Evrópumeistararnir í góðri stöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2023 21:05 Karim Benzema fagnar marki sínu. Chris Brunskill/Getty Images Evrópumeistarar Real Madríd lögðu Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeild Evrópu er liðin mættust á Santiago Bernabéu í Madríd. Lærisveinar Frank Lampard byrjuðu leikinn nokkuð vel og var João Félix þeirra sprækasti maður. Það entist þó ekki lengi og heimamenn tóku öll völd á vellinum. Um miðbik fyrri hálfleiks var það hin ótrúlega samvinna Vinicius Junior og Karim Benzema sem skilaði enn einu markinu. Vinicius náði þá skoti að marki af stuttu færi sem Kepa Arrizabalaga varði til hliðar. Það vildi þó ekki betur til en svo að boltinn féll fyrir fætur Benzema sem gat ekki annað en skorað. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún í hálfleik. Hat trick in the first leg last season Winner in extra time in the second leg Opens the scoring todayKarim Benzema vs. Chelsea pic.twitter.com/I5Ruj0W6J3— B/R Football (@brfootball) April 12, 2023 Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fékk Ben Chilwell beint rautt spjald í liði Chelsea. Hann togaði þá í hendi Rodrygo sem var við það að sleppa í gegnum vörn gestanna. Þó færið hefði verið þröngt var ljóst að um augljóst marktækifæri væri að ræða og Chilwell sendur í sturtu. Við það lagðist lið gestanna enn neðar á völlinn og heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að enda einvígið hér og nú. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks tvöfaldaði varamaðurinn Marco Asensio forystuna. Real Madrid get the job done #UCL pic.twitter.com/w4AvWa3p8F— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 12, 2023 Eftir vel útfærða hornspyrnu þá renndi Vinicius boltanum út á Asensio sem skoraði með þrumuskoti niðri í nær. Þó svo að leikmenn Real hafi ógnað marki Chelsea enn frekar tókst þeim ekki að bæta við þriðja markinu og lokatölur 2-0. Chelsea á því enn möguleika þó lítill sé þegar liðin mætast í síðari leiknum á Brúnni að viku liðinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Evrópumeistarar Real Madríd lögðu Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeild Evrópu er liðin mættust á Santiago Bernabéu í Madríd. Lærisveinar Frank Lampard byrjuðu leikinn nokkuð vel og var João Félix þeirra sprækasti maður. Það entist þó ekki lengi og heimamenn tóku öll völd á vellinum. Um miðbik fyrri hálfleiks var það hin ótrúlega samvinna Vinicius Junior og Karim Benzema sem skilaði enn einu markinu. Vinicius náði þá skoti að marki af stuttu færi sem Kepa Arrizabalaga varði til hliðar. Það vildi þó ekki betur til en svo að boltinn féll fyrir fætur Benzema sem gat ekki annað en skorað. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún í hálfleik. Hat trick in the first leg last season Winner in extra time in the second leg Opens the scoring todayKarim Benzema vs. Chelsea pic.twitter.com/I5Ruj0W6J3— B/R Football (@brfootball) April 12, 2023 Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fékk Ben Chilwell beint rautt spjald í liði Chelsea. Hann togaði þá í hendi Rodrygo sem var við það að sleppa í gegnum vörn gestanna. Þó færið hefði verið þröngt var ljóst að um augljóst marktækifæri væri að ræða og Chilwell sendur í sturtu. Við það lagðist lið gestanna enn neðar á völlinn og heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að enda einvígið hér og nú. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks tvöfaldaði varamaðurinn Marco Asensio forystuna. Real Madrid get the job done #UCL pic.twitter.com/w4AvWa3p8F— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 12, 2023 Eftir vel útfærða hornspyrnu þá renndi Vinicius boltanum út á Asensio sem skoraði með þrumuskoti niðri í nær. Þó svo að leikmenn Real hafi ógnað marki Chelsea enn frekar tókst þeim ekki að bæta við þriðja markinu og lokatölur 2-0. Chelsea á því enn möguleika þó lítill sé þegar liðin mætast í síðari leiknum á Brúnni að viku liðinni.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti