Erlent

Hamas beri ábyrgð á eldflaugaárásunum í Líbanon

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Reykur frá sprengjunum sem varpað var í norður Ísrael í dag.
Reykur frá sprengjunum sem varpað var í norður Ísrael í dag. ap

Ísraelsher sakar Hamas-samtökin um að standa að baki eldflaugaárás sem gerð var í suður Líbanon í dag á landsvæði í norður Ísrael. Loftvarnir hafi skotið niður flestar þeirra 34 flauga sem skotið var. 

Enn hefur ekki verið greint frá mannfalli vegna árásanna. Aukin spenna er á svæðinu í kjölfar átaka milli Palestínumanna og ísraelsku lögreglunnar sem gerði áhlaup á al-Aqsa moskuna í Jerúsalem síðustu tvær nætur. 

Rich­ard Hecht, und­irof­ursti ísra­elska hersins, kveðst fullviss um að palestínskir hryðjuverkahópar beri ábyrgð á árásunum í Líbanon. Hann bætti við að líbanski vígahópurinn Hezbollah, sem háði mánaðarlangt stríð við Ísraela árið 2006, hafi vitað af árásinni og grunar að Íranar hafi átt aðild að henni.

Ant­onio Guter­res, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, hefur for­dæmt stórskotahríðina og kallar eft­ir því að aðilar stígi var­lega til jarðar.

Páskahátíðin í Jerúsalem hófst því með sírenuvæli í dag:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×