„Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum“ Magnús Jochum Pálsson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 9. apríl 2023 21:07 Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur eiga rétt á vernd fyrir hækkunum og gagnrýnir núverandi kerfi. Vísir/Dúi Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum segir formaður neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðamótin. Verðbólgudraugurinn er farinn að bitna harkalega á veskjum landsmanna þegar kemur að matarinnkaupum. Verð á mjólkurlítranum til bænda hefur hækkað stöðugt vegna hækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagsnefnd búvara hækkaði verðið nú um mánaðamótin. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verðið hækkað úr 111,89 krónum í 124,96 krónur sem gerir hækkun upp á 11,6%. Neytendur eigi rétt á vernd fyrir hækkunum Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að það sé ekki hægt að velta öllum byrðunum yfir á neytendur. „Þetta er náttúrulega alveg galið að vara sem nýtur tollverndar og einokunarverndar sé að hækka umfram almennt verðlag. Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum,“ sagði hann um hækkanirnar en það sé þó ekki við bændur að sakast heldur komi mun fleira til. „Ég sé bændur ekkert ríða feitum hesti frá þessari aðferðarfræði sem er notuð í dag og ég held að við verðum að endurskoða kerfið eins og það er. Við erum með tolla á alls kyns vörum, við erum með tollmúra í kringum franskar kartöflur sem eru ekki einu sinni framleiddar hér á Íslandi, við erum með tollmúra í kringum alls konar iðnaðarframleiðslu á alifuglum og alisvínum og svo framvegis,“ sagði Breki um núverandi kerfi. Þetta bitni mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þær herðar þurfa alltaf að bera þyngstu byrðarnar og við það verður ekki unað,“ bætti hann við að lokum. Neytendur Landbúnaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Verðbólgudraugurinn er farinn að bitna harkalega á veskjum landsmanna þegar kemur að matarinnkaupum. Verð á mjólkurlítranum til bænda hefur hækkað stöðugt vegna hækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagsnefnd búvara hækkaði verðið nú um mánaðamótin. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verðið hækkað úr 111,89 krónum í 124,96 krónur sem gerir hækkun upp á 11,6%. Neytendur eigi rétt á vernd fyrir hækkunum Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að það sé ekki hægt að velta öllum byrðunum yfir á neytendur. „Þetta er náttúrulega alveg galið að vara sem nýtur tollverndar og einokunarverndar sé að hækka umfram almennt verðlag. Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum,“ sagði hann um hækkanirnar en það sé þó ekki við bændur að sakast heldur komi mun fleira til. „Ég sé bændur ekkert ríða feitum hesti frá þessari aðferðarfræði sem er notuð í dag og ég held að við verðum að endurskoða kerfið eins og það er. Við erum með tolla á alls kyns vörum, við erum með tollmúra í kringum franskar kartöflur sem eru ekki einu sinni framleiddar hér á Íslandi, við erum með tollmúra í kringum alls konar iðnaðarframleiðslu á alifuglum og alisvínum og svo framvegis,“ sagði Breki um núverandi kerfi. Þetta bitni mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þær herðar þurfa alltaf að bera þyngstu byrðarnar og við það verður ekki unað,“ bætti hann við að lokum.
Neytendur Landbúnaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira