Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. Vísir

Íslenskur karlmaður var í morgun handtekinn auk fjölda annarra af brasilísku lögreglunni vegna rannsóknar á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra útilokar ekki að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við málið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Erfið fjárhagsstaða Árborgar er til umræðu á íbúafundi sem fer nú fram á Hótel Selfoss. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og fáum nýjustu fréttir af því sem kemur þar fram.

Þá kemur Samúel Karl Ólason fréttamaður og sérfræðingur í erlendum fréttum til okkar í settið og fer yfir undarlegan uppruna lekans á leyniskjölum frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Auk þess kynnum við okkur fyrirhugaða uppbyggingu í Sundahöfn vegna skemmtiferðaskipa, kíkjum á afmælishátíð Menntaskólans á Laugarvatni og sjáum myndir af frá Dalatanga þar sem unnið er að því að moka leið að austasta býli landsins eftir langvarandi einangrun íbúa þess.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×