Fjölmiðlar og framtíðin Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. apríl 2023 06:01 Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika. Sum hafa það ekki af, líkt og örlög Fréttablaðsins bera glöggt vitni um. En fjölmiðlar eru ekki einir um að þurfa að finna frumlegar leiðir til að fóta sig í breyttum veruleika á tækniöld. Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna sambærileg dæmi. Bankaþjónusta hefur gerbreyst, Uber hefur haft þau áhrif að starfsumhverfi leigubílstjóra tók stakkaskiptum og það heyrir til undantekninga ef manneskja af holdi og blóði afgreiðir þig í verslun með matvöru. Fjölmiðlar líkt og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga fyrirtæki sín að breyttum heimi. Pólítíkin á ekki að standa í stafni slíkrar frumkvöðlastarfsemi. Hlutverk stjórnmálanna er að búa svo um hnútana að eðlileg flóra fjölmiðla geti þrifist og að þau séu ekki beinlínis fyrir. Á hinu pólítíska sviði er það einkum tvennt sem stendur því fyrir þrifum að fjölmiðlafyrirtæki með framtíðarsýn geti siglt báruna - þótt gefi á bátinn - og vonandi endað í höfn. Annars vegar er það vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hins vegar sú staðreynd að ógrynni auglýsingafjár frá íslenskum fyrirtækjum rennur úr landi til erlendra fyrirtækja og streymisveitna. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Ráðherrar málaflokksins, hver á fætur öðrum, hafa stigið fram og lýst yfir þungum áhyggjum. Síðan hefur hver bútasaumslausnin rekið aðra undanfarinn áratug eða svo. Nú síðast, hundruð milljóna greiðslur á ári úr ríkissjóði sem hafa svo gott sem ekkert að segja um stóru myndina. Svo er skipuð nefnd. Og nefnd um þá nefnd. Fjölmiðlamarkaðurinn liggur nokkurn veginn svona. Hér á landi eru starfræktir tveir, stórir einkareknir miðlar. Þeir eru undir merkjum Sýnar annars vegar og Árvakurs hins vegar. Ölmusa úr ríkissjóði hefur engin teljandi áhrif á þessa miðla. Fjölmiðlastyrknum var ætlað að halda úti hinum minni miðlum. Það hefur algerlega mistekist miðað við hversu margir hafa horfið á braut á eingöngu fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er sú að ef það er yfir höfuð áhugi á því meðal valdhafa að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur undir lýðræðislega og fjölbreytta umræðu er löngu kominn tími á að líta málið raunsæjum augum. Annars vegar þarf að taka ríflegt gjald af þeim erlendu fyrirtækjum sem selja auglýsingar hér á landi fyrir marga milljarða á ári skattfrjálst. Hins vegar þarf að fjarlægja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera eðlilega hagræðingarkröfu á stofnunina svo jafna megi samkeppnisgrundvöllinn. Það þarf að slá í klárinn. Á meðan stjórnmálin gaufast áfram verður framhald á atgervisflótta úr blaðamannastétt, dýrmæt vörumerki tapast og verðmætur tími sem ætti að nýta til framþróunar glatast. Eftir því sem málið dregst á langinn eiga íslensk fjölmiðlafyrirtæki enn lengra í land til að snúa vörn í sókn. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika. Sum hafa það ekki af, líkt og örlög Fréttablaðsins bera glöggt vitni um. En fjölmiðlar eru ekki einir um að þurfa að finna frumlegar leiðir til að fóta sig í breyttum veruleika á tækniöld. Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna sambærileg dæmi. Bankaþjónusta hefur gerbreyst, Uber hefur haft þau áhrif að starfsumhverfi leigubílstjóra tók stakkaskiptum og það heyrir til undantekninga ef manneskja af holdi og blóði afgreiðir þig í verslun með matvöru. Fjölmiðlar líkt og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga fyrirtæki sín að breyttum heimi. Pólítíkin á ekki að standa í stafni slíkrar frumkvöðlastarfsemi. Hlutverk stjórnmálanna er að búa svo um hnútana að eðlileg flóra fjölmiðla geti þrifist og að þau séu ekki beinlínis fyrir. Á hinu pólítíska sviði er það einkum tvennt sem stendur því fyrir þrifum að fjölmiðlafyrirtæki með framtíðarsýn geti siglt báruna - þótt gefi á bátinn - og vonandi endað í höfn. Annars vegar er það vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hins vegar sú staðreynd að ógrynni auglýsingafjár frá íslenskum fyrirtækjum rennur úr landi til erlendra fyrirtækja og streymisveitna. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Ráðherrar málaflokksins, hver á fætur öðrum, hafa stigið fram og lýst yfir þungum áhyggjum. Síðan hefur hver bútasaumslausnin rekið aðra undanfarinn áratug eða svo. Nú síðast, hundruð milljóna greiðslur á ári úr ríkissjóði sem hafa svo gott sem ekkert að segja um stóru myndina. Svo er skipuð nefnd. Og nefnd um þá nefnd. Fjölmiðlamarkaðurinn liggur nokkurn veginn svona. Hér á landi eru starfræktir tveir, stórir einkareknir miðlar. Þeir eru undir merkjum Sýnar annars vegar og Árvakurs hins vegar. Ölmusa úr ríkissjóði hefur engin teljandi áhrif á þessa miðla. Fjölmiðlastyrknum var ætlað að halda úti hinum minni miðlum. Það hefur algerlega mistekist miðað við hversu margir hafa horfið á braut á eingöngu fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er sú að ef það er yfir höfuð áhugi á því meðal valdhafa að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur undir lýðræðislega og fjölbreytta umræðu er löngu kominn tími á að líta málið raunsæjum augum. Annars vegar þarf að taka ríflegt gjald af þeim erlendu fyrirtækjum sem selja auglýsingar hér á landi fyrir marga milljarða á ári skattfrjálst. Hins vegar þarf að fjarlægja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera eðlilega hagræðingarkröfu á stofnunina svo jafna megi samkeppnisgrundvöllinn. Það þarf að slá í klárinn. Á meðan stjórnmálin gaufast áfram verður framhald á atgervisflótta úr blaðamannastétt, dýrmæt vörumerki tapast og verðmætur tími sem ætti að nýta til framþróunar glatast. Eftir því sem málið dregst á langinn eiga íslensk fjölmiðlafyrirtæki enn lengra í land til að snúa vörn í sókn. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar