Tryggingasjóðurinn rekinn með tapi í fyrsta sinn eftir afnám iðgjalda

Tryggingasjóður vegna fjármálafyrirtækja (TFV) tapaði tæplega 1,3 milljörðum króna í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn er rekinn með tapi en ástæðan er sú að innlánafyrirtæki hættu að greiða iðgjöld til sjóðsins á ári sem litaðist jafnframt af krefjandi markaðsaðstæðum.