Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 09:00 Tarzan Brown kemur í mark í hlaupinu 1936 og til verður nefnið harmshæð eða Heartbreak Hill, yfir lokasprett hlaupaleiðarinnar. Boston Globe Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar. Brown var skírður Ellison Myers en var alla tíð kallaður Tarzan. Hann er einn aðeins tveggja bandarískra frumbyggja sem hefur unnið Boston maraþonið og sá eini sem hefur unnið oftar en einu sinni, 1936 og 1939. Fyrri sigur Browns gat heitið harmshæð (e. heartbreak hill) á endaspretti maraþonsins frá Hopkinton til Copley-torgs, sem er á meðal þekktari hluta maraþonbrauta í heiminum. Ríkjandi meistari Johnny Kelley náði Brown á hæðinni og sló hann eftirminnilega á öxlina er hann tók fram úr honum. Brown svaraði með því að rjúka af stað, komast fram úr Kelley á ný og fagnaði sigri er hann kom í mark á tveimur klukkutímum, 33 mínútum og 40 sekúndum. Með því „braut hann hjarta Kelleys“, eins og Jerry Nason á Boston Globe orðaði það fyrir tæpum 90 árum síðan - sem gat nafn hæðarinnar. Fyrir sigur sinn árið 1939 mætti Brown á svæðið skömmu fyrir upphaf hlaupsins, borðandi pylsur og drekkandi mjólkurhristing, þar sem hann hafði ekki náð að fá sér morgunmat fyrr um daginn. Það kom ekki í veg fyrir sigur hans á tímanum 2:28:51, sem bætti fyrra brautarmet um rúmar tvær mínútur. Tarzan Brown er afkomandi síðustu konunglegu fjölskyldu amerískra frumbyggja, Narangansett-ættbálksins í Rhode Island-fylki. Hann keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 en gat ekki lokið keppni vegna krampa. Þá átti hann keppnisrétt á leikunum 1940, sem var aflýst vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Anna Brown Jackson, barnabarn Tarzan Brown, vill endurheimta verðlaunagripi hans.Skjáskot Leitar glataðra verðlauna Anna Brown Jackson, barnabarn Browns, kveðst lengi vel ekki hafa vitað af afrekum afa síns „Ég sá hann aldrei hlaupa, ég heyrði einhverjar sögur, að hann væri afar snöggur,“ segir Jackson í samtali við útvarpsstöðina WBZ. Hún segir að afi sinn hafi þurft að takast á við fordóma eftir að hlaupaferlinum lauk, sem hafi gert honum erfitt fyrir að finna vinnu. Vegna þess seldi Brown verðlaunagripi sína og medalíur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Á þeim tíma átti hann fjögur ung börn og eiginkonu sem bjuggu í tveggja herbergja kofa,“ segir Jackson við TBZ og segist hún vilja endurheimta verðlaunagripina til að halda minningu hans á lífi. „Við viljum ekki selja þá eða neitt slíkt. Við viljum halda þeim til að eiga eitthvað sem er hluti af honum,“ segir Jackson. Brown lést árið 1975, 61 árs gamall, þegar hann var keyrður niður af sendiferðabíl fyrir utan bar í Rhode Island. Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Sjá meira
Brown var skírður Ellison Myers en var alla tíð kallaður Tarzan. Hann er einn aðeins tveggja bandarískra frumbyggja sem hefur unnið Boston maraþonið og sá eini sem hefur unnið oftar en einu sinni, 1936 og 1939. Fyrri sigur Browns gat heitið harmshæð (e. heartbreak hill) á endaspretti maraþonsins frá Hopkinton til Copley-torgs, sem er á meðal þekktari hluta maraþonbrauta í heiminum. Ríkjandi meistari Johnny Kelley náði Brown á hæðinni og sló hann eftirminnilega á öxlina er hann tók fram úr honum. Brown svaraði með því að rjúka af stað, komast fram úr Kelley á ný og fagnaði sigri er hann kom í mark á tveimur klukkutímum, 33 mínútum og 40 sekúndum. Með því „braut hann hjarta Kelleys“, eins og Jerry Nason á Boston Globe orðaði það fyrir tæpum 90 árum síðan - sem gat nafn hæðarinnar. Fyrir sigur sinn árið 1939 mætti Brown á svæðið skömmu fyrir upphaf hlaupsins, borðandi pylsur og drekkandi mjólkurhristing, þar sem hann hafði ekki náð að fá sér morgunmat fyrr um daginn. Það kom ekki í veg fyrir sigur hans á tímanum 2:28:51, sem bætti fyrra brautarmet um rúmar tvær mínútur. Tarzan Brown er afkomandi síðustu konunglegu fjölskyldu amerískra frumbyggja, Narangansett-ættbálksins í Rhode Island-fylki. Hann keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 en gat ekki lokið keppni vegna krampa. Þá átti hann keppnisrétt á leikunum 1940, sem var aflýst vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Anna Brown Jackson, barnabarn Tarzan Brown, vill endurheimta verðlaunagripi hans.Skjáskot Leitar glataðra verðlauna Anna Brown Jackson, barnabarn Browns, kveðst lengi vel ekki hafa vitað af afrekum afa síns „Ég sá hann aldrei hlaupa, ég heyrði einhverjar sögur, að hann væri afar snöggur,“ segir Jackson í samtali við útvarpsstöðina WBZ. Hún segir að afi sinn hafi þurft að takast á við fordóma eftir að hlaupaferlinum lauk, sem hafi gert honum erfitt fyrir að finna vinnu. Vegna þess seldi Brown verðlaunagripi sína og medalíur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Á þeim tíma átti hann fjögur ung börn og eiginkonu sem bjuggu í tveggja herbergja kofa,“ segir Jackson við TBZ og segist hún vilja endurheimta verðlaunagripina til að halda minningu hans á lífi. „Við viljum ekki selja þá eða neitt slíkt. Við viljum halda þeim til að eiga eitthvað sem er hluti af honum,“ segir Jackson. Brown lést árið 1975, 61 árs gamall, þegar hann var keyrður niður af sendiferðabíl fyrir utan bar í Rhode Island.
Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti