Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 10:21 Þór sést hér hvíla sig á flotbryggjunni. Hilma Steinarsdóttir Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. Þór, sem hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði, flatmagaði á flotbryggju í bænum í gærmorgun. Samkvæmt sjónarvottum virtist hann nokkuð þreyttur og lúinn, enda sennilegt að hann hafi átt langt ferðalag að baki. Nú er hann hins vegar farinn aftur, en Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, segir afar ánægjulegt að hafa fengið Þór í heimsókn. „Það var mjög líflegt hérna í gær. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og mikið af fólki sem býr í þorpunum í kring sem kom. Ég veit að þetta var alveg tvöfaldur dagur í N1 skálanum. Það voru margir ferðamenn og aðkomufólk sem kom og kíkti á hann,“ segir Hilma. Svona var um að litast á bryggjunni í morgun. Enginn Þór. En hvert ætli hann hafi farið?Hilma Steinarsdóttir Áður en það fékkst staðfest að um Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar, væri að ræða höfðu einhverjir bæjarbúar látið sér detta í hug að þetta væri sannarlega hann. „Það var nú kannski bara ágiskun fyrst hann var búinn að vera á Austfjörðum. Þetta er svo sem ekki algengt, að þeir séu hér við Íslandsstrendur.“ Hilma segir sérstaklega gaman að Þór hafi lagt leið sína til Þórshafnar, sökum nafns hans. „Það er svolítið skemmtilegt. Þórshöfn er auðvitað heiðurshöfn varðskipsins Þórs og við bjóðum alla velkomna, sérstaklega alla Þóra,“ segir Hilma. Þá hafi verið ákveðið lærdómsgildi í heimsókninni fyrir yngri kynslóðina. „Þetta er góð kveikja fyrir grunnskólann að vinna með í framhaldinu, að læra meira um rostunga. Það verður rostungaþema hjá okkur í næstu viku,“ segir Hilma að lokum. Langanesbyggð Dýr Tengdar fréttir Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15 Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þór, sem hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði, flatmagaði á flotbryggju í bænum í gærmorgun. Samkvæmt sjónarvottum virtist hann nokkuð þreyttur og lúinn, enda sennilegt að hann hafi átt langt ferðalag að baki. Nú er hann hins vegar farinn aftur, en Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, segir afar ánægjulegt að hafa fengið Þór í heimsókn. „Það var mjög líflegt hérna í gær. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og mikið af fólki sem býr í þorpunum í kring sem kom. Ég veit að þetta var alveg tvöfaldur dagur í N1 skálanum. Það voru margir ferðamenn og aðkomufólk sem kom og kíkti á hann,“ segir Hilma. Svona var um að litast á bryggjunni í morgun. Enginn Þór. En hvert ætli hann hafi farið?Hilma Steinarsdóttir Áður en það fékkst staðfest að um Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar, væri að ræða höfðu einhverjir bæjarbúar látið sér detta í hug að þetta væri sannarlega hann. „Það var nú kannski bara ágiskun fyrst hann var búinn að vera á Austfjörðum. Þetta er svo sem ekki algengt, að þeir séu hér við Íslandsstrendur.“ Hilma segir sérstaklega gaman að Þór hafi lagt leið sína til Þórshafnar, sökum nafns hans. „Það er svolítið skemmtilegt. Þórshöfn er auðvitað heiðurshöfn varðskipsins Þórs og við bjóðum alla velkomna, sérstaklega alla Þóra,“ segir Hilma. Þá hafi verið ákveðið lærdómsgildi í heimsókninni fyrir yngri kynslóðina. „Þetta er góð kveikja fyrir grunnskólann að vinna með í framhaldinu, að læra meira um rostunga. Það verður rostungaþema hjá okkur í næstu viku,“ segir Hilma að lokum.
Langanesbyggð Dýr Tengdar fréttir Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15 Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15
Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27