Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2023 13:12 Sverrir Þór Gunnarsson hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnabrot árið 2012. Hann hafði verið látin laus úr fangelsi og í vægara úrræði, með ökklaband, þegar hann var handtekinn í morgun. Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. Greint er frá aðgerðunum í brasilískum fjölmiðlum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, staðfestir að íslenska lögreglan hafi verið í samvinnu við brasilísk yfirvöld í talsverðan tíma. Áhyggjur hafi verið af streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu og Íslands undanfarin ár sem talið er hafa verið streymt af hópi tengdum Íslendingi. Vegna þessa hafa nokkrir íslenskir lögreglumenn verið staddir ytra í morgun þegar blásið var til aðgerða. Sverrir Þór var árið 2012 dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir fíkniefnaviðskipti. Hann á langan sakaferil að baki og hefur hlotið þunga dóma á Íslandi, Spáni og Brasilíu. Hver er Sveddi tönn? Sverrir Þór Gunnarsson er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst við sextán ára aldur. Fyrst um sinn var um minniháttar fíkniefna- og umferðarlagabrot að ræða. Hann fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Árið 2000 var Sverrir dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að stóru fíkniefnamáli. Dómurinn þótti mjög þungur og málið sem kallað var „Stóra fíkniefnamálið“ óhug þar sem finna mátti vísi að mikilli skipulagningu og hörku í undirheimum. Þrettán fengu dóm í málinu og var refsing Sverris sú næstþyngsta. Ári síðar var tannlæknir dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti tengt Sverri. Um var að ræða fyrsta peningaþvættismálið sem sakfellt var fyrir hér á landi. Eftir að hafa afplánað dóm sinn virðist Sverrir hafa flutt úr landi. Hann var tengdur við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishúss í Ármúla 2006 en ekki var ákært í málinu. Nokkru síðar fékk hann níu ára dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Sverrir náði að flýja land og afplánaði aldrei á Spáni. Það var svo í nóvember 2012 sem Sverrir var dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu fyrir að hafa skipulagt smygl á um fimmtíu þúsund E-töflum. Þegar Sverrir var handtekinn í tengslum við það mál sagði yfirmaður í lögreglunni ytra: „Við lögðum út net og náðum hákarli.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sverrir laus úr fangelsi í Brasilíu en kominn í annað úrræði þar sem hann gekk með ökklaband. Í tilkynningu brasilísku alríkislögreglunnar kemur fram að umfangsmiklar aðgerðir í morgun hafi snúið að því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Um 250 lögreglumenn komu að aðgerðunum þar sem ráðist var í 49 húsleitir og 33 voru handteknir. Aðgerðirnar náðu til tíu borga í Brasilíu. Þá voru bankareikningar 43 einstaklinga frystir og lagt hald á 57 húseignir auk bifreiða og báta. Andvirði hinna haldlögnu eigna er talið nema um 150 milljón brasilískum dollurum eða um fjórum milljörðum króna. Peningar og skartgripir voru á meðal muna sem haldlagðir voru í morgun.Alríkislögreglan í Brasilíu Brasilíska lögreglan segir að glæpahópnum hafi verið skipt upp í tvær stórar einingar en með útibú í fjölmörgum borgum í Brasilíu. Sérstaklega í Sao Paulo, Rio de Janeiro og Rio Grande do Norte. Lagt var hald á 65 kíló af kókaíni í aðgerðum morgunsins og 225 kíló af kannabisefnum. „Meðal leiðtoga hjá glæpasamtökunum er íslenskur ríkisborgari búsettur í Brasilíu sem hefur áður verið til rannsóknar hjá alríkislögreglunni og íslensku lögreglunni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íslensk og ítölsk lögregluyfirvöld hafi komið að málinu auk Alþjóðalögreglunnar Interpol og Evrópulögreglunnar Europol. Þá segir í tilkynningu lögreglu að hinir handteknu gætu átt yfir höfði sér yfir fjörutíu ár í fangelsi fyrir brot sín. Nýfallinn dómur tengdur kókaíni í Brasilíu Nokkuð hefur verið um að fíkniefnamál sem komið hafa upp hér á landi undanfarin ár hafi mátt rekja til Brasilíu. Nýjasta dæmið er stóra kókaínmálið en dómur féll í því máli á dögunum. Þar fengu fjórir karlmenn sex til tíu ára fangelsisdóm fyrir aðild að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni. Efnin komu þó aldrei til Íslands því tollverðir í Rotterdam í Hollandi lögðu hald á efnin sem falin voru í timburdrumbum frá Brasilíu. Að neðan má sjá tilkynningu frá ríkislögreglustjóra vegna málsins. Í morgun handtók brasilíska lögreglan fjölda einstaklinga, þar á meðal Íslending, í stórum aðgerðum lögreglunnar þar í landi. Íslensk lögregluyfirvöld hafa unnið með brasilískum yfirvöldum vegna málsins og tóku starfsmenn íslensku lögreglunnar meðal annars þátt í aðgerðunum. Aðgerðin sem gengur undir heitinu „Match Point“ var með það markmið að leysa upp skipulögð samtök sem hafa sérhæft sig í peningaþætti og fíkniefnasmygli. Grunur er um að samtökin stundi víðtæka brotastarfsemi í Brasilíu. Um 250 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem náðu til 10 borga í Brasilíu, bankareikningar 43 einstaklinga hafa verið frystir og 57 eignir haldlagðar auk ökutækja og skipa. Þá voru um 65 kíló af kókaíni haldlögð og 225 kíló af kannabisefnum. Aðgerðir standa enn yfir en nánari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu brasilískra yfirvalda sem finna má hér. Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19 Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til landsins. 26. nóvember 2012 10:21 Sverrir Þór dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, gjarnan nefndur Sveddi tönn hefur verið dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu, að því er DV segist hafa heimildi fyrir. 23. nóvember 2012 06:43 Sveddi tönn var með falsað vegabréf og íslenskt sælgæti "Við lögðum út net og náðum hákarli,“ segir yfirmaður hjá lögreglunni í Rio De Janeiro í Brasilíu um handtöku Sverris Þórs Gunnarssonar þar í landi. Sverri framvísaði fimm daga gömlu vegabréfi, útgefnu á Íslandi, þegar hann var handtekinn. 9. júlí 2012 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Greint er frá aðgerðunum í brasilískum fjölmiðlum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, staðfestir að íslenska lögreglan hafi verið í samvinnu við brasilísk yfirvöld í talsverðan tíma. Áhyggjur hafi verið af streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu og Íslands undanfarin ár sem talið er hafa verið streymt af hópi tengdum Íslendingi. Vegna þessa hafa nokkrir íslenskir lögreglumenn verið staddir ytra í morgun þegar blásið var til aðgerða. Sverrir Þór var árið 2012 dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir fíkniefnaviðskipti. Hann á langan sakaferil að baki og hefur hlotið þunga dóma á Íslandi, Spáni og Brasilíu. Hver er Sveddi tönn? Sverrir Þór Gunnarsson er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst við sextán ára aldur. Fyrst um sinn var um minniháttar fíkniefna- og umferðarlagabrot að ræða. Hann fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Árið 2000 var Sverrir dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að stóru fíkniefnamáli. Dómurinn þótti mjög þungur og málið sem kallað var „Stóra fíkniefnamálið“ óhug þar sem finna mátti vísi að mikilli skipulagningu og hörku í undirheimum. Þrettán fengu dóm í málinu og var refsing Sverris sú næstþyngsta. Ári síðar var tannlæknir dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti tengt Sverri. Um var að ræða fyrsta peningaþvættismálið sem sakfellt var fyrir hér á landi. Eftir að hafa afplánað dóm sinn virðist Sverrir hafa flutt úr landi. Hann var tengdur við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishúss í Ármúla 2006 en ekki var ákært í málinu. Nokkru síðar fékk hann níu ára dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Sverrir náði að flýja land og afplánaði aldrei á Spáni. Það var svo í nóvember 2012 sem Sverrir var dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu fyrir að hafa skipulagt smygl á um fimmtíu þúsund E-töflum. Þegar Sverrir var handtekinn í tengslum við það mál sagði yfirmaður í lögreglunni ytra: „Við lögðum út net og náðum hákarli.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sverrir laus úr fangelsi í Brasilíu en kominn í annað úrræði þar sem hann gekk með ökklaband. Í tilkynningu brasilísku alríkislögreglunnar kemur fram að umfangsmiklar aðgerðir í morgun hafi snúið að því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Um 250 lögreglumenn komu að aðgerðunum þar sem ráðist var í 49 húsleitir og 33 voru handteknir. Aðgerðirnar náðu til tíu borga í Brasilíu. Þá voru bankareikningar 43 einstaklinga frystir og lagt hald á 57 húseignir auk bifreiða og báta. Andvirði hinna haldlögnu eigna er talið nema um 150 milljón brasilískum dollurum eða um fjórum milljörðum króna. Peningar og skartgripir voru á meðal muna sem haldlagðir voru í morgun.Alríkislögreglan í Brasilíu Brasilíska lögreglan segir að glæpahópnum hafi verið skipt upp í tvær stórar einingar en með útibú í fjölmörgum borgum í Brasilíu. Sérstaklega í Sao Paulo, Rio de Janeiro og Rio Grande do Norte. Lagt var hald á 65 kíló af kókaíni í aðgerðum morgunsins og 225 kíló af kannabisefnum. „Meðal leiðtoga hjá glæpasamtökunum er íslenskur ríkisborgari búsettur í Brasilíu sem hefur áður verið til rannsóknar hjá alríkislögreglunni og íslensku