Eins ítalskt og það verður hjá AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2023 21:25 Sigurmarkinu fagnað. Claudio Villa/Getty Images AC Milan, liðið sem situr í 4. sæti Serie A með 52 stig, vann 1-0 sigur á Napoli, liðinu í 1. sæti Serie A með 74 stig, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Napoli er með níu fingur og níu tær á ítalska meistaratitlinum á meðan AC Milan er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Það er samt sem áður ekki langt síðan AC Milan gjörsigraði Napoli 4-0 og mátti því búast við hörkuleik á San Siro í Mílanóborg. Það hjálpaði ekki að Victor Osimhen, stjörnuframherji Napoli, var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Það nýttu heimamenn sér en þeir unnu eins og áður sagði 1-0, varnarsigur, í kvöld. 4 - Ismaël Bennacer is the fourth African player to score with AC Milan in UEFA Champions League (excluding own goals), after George Weah , Kevin-Prince Boateng and Sulley Muntari . Impressive.#MilanNapoli #UCL pic.twitter.com/Go26wDtUSf— OptaPaolo (@OptaPaolo) April 12, 2023 Ismael Bennacer skoraði sigurmarkið á 40. mínútu með glæsilegu skoti eftir sendingu frá Rafael Leão. Danski miðvörðurinn Simon Kjær var reyndar nálægt því að tvöfalda forystuna undir lok fyrri hálfleiks en skalli hans eftir hornspyrnu fór í slánna. Í síðari hálfleika sóttu gestirnir hvað þeir gátu en tókst ekki að finna leiðina framhjá Mike Maignan í marki Milan. Það hjálpaði svo ekki Napoli að Andre Anguissa nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili í síðari hálfleik og var því sendur í sturtu. Manni færri tókst Napoli ekki að jafna metin og lauk leiknum með 1-0 sigri AC Milan. Gestirnir frá Napoli voru meira með boltann í kvöld og sköpuðu sér fleiri færi en Maignan stóð vaktina vel í marki heimamanna og þá stóð vörnin sína plikt. Advantage Milan #UCL pic.twitter.com/HlkIesvS2c— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 12, 2023 Síðari leikur liðanna fer fram eftir viku og ljóst er að Milan þarf aðra eins varnarframmistöðu ætli liðið sér alla leið í undanúrslit. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
AC Milan, liðið sem situr í 4. sæti Serie A með 52 stig, vann 1-0 sigur á Napoli, liðinu í 1. sæti Serie A með 74 stig, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Napoli er með níu fingur og níu tær á ítalska meistaratitlinum á meðan AC Milan er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Það er samt sem áður ekki langt síðan AC Milan gjörsigraði Napoli 4-0 og mátti því búast við hörkuleik á San Siro í Mílanóborg. Það hjálpaði ekki að Victor Osimhen, stjörnuframherji Napoli, var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Það nýttu heimamenn sér en þeir unnu eins og áður sagði 1-0, varnarsigur, í kvöld. 4 - Ismaël Bennacer is the fourth African player to score with AC Milan in UEFA Champions League (excluding own goals), after George Weah , Kevin-Prince Boateng and Sulley Muntari . Impressive.#MilanNapoli #UCL pic.twitter.com/Go26wDtUSf— OptaPaolo (@OptaPaolo) April 12, 2023 Ismael Bennacer skoraði sigurmarkið á 40. mínútu með glæsilegu skoti eftir sendingu frá Rafael Leão. Danski miðvörðurinn Simon Kjær var reyndar nálægt því að tvöfalda forystuna undir lok fyrri hálfleiks en skalli hans eftir hornspyrnu fór í slánna. Í síðari hálfleika sóttu gestirnir hvað þeir gátu en tókst ekki að finna leiðina framhjá Mike Maignan í marki Milan. Það hjálpaði svo ekki Napoli að Andre Anguissa nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili í síðari hálfleik og var því sendur í sturtu. Manni færri tókst Napoli ekki að jafna metin og lauk leiknum með 1-0 sigri AC Milan. Gestirnir frá Napoli voru meira með boltann í kvöld og sköpuðu sér fleiri færi en Maignan stóð vaktina vel í marki heimamanna og þá stóð vörnin sína plikt. Advantage Milan #UCL pic.twitter.com/HlkIesvS2c— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 12, 2023 Síðari leikur liðanna fer fram eftir viku og ljóst er að Milan þarf aðra eins varnarframmistöðu ætli liðið sér alla leið í undanúrslit.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti