Sundlaugar ríka fólksins mikil umhverfisógn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 09:45 Dæmi eru um að ríkustu 14 prósentin noti meira en helming neysluvatns í borgum. EPA Ríkt fólk notar um fimmtíu sinnum meira vatn en fátækt fólk. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Reading háskóla í Bretlandi. Vatnsnotkun ríka fólksins hefur verið alvarlega vanmetin umhverfisógn. Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Nature Sustainability, var framkvæmd í borginni Höfðaborg í Suður Afríku. Ríkt fólk þar notar mikið vatn, meðal annars í sundlaugar sínar, til að vökva stóra garða og halda drossíum sínum glansandi fínum. Alls notuðu ríkustu 14 prósent íbúanna í Höfðaborg 51 prósent af vatninu. Stærstur hluti vatnsins fór í ónauðsynlega hluti. Fátækustu 62 prósentin notuðu hins vegar aðeins 27 prósent. Í rannsókninni kom fram að þegar mikill vatnsskortur varð í borginni árið 2018 var það fátækasta fólkið sem þurfti að vera án vatns. Vatnsskortur í stórborgum Höfðaborg er ekki eina borgin sem hefur glímt við vatnsskort. Hann hefur komið upp tímabundið í London, Barcelona, Beijing, Miami og víðar á undanförnum árum. Búist er við því að tilfellunum fjölgi á komandi árum. „Loftslagsbreytingar og fólksfjölgun þýða að vatn er að verða dýrmætari auðlind í stórborgum. Við sýnum fram á að félagslegt óréttlæti er stærsta vandamálið fyrir fátækt fólk sem þarf aðgang að neysluvatni fyrir daglegt líf,“ segir Hannah Cloke, prófessor við Reading háskóla og einn af rannsakendum, við breska blaðið The Guardian. Hún segir það nauðsynlegt að hanna sanngjarnari leiðir til þess að dreifa vatni til allra íbúa. Bæði fátækir og ríkir myndu græða á því, því að í borgum þar sem vatni er dreift ójafnt er vatnsöflun lélegri. Umhverfismál Vísindi Sundlaugar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Nature Sustainability, var framkvæmd í borginni Höfðaborg í Suður Afríku. Ríkt fólk þar notar mikið vatn, meðal annars í sundlaugar sínar, til að vökva stóra garða og halda drossíum sínum glansandi fínum. Alls notuðu ríkustu 14 prósent íbúanna í Höfðaborg 51 prósent af vatninu. Stærstur hluti vatnsins fór í ónauðsynlega hluti. Fátækustu 62 prósentin notuðu hins vegar aðeins 27 prósent. Í rannsókninni kom fram að þegar mikill vatnsskortur varð í borginni árið 2018 var það fátækasta fólkið sem þurfti að vera án vatns. Vatnsskortur í stórborgum Höfðaborg er ekki eina borgin sem hefur glímt við vatnsskort. Hann hefur komið upp tímabundið í London, Barcelona, Beijing, Miami og víðar á undanförnum árum. Búist er við því að tilfellunum fjölgi á komandi árum. „Loftslagsbreytingar og fólksfjölgun þýða að vatn er að verða dýrmætari auðlind í stórborgum. Við sýnum fram á að félagslegt óréttlæti er stærsta vandamálið fyrir fátækt fólk sem þarf aðgang að neysluvatni fyrir daglegt líf,“ segir Hannah Cloke, prófessor við Reading háskóla og einn af rannsakendum, við breska blaðið The Guardian. Hún segir það nauðsynlegt að hanna sanngjarnari leiðir til þess að dreifa vatni til allra íbúa. Bæði fátækir og ríkir myndu græða á því, því að í borgum þar sem vatni er dreift ójafnt er vatnsöflun lélegri.
Umhverfismál Vísindi Sundlaugar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira