Þrír kylfingar efstir og jafnir eftir fyrsta dag Masters Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 23:15 Viktor Hovland og Tiger Woods fylgjast með Xander Schauffele slá teighögg af tólfta teig í dag. Vísir/Getty Þrír kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta dag Masters risamótsins í golfi. Tiger Woods mun há baráttu við niðurskurðarlínuna á morgun og hæðir og lægðir einkenndu daginn hjá Rory McIlroy. Norðmaðurinn Viktor Hovland gaf tóninn strax á annarri braut í dag þegar hann náði erni en hann var með besta skorið þegar hann lauk keppni og kláraði fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari. Jon Rahm byrjaði fyrstu holuna á tvöföldum skolla en vann sig heldur betur til baka og var jafn Hovland þegar hann kláraði 18. holuna. Brooks Koepka er sömuleiðis á sjö höggum undir pari en hann náði alls átta fuglum á hringnum en lék þrettándu brautina á skolla. Eagle on No. 2 propels Viktor Hovland into a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/1UDqVvJPsU— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Fimmfaldi sigurvegari á Mastersmótinu Tiger Woods er á meðal keppenda á Augusta vellinum og átti misjafnan dag. Hann var kominn þrjú högg yfir par eftir sjö holur en lauk keppni á tveimur yfir eftir svekkjandi skolla á átjándu braut. Dagurinn var sömuleiðis nokkuð erfiður hjá Rory McIlroy. Norður-Írinn fékk fimm fugla en þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla þar að auki og lauk keppni á pari. Meistarinn frá því í fyrra, Scottie Scheffler, lék ágætlega í dag. Hann kláraði hringinn á fjórum höggum undir pari en Scheffler var í smá vandræðum með púttin. Nearly an eagle for Tiger Woods on hole No. 8. #themasters pic.twitter.com/7XfulYE6JL— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Spáð er rigningu á morgun sem og á laugardag á mótssvæðinu sem gæti haft áhrif á skor keppenda. Eftir morgundaginn verður skorið niður og er búist við að niðurskurðarlínan verði tveir yfir par og liggja skipuleggjendur mótsins eflaust á bæn um að Tiger Woods komist í gegnum niðurskurðinn. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending á morgun klukkan 19:00. Three tied for the lead. Brooks Koepka birdies No. 18 to match the leaders with a 65. #themasters pic.twitter.com/7Z4XWIsRFR— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Masters-mótið Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norðmaðurinn Viktor Hovland gaf tóninn strax á annarri braut í dag þegar hann náði erni en hann var með besta skorið þegar hann lauk keppni og kláraði fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari. Jon Rahm byrjaði fyrstu holuna á tvöföldum skolla en vann sig heldur betur til baka og var jafn Hovland þegar hann kláraði 18. holuna. Brooks Koepka er sömuleiðis á sjö höggum undir pari en hann náði alls átta fuglum á hringnum en lék þrettándu brautina á skolla. Eagle on No. 2 propels Viktor Hovland into a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/1UDqVvJPsU— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Fimmfaldi sigurvegari á Mastersmótinu Tiger Woods er á meðal keppenda á Augusta vellinum og átti misjafnan dag. Hann var kominn þrjú högg yfir par eftir sjö holur en lauk keppni á tveimur yfir eftir svekkjandi skolla á átjándu braut. Dagurinn var sömuleiðis nokkuð erfiður hjá Rory McIlroy. Norður-Írinn fékk fimm fugla en þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla þar að auki og lauk keppni á pari. Meistarinn frá því í fyrra, Scottie Scheffler, lék ágætlega í dag. Hann kláraði hringinn á fjórum höggum undir pari en Scheffler var í smá vandræðum með púttin. Nearly an eagle for Tiger Woods on hole No. 8. #themasters pic.twitter.com/7XfulYE6JL— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Spáð er rigningu á morgun sem og á laugardag á mótssvæðinu sem gæti haft áhrif á skor keppenda. Eftir morgundaginn verður skorið niður og er búist við að niðurskurðarlínan verði tveir yfir par og liggja skipuleggjendur mótsins eflaust á bæn um að Tiger Woods komist í gegnum niðurskurðinn. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending á morgun klukkan 19:00. Three tied for the lead. Brooks Koepka birdies No. 18 to match the leaders with a 65. #themasters pic.twitter.com/7Z4XWIsRFR— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023
Masters-mótið Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira