„Skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2023 19:50 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir / Hulda Margrét Valur lagði Stjörnuna í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 73-95. Valur svaraði því fyrir sig eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á þriðjudaginn og staðan í einvíginu er því jöfn. „Varnarleikurinn fyrst og fremst. Við vorum betri varnarlega í dag, gáfum þeim full mikið af vítaskotum en annars bara fínir.“ Sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hver munurinn á leik liðsins frá því í fyrsta leik var. „Við breytum ekkert ofsalega miklu á milli leikja. Mér fannst við þolinmóðari og boltinn hreyfðist betur. Ég held að við séum að gera 26 stoðsendingar sem er gott, mér þótti boltinn festast smá í síðasta leik. Það var mun betri hreyfing á boltanum, fleiri sem voru virkir og við fáum framlag frá mörgum mönnum.“ „Við þurfum að hamra á því sem við gerðum vel í dag og laga það sem við gerðum illa. Þessi sería er rétt að byrja og það skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum, staðan er bara jöfn eitt eitt. Við getum ekki mætt eins og við gerðum síðast í Valsheimilinu heldur þurfum við að vera einstaklega fókuseraðir og ná yfirhöndinni í þessari seríu því ef við gefum Stjörnunni smá smjörþef þá eru þeir virkilega góðir. Við þurfum að halda öllum fókusnum á því sem að skiptir máli sem er næsti leikur.“ En hversu mikið gefur það ykkur að fara héðan með stórsigur? „Eins og ég segi eitt eða tuttugu, það skiptir ekki máli. Hver leikur á sér líf, hver rimma í úrslitakeppninni á sér sitt eigið líf. Þessi leikur er búinn og hann hjálpar okkur ekkert inn í næst leik nema þá það sem við getum tekið gott út úr honum og hvað við getum lagað. Tuttugu, fjörutíu hundrað stiga sigur það breytir engu, það er sigurinn sem telur og svo bara næsti leikur.“ „Við náðum að rúlla vel á öllum hópnum og Kári fékk þarna auka hvíld og þá sýndum við styrk án hans síðustu fimm mínúturnar. Hann er búinn að vera leiðtoginn okkar á vellinum en þá stigu aðrir upp.“ Sagði Finnur Freyr stoltur. Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Valur svaraði því fyrir sig eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á þriðjudaginn og staðan í einvíginu er því jöfn. „Varnarleikurinn fyrst og fremst. Við vorum betri varnarlega í dag, gáfum þeim full mikið af vítaskotum en annars bara fínir.“ Sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hver munurinn á leik liðsins frá því í fyrsta leik var. „Við breytum ekkert ofsalega miklu á milli leikja. Mér fannst við þolinmóðari og boltinn hreyfðist betur. Ég held að við séum að gera 26 stoðsendingar sem er gott, mér þótti boltinn festast smá í síðasta leik. Það var mun betri hreyfing á boltanum, fleiri sem voru virkir og við fáum framlag frá mörgum mönnum.“ „Við þurfum að hamra á því sem við gerðum vel í dag og laga það sem við gerðum illa. Þessi sería er rétt að byrja og það skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum, staðan er bara jöfn eitt eitt. Við getum ekki mætt eins og við gerðum síðast í Valsheimilinu heldur þurfum við að vera einstaklega fókuseraðir og ná yfirhöndinni í þessari seríu því ef við gefum Stjörnunni smá smjörþef þá eru þeir virkilega góðir. Við þurfum að halda öllum fókusnum á því sem að skiptir máli sem er næsti leikur.“ En hversu mikið gefur það ykkur að fara héðan með stórsigur? „Eins og ég segi eitt eða tuttugu, það skiptir ekki máli. Hver leikur á sér líf, hver rimma í úrslitakeppninni á sér sitt eigið líf. Þessi leikur er búinn og hann hjálpar okkur ekkert inn í næst leik nema þá það sem við getum tekið gott út úr honum og hvað við getum lagað. Tuttugu, fjörutíu hundrað stiga sigur það breytir engu, það er sigurinn sem telur og svo bara næsti leikur.“ „Við náðum að rúlla vel á öllum hópnum og Kári fékk þarna auka hvíld og þá sýndum við styrk án hans síðustu fimm mínúturnar. Hann er búinn að vera leiðtoginn okkar á vellinum en þá stigu aðrir upp.“ Sagði Finnur Freyr stoltur.
Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42