Erlent

Ítalska strandgæslan kemur 1200 til bjargar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flóttamenn á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Líbíu þann fjórða apríl síðastliðinn.
Flóttamenn á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Líbíu þann fjórða apríl síðastliðinn. AP Photo/Salvatore Cavalli

Ítalska strandgæslan er nú í tveimur aðskildum aðgerðum þar sem reyn er að bjarga samtals 1200 manns á yfirfullum bátum undan ströndum Sikileyjar.

Um er að ræða flóttafólk sem freistar þess að komast til Evrópu yfir hafið. Um 800 manns eru á öðrum bátnum sem er lítill fiskibátur en um 400 eru á hinum.

Strandgæsla landsins hefur nú þegar bjargað um 2000 manns frá því á föstudaginn langa. Vitað er um tvö dauðsföll um helgina en flóttamönnum sem fara þessa leið hefur fjölgað gríðarlega miðað við sama tíma í fyrra. Það gerist þrátt fyrir tilraunir nýrra hægri sinnaðra stjórnvalda á Ítalíu að skrúfa fyrir strauminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×