lögreglunni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íslensk og ítölsk lögregluyfirvöld hafi komið að málinu auk Alþjóðalögreglunnar Interpol og Evrópulögreglunnar Europol. Þá segir í tilkynningu lögreglu að hinir handteknu gætu átt yfir höfði sér yfir fjörutíu ár í fangelsi fyrir brot sín. Nýfallinn dómur tengdur kókaíni í Brasilíu Nokkuð hefur verið um að fíkniefnamál sem komið hafa upp hér á landi undanfarin ár hafi mátt rekja til Brasilíu. Nýjasta dæmið er stóra kókaínmálið en dómur féll í því máli á dögunum. Þar fengu fjórir karlmenn sex til tíu ára fangelsisdóm fyrir aðild að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni. Efnin komu þó aldrei til Íslands því tollverðir í Rotterdam í Hollandi lögðu hald á efnin sem falin voru í timburdrumbum frá Brasilíu. Að neðan má sjá tilkynningu frá ríkislögreglustjóra vegna málsins. Í morgun handtók brasilíska lögreglan fjölda einstaklinga, þar á meðal Íslending, í stórum aðgerðum lögreglunnar þar í landi. Íslensk lögregluyfirvöld hafa unnið með brasilískum yfirvöldum vegna málsins og tóku starfsmenn íslensku lögreglunnar meðal annars þátt í aðgerðunum. Aðgerðin sem gengur undir heitinu „Match Point“ var með það markmið að leysa upp skipulögð samtök sem hafa sérhæft sig í peningaþætti og fíkniefnasmygli. Grunur er um að samtökin stundi víðtæka brotastarfsemi í Brasilíu. Um 250 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem náðu til 10 borga í Brasilíu, bankareikningar 43 einstaklinga hafa verið frystir og 57 eignir haldlagðar auk ökutækja og skipa. Þá voru um 65 kíló af kókaíni haldlögð og 225 kíló af kannabisefnum. Aðgerðir standa enn yfir en nánari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu brasilískra yfirvalda sem finna má hér.
Hver er Sveddi tönn? Sverrir Þór Gunnarsson er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst við sextán ára aldur. Fyrst um sinn var um minniháttar fíkniefna- og umferðarlagabrot að ræða. Hann fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Árið 2000 var Sverrir dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að stóru fíkniefnamáli. Dómurinn þótti mjög þungur og málið sem kallað var „Stóra fíkniefnamálið“ óhug þar sem finna mátti vísi að mikilli skipulagningu og hörku í undirheimum. Þrettán fengu dóm í málinu og var refsing Sverris sú næstþyngsta. Ári síðar var tannlæknir dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti tengt Sverri. Um var að ræða fyrsta peningaþvættismálið sem sakfellt var fyrir hér á landi. Eftir að hafa afplánað dóm sinn virðist Sverrir hafa flutt úr landi. Hann var tengdur við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishúss í Ármúla 2006 en ekki var ákært í málinu. Nokkru síðar fékk hann níu ára dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Sverrir náði að flýja land og afplánaði aldrei á Spáni. Það var svo í nóvember 2012 sem Sverrir var dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu fyrir að hafa skipulagt smygl á um fimmtíu þúsund E-töflum. Þegar Sverrir var handtekinn í tengslum við það mál sagði yfirmaður í lögreglunni ytra: „Við lögðum út net og náðum hákarli.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sverrir laus úr fangelsi í Brasilíu en kominn í annað úrræði þar sem hann gekk með ökklaband.
Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19 Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til landsins. 26. nóvember 2012 10:21 Sverrir Þór dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, gjarnan nefndur Sveddi tönn hefur verið dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu, að því er DV segist hafa heimildi fyrir. 23. nóvember 2012 06:43 Sveddi tönn var með falsað vegabréf og íslenskt sælgæti "Við lögðum út net og náðum hákarli,“ segir yfirmaður hjá lögreglunni í Rio De Janeiro í Brasilíu um handtöku Sverris Þórs Gunnarssonar þar í landi. Sverri framvísaði fimm daga gömlu vegabréfi, útgefnu á Íslandi, þegar hann var handtekinn. 9. júlí 2012 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19
Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til landsins. 26. nóvember 2012 10:21
Sverrir Þór dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, gjarnan nefndur Sveddi tönn hefur verið dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu, að því er DV segist hafa heimildi fyrir. 23. nóvember 2012 06:43
Sveddi tönn var með falsað vegabréf og íslenskt sælgæti "Við lögðum út net og náðum hákarli,“ segir yfirmaður hjá lögreglunni í Rio De Janeiro í Brasilíu um handtöku Sverris Þórs Gunnarssonar þar í landi. Sverri framvísaði fimm daga gömlu vegabréfi, útgefnu á Íslandi, þegar hann var handtekinn. 9. júlí 2012 19:00