Hvers á kerling að gjalda? Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 7. apríl 2023 15:00 Viðhorf Tungumálið er ekki eingöngu samansafn orða til að gera sig skiljanlega(n). Það endurspeglar viðhorf og felur í sér vald. Taka má sem dæmi þau ólíku viðhorf til Nató sem felast í því að kalla það annars vegar hernaðarbandalag og hins vegar varnarbandalag eða jafnvel friðarbandalag. Þá má nefna nýlegt dæmi þar sem rafbyssa er kölluð rafvarnarvopn sem er ólíkt jákvæðara og sakleysislegra heiti yfir þennan ,,dauðageisla” líkt og Bragi Valdimar kallar byssuna á einum stað. Ljóst er að tungumálið endurspeglar viðhorf og oft gömul og úr sér gengin viðhorf. Nefna má sem dæmi orðin gleðimaður og gleðikona sem sígilt og vel þekkt dæmi um ólík viðhorf til kynjanna því merkingin er afar ólík eftir því hvort maður eða kona á í hlut. Þarna er ennfremur gerður skýr greinarmunur á kynjum því sjaldan, ef nokkurn tíma, er kona sögð vera gleðimaður. Maður og kona Í daglegu tali á orðið maður oft illa við konur, t.d. er sjaldnast talað um að einhver maður sé óléttur og manneskja segist tæplega vera að fara að hitta nokkra menn í kaffi ef um konur er að ræða. Það þætti heldur undarleg orðanotkun. Þá má sjá dæmi um augljósan greinarmun í samsettum orðum. Áður hafa verið nefnd orðin gleðimaður og gleðikona en við þau má bæta eiginmaður og eiginkona. Kona verður seint kölluð eiginmaður. Finna má gömul dæmi um notkun þessara orða, og aðgreiningu þeirra, eða allt frá sextándu öld. Það eru heldur engin nýmæli að orðin kona og maður séu notuð til að aðgreina þessi tvö kyn. Finna má dæmi þess allt frá 13. öld en í Gylfaginningu er þetta orðalag að finna: „Þá óx undir vinstri hönd honum maður og kona …“ (Snorra-Edda, 1992, bls. 20) Þetta andstæðupar kemur síðan oftar fyrir er nær dregur okkur í tíma. Til dæmis má sjá í Ritmálssafni Árnastofnunar vísað til orða Guðbrands biskups Þorlákssonar frá fyrri hluta 17. aldar: „Veralldleg Ekta-Hioon / Madur og Kona“. Þá ber þekkt skáldsaga eftir Jón Thoroddsen frá árinu 1850 titilinn Maður og kona og Ólöf frá Hlöðum tók svo til orða í ljóðinu Valdi að eitt --- í byrjun 20. aldar: Lítt jeg aðhefst, þú »annálaður«, okkur hvað eina skilur svona. Valdi það eitt, að þú ert maður, þá er skaði að fæðast kona. (Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum, 1913) Orð hafa áhrif, bæði leynt og ljóst, og það getur verið þreytandi að heyra jafnan talað í karlkyni um öll kyn. Þá verða ýmsir árekstrar milli líffræðilegs og málfræðilegs kyns sem geta verið mjög misvísandi þegar um ræðir konur eða kvár. Íslenska er mjög karllægt tungumál sem endurspeglar fyrst og fremst karllæg viðhorf og karllægan heim. Færst hefur í aukana að konur, og kvár, tengi ekki við orðið maður og kjósi að nota það ekki. Það er ekkert óeðlilegt við það því líkt og áður hefur komið fram er þessi aðgreining kynja sem felst í orðunum maður og kona engin nýmæli og mun eðlilegri en að nota orðin karl og kona til þess arna, enda hvers á kerlingin að gjalda? Karl og kerling Það hefur lengi farið vel á með karli og kerlingu í koti ævintýranna. Það þykir þó ekki fara jafn vel á að aðgreina kynin með þessu orðavali þar sem ólíkt orðinu karl þykir orðið kerling jafnan niðrandi og vilja fæst taka sér það í munn. Það er vissulega leitt af orðinu karl með viðskeytinu -ing en eins er farið með orðið drottning, sem leitt er með sama