahöfða 17a í þáttunum Brestum, sem voru á dagskrá Stöðvar 2 árið 2014. Lýstu þá leigjendur hræðilegum aðbúnaði og slæmri framkomu leigusala. Húsnæðið var þá og er í eigu félagsins Atlas Holding ehf. en er nú rekið af Leiguherbergjum. Stefán Kjærnested, eigandi Atlas Holding, segir í samtali við fréttastofu að engar athugasemdir hafi borist frá Slökkviliðinu um skort á brunavörnum eftir gærdaginn. Hann hafi ekki vitað til þess að húsnæðið væri í sérstöku eftirlitið hjá Slökkviliði, eins og greint var frá í hádegisfréttum í dag. Hann vildi ekki tjá sig meira vegna málsins. „Það er mjög leiðinlegt og hræðilegt að vita til þess að leigusalar séu að nýta sér slæma stöðu þeirra sem eru í atvinnuhúsnæði og eru að reyna að koma sér í öruggt skjól,“ segir Sanna. Enn eigi það við að tala um húsnæði sem þetta sem fátækrahverfi Reykjavíkur. Verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða. „Þeir eru að greiða mjög hátt verð fyrir herbergi með sameiginlegri aðstöðu og eru síðan jafnvel að flytja og fá ekki trygginguna til baka. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt og eigi að fá þessa tryggingu.“ Húsnæðismál Slökkvilið Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Eldur kviknaði í íbúðarherbergi í atvinnuhúsnæði á Höfða í gær. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var þó nokkuð mikill og eyðilagði herbergið. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem eldur kemur upp í Funahöfða 17a. Slökkviliðið hefur um nokkurt skeið haft eftirlit með húsnæðinu, sem er ekki skráð íbúðarhúsnæði Sextíu eru nú skráðir til heimilis í Funahöfða 17a en íbúðirnar um helmingi færri en það. Leigufélagið sem leigir út herbergin, Leiguherbergi ehf., leigir jafnframt út herbergi í Funahöfða 19, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68-72 í Kópavogi. Allt er það skráð atvinnuhúsnæði. „Húsnæðiskerfið er ónýtt, það er ekki að þjóna þeim sem þurfa á húsnæði að halda og við sjáum að neyðin er mikil og það er ekki verið að byggja fyrir fólk í neyð,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Enn í sömu eigu og 2014 Fjallað var um slæman aðbúnað leigjenda í Funahöfða 17a í þáttunum Brestum, sem voru á dagskrá Stöðvar 2 árið 2014. Lýstu þá leigjendur hræðilegum aðbúnaði og slæmri framkomu leigusala. Húsnæðið var þá og er í eigu félagsins Atlas Holding ehf. en er nú rekið af Leiguherbergjum. Stefán Kjærnested, eigandi Atlas Holding, segir í samtali við fréttastofu að engar athugasemdir hafi borist frá Slökkviliðinu um skort á brunavörnum eftir gærdaginn. Hann hafi ekki vitað til þess að húsnæðið væri í sérstöku eftirlitið hjá Slökkviliði, eins og greint var frá í hádegisfréttum í dag. Hann vildi ekki tjá sig meira vegna málsins. „Það er mjög leiðinlegt og hræðilegt að vita til þess að leigusalar séu að nýta sér slæma stöðu þeirra sem eru í atvinnuhúsnæði og eru að reyna að koma sér í öruggt skjól,“ segir Sanna. Enn eigi það við að tala um húsnæði sem þetta sem fátækrahverfi Reykjavíkur. Verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða. „Þeir eru að greiða mjög hátt verð fyrir herbergi með sameiginlegri aðstöðu og eru síðan jafnvel að flytja og fá ekki trygginguna til baka. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt og eigi að fá þessa tryggingu.“
Húsnæðismál Slökkvilið Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31
Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56