Enski boltinn

Tvö mörk Jóhanns Berg tryggði Burnley enn einn sigurinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jóhann Berg fagnar hér seinna marki sínu í kvöld.
Jóhann Berg fagnar hér seinna marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson var heldur betur á skotskónum hjá Burnley í kvöld en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri gegn Sheffield United.

Burnley tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum og því aðeins að leika upp á heiðurinn í þeim leikjum sem eru eftir á tímabilinu. Sheffield United er í öðru sæti deildarinnar og þurfti því þrjú stig í dag í baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg byrjaði á bekknum í dag en kom inná í hálfleik. Fimmtán mínútum síðar kom hann Burnley í 1-0 eftir sendingu Nathan Tella og Jóhann bætti svo öðru marki við á 70. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti úr teignum.

Þetta reyndust einu mörk leiksins og Burnley nú með fjórtán stiga forskot á Sheffield United á toppnum. Þeir þurfa aðeins fimm stig í viðbót til að tryggja sér titilinn í Championship-deildinni.

Sheffield United er enn í öðru sæti deildarinnar en þeir eru með fimm stiga forskot á Luton Town og eiga þar að auki leik til góða. Tvö efstu lið deildarinnar fara beint upp og liðin í sætum þrjú til sex keppa um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×