hætti af orðinu drottinn, og ekki þykir sá titill vera til minnkunar. Því ætti ekki að vera síðra að vera kerling heldur en karl en það er nú samt svo því að orðið hefur verið notað sem hnjóðsyrði um bæði konur og menn um alllanga hríð. Í orðabók koma fram tvær merkingar á orðinu kerling, annars vegar „kona“ og hins vegar „gömul kona“. Orðið karl hefur einnig tvær merkingar, annars vegar „karlmaður“ og hins vegar „eiginmaður“. Sú sem hér hamrar á lyklaborð notar gjarnan orðið kerling um sjálfa sig og hefur uppskorið skammir fyrir úr vinahópnum fyrir að gera lítið úr sér með þessu orðavali. Það er löngu tímabært að endurheimta þetta ágæta orð svo að kerling fái notið sín víðar en í heimi ævintýranna. Hún á það skilið. Orðaval Orðaval skiptir alltaf máli. Ný og nútímalegri viðhorf og aukið jafnrétti í samfélaginu kalla á endurskoðaðan orðaforða. Það er ekki ógn við íslenskuna að tungumál taki breytingum, það er til marks um að það sé lifandi og í notkun. Því er um að gera að leika sér með málið og leitast við að búa þannig um það að öll megi vel við una. Í stað þess að ónotast út í slíkar breytingar er miklu nær að við sameinumst um að standa vörð um íslenskuna í ójöfnum slagi hennar við enskuna. Heimildir: Bragi Valdimar. (30. desember 2022). Rafvarnarvopn? Hvað varð um hið fallega íslenska orð, dauðageisla? https://twitter.com/BragiValdimar/status/1608780843333582849 Snorra-Edda. (1992). Heimir Pálsson bjó til prentunar. Reykjavík: Mál og menning. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum. (1913). Nokkur smákvæði. Akureyri: Bókaverzlun Odds Björnssonar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (e.d.). Málið.is: https://malid.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Viðhorf Tungumálið er ekki eingöngu samansafn orða til að gera sig skiljanlega(n). Það endurspeglar viðhorf og felur í sér vald. Taka má sem dæmi þau ólíku viðhorf til Nató sem felast í því að kalla það annars vegar hernaðarbandalag og hins vegar varnarbandalag eða jafnvel friðarbandalag. Þá má nefna nýlegt dæmi þar sem rafbyssa er kölluð rafvarnarvopn sem er ólíkt jákvæðara og sakleysislegra heiti yfir þennan ,,dauðageisla” líkt og Bragi Valdimar kallar byssuna á einum stað. Ljóst er að tungumálið endurspeglar viðhorf og oft gömul og úr sér gengin viðhorf. Nefna má sem dæmi orðin gleðimaður og gleðikona sem sígilt og vel þekkt dæmi um ólík viðhorf til kynjanna því merkingin er afar ólík eftir því hvort maður eða kona á í hlut. Þarna er ennfremur gerður skýr greinarmunur á kynjum því sjaldan, ef nokkurn tíma, er kona sögð vera gleðimaður. Maður og kona Í daglegu tali á orðið maður oft illa við konur, t.d. er sjaldnast talað um að einhver maður sé óléttur og manneskja segist tæplega vera að fara að hitta nokkra menn í kaffi ef um konur er að ræða. Það þætti heldur undarleg orðanotkun. Þá má sjá dæmi um augljósan greinarmun í samsettum orðum. Áður hafa verið nefnd orðin gleðimaður og gleðikona en við þau má bæta eiginmaður og eiginkona. Kona verður seint kölluð eiginmaður. Finna má gömul dæmi um notkun þessara orða, og aðgreiningu þeirra, eða allt frá sextándu öld. Það eru heldur engin nýmæli að orðin kona og maður séu notuð til að aðgreina þessi tvö kyn. Finna má dæmi þess allt frá 13. öld en í Gylfaginningu er þetta orðalag að finna: „Þá óx undir vinstri hönd honum maður og kona …“ (Snorra-Edda, 1992, bls. 20) Þetta andstæðupar kemur síðan oftar fyrir er nær dregur okkur í tíma. Til dæmis má sjá í Ritmálssafni Árnastofnunar vísað til orða Guðbrands biskups Þorlákssonar frá fyrri hluta 17. aldar: „Veralldleg Ekta-Hioon / Madur og Kona“. Þá ber þekkt skáldsaga eftir Jón Thoroddsen frá árinu 1850 titilinn Maður og kona og Ólöf frá Hlöðum tók svo til orða í ljóðinu Valdi að eitt --- í byrjun 20. aldar: Lítt jeg aðhefst, þú »annálaður«, okkur hvað eina skilur svona. Valdi það eitt, að þú ert maður, þá er skaði að fæðast kona. (Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum, 1913) Orð hafa áhrif, bæði leynt og ljóst, og það getur verið þreytandi að heyra jafnan talað í karlkyni um öll kyn. Þá verða ýmsir árekstrar milli líffræðilegs og málfræðilegs kyns sem geta verið mjög misvísandi þegar um ræðir konur eða kvár. Íslenska er mjög karllægt tungumál sem endurspeglar fyrst og fremst karllæg viðhorf og karllægan heim. Færst hefur í aukana að konur, og kvár, tengi ekki við orðið maður og kjósi að nota það ekki. Það er ekkert óeðlilegt við það því líkt og áður hefur komið fram er þessi aðgreining kynja sem felst í orðunum maður og kona engin nýmæli og mun eðlilegri en að nota orðin karl og kona til þess arna, enda hvers á kerlingin að gjalda? Karl og kerling Það hefur lengi farið vel á með karli og kerlingu í koti ævintýranna. Það þykir þó ekki fara jafn vel á að aðgreina kynin með þessu orðavali þar sem ólíkt orðinu karl þykir orðið kerling jafnan niðrandi og vilja fæst taka sér það í munn. Það er vissulega leitt af orðinu karl með viðskeytinu -ing en eins er farið með orðið drottning, sem leitt er með sama hætti af orðinu drottinn, og ekki þykir sá titill vera til minnkunar. Því ætti ekki að vera síðra að vera kerling heldur en karl en það er nú samt svo því að orðið hefur verið notað sem hnjóðsyrði um bæði konur og menn um alllanga hríð. Í orðabók koma fram tvær merkingar á orðinu kerling, annars vegar „kona“ og hins vegar „gömul kona“. Orðið karl hefur einnig tvær merkingar, annars vegar „karlmaður“ og hins vegar „eiginmaður“. Sú sem hér hamrar á lyklaborð notar gjarnan orðið kerling um sjálfa sig og hefur uppskorið skammir fyrir úr vinahópnum fyrir að gera lítið úr sér með þessu orðavali. Það er löngu tímabært að endurheimta þetta ágæta orð svo að kerling fái notið sín víðar en í heimi ævintýranna. Hún á það skilið. Orðaval Orðaval skiptir alltaf máli. Ný og nútímalegri viðhorf og aukið jafnrétti í samfélaginu kalla á endurskoðaðan orðaforða. Það er ekki ógn við íslenskuna að tungumál taki breytingum, það er til marks um að það sé lifandi og í notkun. Því er um að gera að leika sér með málið og leitast við að búa þannig um það að öll megi vel við una. Í stað þess að ónotast út í slíkar breytingar er miklu nær að við sameinumst um að standa vörð um íslenskuna í ójöfnum slagi hennar við enskuna. Heimildir: Bragi Valdimar. (30. desember 2022). Rafvarnarvopn? Hvað varð um hið fallega íslenska orð, dauðageisla? https://twitter.com/BragiValdimar/status/1608780843333582849 Snorra-Edda. (1992). Heimir Pálsson bjó til prentunar. Reykjavík: Mál og menning. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum. (1913). Nokkur smákvæði. Akureyri: Bókaverzlun Odds Björnssonar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (e.d.). Málið.is: https://malid.is/
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun