Megan Fox og Machine Gun Kelly, réttu nafni Colson Baker, byrjuðu saman í júní 2020 og trúlofuðu sig í janúar í fyrra. Frá því þau byrjuðu saman hefur parið og ástaratlot þeirra verið fyrirferðarmiki á myndum slúðurmiðla og samfélagsmiðla.
Undanfarna mánuði hafa hins vegar gengið orðrómar um að þau væru ekki lengur saman og Baker væri jafnvel farinn að slá sér upp með Sophie Lloyd, gítarleikara hljómsveitar sinnar. Fox blés hins vegar á þá orðróma í febrúar og gagnrýndi um leið fréttaflutning fjölmiðla.
Nýlegar myndir af parinu hafa slökkt endanlega í þeim orðrómum en þar má sjá þau haldast í hendur og spóka sig um á baðklæðum í Hawaii.
Machine Gun Kelly and Megan Fox are seen in Hawaii. pic.twitter.com/rqK6O5czzF
— @21metgala (@21metgala) April 7, 2023
Samkvæmt heimildamanni Daily Mail sem er náinn parinu hafa síðustu mánuðir verið erfiðir en þau hafi unnið í sínum málum og hafi aldrei verið jafntengd.