„Þegar þú átt ekki nóg er lítil verðhækkun mjög erfið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. apríl 2023 12:15 Bjarni segir verðhækkanir undanfarinna missera bíta skjólstæðinga hjálparstarfs kirkjunnar sérstaklega illa. Stór hópur fólks þarf að leita aðstoðar hjálparsamtaka um Páskana að sögn framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið og verðhækkanir undanfarinna missera eru farnar að bíta. Páskarnir eru gjarnan nýttir til þess að hitta nána vini, njóta samveru og jafnvel gæða sér á á páskalambinu í faðmi fjölskyldunnar. Ferðalög eru venjan hjá mörgum og þá er um að gera að gera vel við sig. Fyrir aðra eru stórhátíðir tími fjárhagsáhyggja, óvissu og kvíða. Framkvæmdastjóri hjálparstarfskirkjunnar segir hátíðirnar erfiðar fyrir stóran hóp fólks. „Við tökum eftir því að það eru ákveðnir hópar sem eru í þeirru stöðu að geta ekki haft það eins gott um páskana eins og við hin. Stór hópur þarf að leita aðstoðar vegna bágrar stöðu, til dæmis þeir sem eru á örorkulífeyri eða eru á framfærslu sveitarfélaga. Þeir hafa greinilega of lítið á milli handanna og margir þeirra leita til okkar, til hjálparstarfs kirkjunnar.“ Bjarni segir fleiri og fleiri leita til hjálparsamtaka. „Á þessu ári höfum við fundið fyrir aukningu miðað við árið á undan. Ég vil bæta við líka að innflytjendur eru í enn erfiðari stöðu. Þeir eru á almennum leigumarkaði og hafa heldur ekki þetta tengslanet sem við hin höfum. Við finnum að staðan er að versna vegna þessara verðhækkana.“ Stöðugar hækkanir á nauðsynjavörum bíta þennan hóp sérstaklega. „Þegar þú átt ekki alveg nóg þá er lítil verðhækkun mjög erfið. Svo ef að þvottavélin bilar getur staðan orðið mjög erfið hjá mörgum sem leita til okkar. Þess vegna verður að gera eitthvað til þess að sporna við þessu gagnvart þessum hópi, þau hafa engin önnur ráð en að leita til okkar, það er bara þannig.“ Framfærsla lífeyrisþega og annarra lágtekjuhópa dugi einfaldlega ekki til. „Við viljum benda á þessa hluti. Húsnæðiskostnaður er alltof hár miðað við annan kostnað. Við viljum líka benda á að örorkulífeyrir og annað slíkt sem ríki og sveitarfélög standa fyrir dugir ekki til. Það verður að gera eitthvað til þess að bæta stöðu þessa fólks og þetta er ekki það stór hópur. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu.“ Hjálparstarf Páskar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Páskarnir eru gjarnan nýttir til þess að hitta nána vini, njóta samveru og jafnvel gæða sér á á páskalambinu í faðmi fjölskyldunnar. Ferðalög eru venjan hjá mörgum og þá er um að gera að gera vel við sig. Fyrir aðra eru stórhátíðir tími fjárhagsáhyggja, óvissu og kvíða. Framkvæmdastjóri hjálparstarfskirkjunnar segir hátíðirnar erfiðar fyrir stóran hóp fólks. „Við tökum eftir því að það eru ákveðnir hópar sem eru í þeirru stöðu að geta ekki haft það eins gott um páskana eins og við hin. Stór hópur þarf að leita aðstoðar vegna bágrar stöðu, til dæmis þeir sem eru á örorkulífeyri eða eru á framfærslu sveitarfélaga. Þeir hafa greinilega of lítið á milli handanna og margir þeirra leita til okkar, til hjálparstarfs kirkjunnar.“ Bjarni segir fleiri og fleiri leita til hjálparsamtaka. „Á þessu ári höfum við fundið fyrir aukningu miðað við árið á undan. Ég vil bæta við líka að innflytjendur eru í enn erfiðari stöðu. Þeir eru á almennum leigumarkaði og hafa heldur ekki þetta tengslanet sem við hin höfum. Við finnum að staðan er að versna vegna þessara verðhækkana.“ Stöðugar hækkanir á nauðsynjavörum bíta þennan hóp sérstaklega. „Þegar þú átt ekki alveg nóg þá er lítil verðhækkun mjög erfið. Svo ef að þvottavélin bilar getur staðan orðið mjög erfið hjá mörgum sem leita til okkar. Þess vegna verður að gera eitthvað til þess að sporna við þessu gagnvart þessum hópi, þau hafa engin önnur ráð en að leita til okkar, það er bara þannig.“ Framfærsla lífeyrisþega og annarra lágtekjuhópa dugi einfaldlega ekki til. „Við viljum benda á þessa hluti. Húsnæðiskostnaður er alltof hár miðað við annan kostnað. Við viljum líka benda á að örorkulífeyrir og annað slíkt sem ríki og sveitarfélög standa fyrir dugir ekki til. Það verður að gera eitthvað til þess að bæta stöðu þessa fólks og þetta er ekki það stór hópur. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu.“
Hjálparstarf Páskar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira