Rahm stóð uppi sem sigurvegari eftir maraþondag á Masters Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. apríl 2023 23:22 Bestur um helgina. vísir/Getty Spænski kylfingurinn Jon Rahm reyndist hlutskarpastur á Masters mótinu í golfi um helgina. Lokadagur mótsins var sannkallað maraþon fyrir kylfingana þar sem ekki tókst að ljúka þriðja keppnishring í gær vegna veðurs og því hófu menn daginn á að klára þriðja hring. Brooks Koepka hafði góða forystu fyrir daginn; var á samtals þrettán höggum undir pari á meðan Rahm var annar á samtals níu höggum undir pari. Þeir voru saman í ráshóp og hófu leik í dag inn á flöt þar sem strax dró saman með þeim um tvö högg. Það reyndist vera það sem koma skyldi í dag því Rahm spilaði stöðugt og gott golf í allan dag á meðan Koepka fataðist flugið. Fór að lokum svo að Rahm vann nokkuð öruggan sigur þar sem hann lauk keppni á samtals tólf höggum undir pari á meðan Koepka lauk keppni á samtals átta höggum undir pari. A champion's walk. #themasters pic.twitter.com/tb6iudXZDE— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Gamla brýnið Phil Mickelson minnti laglega á sig á lokahringnum en hann var ekki á meðal efstu manna þegar keppni á síðasta hófst. Þessi 52 ára gamli Bandaríkjamaður spilaði frábærlega á síðasta hring og endaði mótið í 2.sæti með Koepka. pic.twitter.com/dx5CuMRuuH— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokadagur mótsins var sannkallað maraþon fyrir kylfingana þar sem ekki tókst að ljúka þriðja keppnishring í gær vegna veðurs og því hófu menn daginn á að klára þriðja hring. Brooks Koepka hafði góða forystu fyrir daginn; var á samtals þrettán höggum undir pari á meðan Rahm var annar á samtals níu höggum undir pari. Þeir voru saman í ráshóp og hófu leik í dag inn á flöt þar sem strax dró saman með þeim um tvö högg. Það reyndist vera það sem koma skyldi í dag því Rahm spilaði stöðugt og gott golf í allan dag á meðan Koepka fataðist flugið. Fór að lokum svo að Rahm vann nokkuð öruggan sigur þar sem hann lauk keppni á samtals tólf höggum undir pari á meðan Koepka lauk keppni á samtals átta höggum undir pari. A champion's walk. #themasters pic.twitter.com/tb6iudXZDE— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Gamla brýnið Phil Mickelson minnti laglega á sig á lokahringnum en hann var ekki á meðal efstu manna þegar keppni á síðasta hófst. Þessi 52 ára gamli Bandaríkjamaður spilaði frábærlega á síðasta hring og endaði mótið í 2.sæti með Koepka. pic.twitter.com/dx5CuMRuuH— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023
Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira