Íslenski boltinn

Þessi dæma opnunarumferðina í Bestu deildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ívar Orri fær það verðuga verkefni að dæma Kópavogsslaginn.
Ívar Orri fær það verðuga verkefni að dæma Kópavogsslaginn. Af vef KSÍ

Keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefst í dag með heilli umferð.

Mótsins er beðið með mikilli eftirvæntingu og getur áhugafólk um íslenska knattspyrnu legið yfir boltanum í allan dag þar sem fyrstu leikir hefjast klukkan 14:00 og lýkur umferðinni með nágrannaslag Breiðabliks og HK klukkan 20:00.

KSÍ hefur raðað niður dómurum á leiki dagsins.

KA - KR

Dómari: Erlendur Eiríksson | Aðstoðardómarar: Andri Vigfússon og Gylfi Már Sigurðsson

Fylkir-Keflavík

Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson | Aðstoðardómarar: Eðvarð Eðvarðsson og Antoníus Bjarki Halldórsson

Valur-ÍBV

Dómari: Pétur Guðmundsson | Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Ragnar Þór Bender

Fram-FH

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson | Aðstoðardómarar: Eysteinn Hrafnkelsson og Bergur Daði Ágústsson

Stjarnan-Víkingur

Dómari: Helgi Mikael Jónasson | Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.

Breiðablik-HK

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson | Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Rúna Kristín Stefánsdóttir

Tímasetningar á útsendingum dagsins á sportstöðvum Stöðvar 2

13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]

13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]

18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]

19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]

19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]

19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]

22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×