Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2023 16:19 Þegar Ásmundur Einar flutti að vestan og í Borgarnesið keypti hann húsið sem nú er komið á sölu. Eftir því sem Vísir kemst næst gæti hann fengið 70 milljónir fyrir slotið. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. Um er að ræða 180 fermetra hús sem stendur við Helgugötu 11, 310 Borgarnesi, á besta stað með góðum garði. Húsið stendur í grennd við grunnskólann á Borgarnesi og ef menn eru áhugasamir um boltann þá má halla sér aftur í klappstól á stórum pallinum og fylgjast með því sem fram fer á fótboltavelli Skallagríms. „Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes,“ segir í lýsingu. Ásmundur Einar hefur verið með húsið í útleigu að undanförnu en Heimildin greindi frá því að Ásmundi hafi láðst að tilgreina það í hagsmunaskráningu þingmanna. Húsið hefur hann leigt út fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Þórarinn Halldór Óðinsson fasteignasali, sem annast söluna á húsinu segir að enn séu ekki komin nein formleg tilboð í húsið en hann segir ekki gáfulegt af sinni hálfu að gefa upp hvers ráðherrann getur vænst fyrir húsið. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að miðað við stöðuna á markaði, staðsetningu og ástand hússins megi gera ráð fyrir því að kaupandi þurfi að gefa fyrir húsið 65-70 milljónir. Brunabótamat er 71.760.000 krónur en fasteignamat 49.750.000 krónur. Húsið er járnklætt steinhús, byggt á þremur pöllum og fylgir bílskúr. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta honum í leiguhúsnæði. Spurður hvort það sé nokkuð óvarlegt að kalla húsið höll segir Þórarinn fasteignasali þar teflt á tæpasta vað, kominn sé tími á viðhald en húsið geti vissulega orðið höll í réttum höndum. Fasteignamarkaður Alþingi Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Um er að ræða 180 fermetra hús sem stendur við Helgugötu 11, 310 Borgarnesi, á besta stað með góðum garði. Húsið stendur í grennd við grunnskólann á Borgarnesi og ef menn eru áhugasamir um boltann þá má halla sér aftur í klappstól á stórum pallinum og fylgjast með því sem fram fer á fótboltavelli Skallagríms. „Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes,“ segir í lýsingu. Ásmundur Einar hefur verið með húsið í útleigu að undanförnu en Heimildin greindi frá því að Ásmundi hafi láðst að tilgreina það í hagsmunaskráningu þingmanna. Húsið hefur hann leigt út fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Þórarinn Halldór Óðinsson fasteignasali, sem annast söluna á húsinu segir að enn séu ekki komin nein formleg tilboð í húsið en hann segir ekki gáfulegt af sinni hálfu að gefa upp hvers ráðherrann getur vænst fyrir húsið. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að miðað við stöðuna á markaði, staðsetningu og ástand hússins megi gera ráð fyrir því að kaupandi þurfi að gefa fyrir húsið 65-70 milljónir. Brunabótamat er 71.760.000 krónur en fasteignamat 49.750.000 krónur. Húsið er járnklætt steinhús, byggt á þremur pöllum og fylgir bílskúr. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta honum í leiguhúsnæði. Spurður hvort það sé nokkuð óvarlegt að kalla húsið höll segir Þórarinn fasteignasali þar teflt á tæpasta vað, kominn sé tími á viðhald en húsið geti vissulega orðið höll í réttum höndum.
Fasteignamarkaður Alþingi Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira