Körfubolti

Markkanen þarf að gegna herskyldu í sumar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Lauri Markkanen í leik með Utah Jazz í vetur. 
Lauri Markkanen í leik með Utah Jazz í vetur.  Vísir/Getty

Lauri Markkanen, leikmaður Utah Jazz, hyggst sinna herskyldu sinni þegar keppnistímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta karla lýkur. Þetta kemur fram í spjalli hans við ESPN.

Finnski landsliðsmaðurinn þarf eins og aðrir ríkisborgarar landsins að gegna þjónustu fyrir herinn áður en þeir verða 30 ára gamlir. Markkanen er 25 ára gamall og ætlar að klára sína vinnu fyrir herinn í sumar.

„Þetta er skylda og við verðum að gera þetta en á sama tíma erum við stoltir af því að sinna störfum fyrir þjóð okkar," sagði Markkanen í samtali við ESPN.

„Að sjálfsögðu myndi ég kjósa að vera að æfa eins og ég geri vanalega á sumrin á undirbúningstímabuiili. Ég hef hins vegar heyrt að það sé gott jafnvægi milli herþjónustunnar og líkamlegra æfinga sem koma sér vel fyrir afreksíþróttamenn," sagði framherjinn um komandi sumar. 

„Við setjum gott fordæmi með því að sinna þessu og ég er alveg viss um að ég get sinnt þessu án þess að það hafi slæm áhrif á undirbúning minn fyrir næstu leiktíð," sagði Finninn enn fremur. 

Markkanen hefur skoraði að meðaltali 25,6 stig fyrir Utah Jazz í NBA-deildinni í vetur og auk þess tekið 8,6 fráköst en hann kom til liðsins frá Clevland Cavaliers.  

Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið, NATO, í þessari viku á tímum þar sem stríð geisar milli Rússa og Úkraínumanna.  Samkvæmt finnska körfuboltasambandinu mun meginverkefni Markkanen vera að undirbúa sig fyrir að aðstoða komi upp neyðarástand eða aðstoða verði ráðist á landið. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×