Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir

Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna fólki í starfi.

Að minnsta kosti fimm létust og átta slösuðust í skothríð í banka í borginni Louiseville í Kentucky í Bandaríkjunum í dag. Þetta er 145 fjöldaárásin í Bandaríkjunum það sem af er ári. Við fjöllum um málið.

Þá ræðum við við lögreglufulltrúa í beinni útsendingu frá Selfossi um umferðina en margir snéu til síns heima eftir ferðalög um páskahelgina.

Við sjáum myndband sem hefur verið í mikilli dreiingu af trúarleiðtoganum Dalai Lama, en hann hlaut mikla gagnrýni fyrir að biðja ungan dreng um að sjúga á sér tunguna.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×