Páskaumferðin hefur gengið vel Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. apríl 2023 13:14 Mikil umferð hefur verið um Reykjanesbraut síðustu daga enda margir á leið erlendis um helgina. Vísir/Egill Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða. Margir hafa lagt land undir fót þessa helgina enda viðburðir úti um allt land. Umferðin hefur gengið vel að sögn lögreglu og lítið hefur verið um slys á fólki. Þó nokkrir ökumenn hafi ekið of geyst þá hafi allflestir farið sér hægt og komist heilu og höldnu á áfangastað. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði eins og alltaf um páskahelgina, það er blásið til heljarinnar veislu sem kölluð er Tindastuð á Sauðárkróki í tengslum við páskana sem og leik í úrslitakeppninni í körfubolta. Talsverð umferð hefur verið á Suðurlandsvegi enda fólk að skella sér í sumarbústað og svo er Siglufjörður alltaf vinsæll viðkomustaður á þessum árstíma og dagskrá á börum og veitingahúsum bæjarins alla helgina. Þá eru ótaldir þeir sem fara erlendis, en stríður straumur fólks liggur til Keflavíkur og þaðan til Tenerife en flugfélög hafa vart undan að flytja sólarþyrsta Íslendinga til eyjarinnar grænu. Bílastæði á Keflavíkurflugvelli eru full og umferð um Reykjanesbraut hefur verið mikil síðustu daga. Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir umferðina um Reykjanesbraut hafa gengið vel. „Það hefur verið talsverð umferð á brautinni, en allt bara gengið mjög vel. Öllu meiri umferð en venjulega, en það er svo sem alltaf mikil umferð á Reykjanesbraut.“ Talað hefur verið um að vegna bílastæðaleysis á flugvellinum séu ferðamenn að leggja í Keflavík og taka leigubíl þaðan á flugvöllinn. Þórir segist ekki hafa orðið var við slíkt. „Það hefur ekki komið neitt til okkar í dag. En auðvitað hefur maður heyrt umræðu um að þetta sé stundað.“ Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Umferð Páskar Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Margir hafa lagt land undir fót þessa helgina enda viðburðir úti um allt land. Umferðin hefur gengið vel að sögn lögreglu og lítið hefur verið um slys á fólki. Þó nokkrir ökumenn hafi ekið of geyst þá hafi allflestir farið sér hægt og komist heilu og höldnu á áfangastað. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði eins og alltaf um páskahelgina, það er blásið til heljarinnar veislu sem kölluð er Tindastuð á Sauðárkróki í tengslum við páskana sem og leik í úrslitakeppninni í körfubolta. Talsverð umferð hefur verið á Suðurlandsvegi enda fólk að skella sér í sumarbústað og svo er Siglufjörður alltaf vinsæll viðkomustaður á þessum árstíma og dagskrá á börum og veitingahúsum bæjarins alla helgina. Þá eru ótaldir þeir sem fara erlendis, en stríður straumur fólks liggur til Keflavíkur og þaðan til Tenerife en flugfélög hafa vart undan að flytja sólarþyrsta Íslendinga til eyjarinnar grænu. Bílastæði á Keflavíkurflugvelli eru full og umferð um Reykjanesbraut hefur verið mikil síðustu daga. Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir umferðina um Reykjanesbraut hafa gengið vel. „Það hefur verið talsverð umferð á brautinni, en allt bara gengið mjög vel. Öllu meiri umferð en venjulega, en það er svo sem alltaf mikil umferð á Reykjanesbraut.“ Talað hefur verið um að vegna bílastæðaleysis á flugvellinum séu ferðamenn að leggja í Keflavík og taka leigubíl þaðan á flugvöllinn. Þórir segist ekki hafa orðið var við slíkt. „Það hefur ekki komið neitt til okkar í dag. En auðvitað hefur maður heyrt umræðu um að þetta sé stundað.“
Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Umferð Páskar Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira