Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Icelandair hyggst skipta úr Boeing yfir í Airbus-flugvélar á næstu árum. Um er að ræða tímamót í íslenskri flugsögu. Allt frá því Flugélag Íslands fékk fyrstu Boeing þotuna til landsins árið 1967 hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. 

Við ræðum þessi kaflaskil við framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair í kvöldfréttum en kaupsamningurinn verður mögulega sá stærsti í Íslandssögunni og gæti talist stærsti viðskiptasamningur í sögu þjóðarinnar. 

Við kíkjum þá út í heim en árleg krossfestingarathöfn fór fram í Filippseyjum í morgun. Tugir kaþólskra tilbiðjenda létu krossfesta sig og hýða til að upplifa sömu þjáningar og Jesú Kristur er sagður hafa gert.

Íslenskir gosframleiðendur stigu nýlega skref í átt að umhverfisvænari framleiðslu. Nú selst kók til að mynda aðeins með áföstum tappa til að tryggja að hann skili sér í endurvinnsluna. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×