Fjölmiðlar og framtíðin Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. apríl 2023 06:01 Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika. Sum hafa það ekki af, líkt og örlög Fréttablaðsins bera glöggt vitni um. En fjölmiðlar eru ekki einir um að þurfa að finna frumlegar leiðir til að fóta sig í breyttum veruleika á tækniöld. Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna sambærileg dæmi. Bankaþjónusta hefur gerbreyst, Uber hefur haft þau áhrif að starfsumhverfi leigubílstjóra tók stakkaskiptum og það heyrir til undantekninga ef manneskja af holdi og blóði afgreiðir þig í verslun með matvöru. Fjölmiðlar líkt og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga fyrirtæki sín að breyttum heimi. Pólítíkin á ekki að standa í stafni slíkrar frumkvöðlastarfsemi. Hlutverk stjórnmálanna er að búa svo um hnútana að eðlileg flóra fjölmiðla geti þrifist og að þau séu ekki beinlínis fyrir. Á hinu pólítíska sviði er það einkum tvennt sem stendur því fyrir þrifum að fjölmiðlafyrirtæki með framtíðarsýn geti siglt báruna - þótt gefi á bátinn - og vonandi endað í höfn. Annars vegar er það vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hins vegar sú staðreynd að ógrynni auglýsingafjár frá íslenskum fyrirtækjum rennur úr landi til erlendra fyrirtækja og streymisveitna. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Ráðherrar málaflokksins, hver á fætur öðrum, hafa stigið fram og lýst yfir þungum áhyggjum. Síðan hefur hver bútasaumslausnin rekið aðra undanfarinn áratug eða svo. Nú síðast, hundruð milljóna greiðslur á ári úr ríkissjóði sem hafa svo gott sem ekkert að segja um stóru myndina. Svo er skipuð nefnd. Og nefnd um þá nefnd. Fjölmiðlamarkaðurinn liggur nokkurn veginn svona. Hér á landi eru starfræktir tveir, stórir einkareknir miðlar. Þeir eru undir merkjum Sýnar annars vegar og Árvakurs hins vegar. Ölmusa úr ríkissjóði hefur engin teljandi áhrif á þessa miðla. Fjölmiðlastyrknum var ætlað að halda úti hinum minni miðlum. Það hefur algerlega mistekist miðað við hversu margir hafa horfið á braut á eingöngu fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er sú að ef það er yfir höfuð áhugi á því meðal valdhafa að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur undir lýðræðislega og fjölbreytta umræðu er löngu kominn tími á að líta málið raunsæjum augum. Annars vegar þarf að taka ríflegt gjald af þeim erlendu fyrirtækjum sem selja auglýsingar hér á landi fyrir marga milljarða á ári skattfrjálst. Hins vegar þarf að fjarlægja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera eðlilega hagræðingarkröfu á stofnunina svo jafna megi samkeppnisgrundvöllinn. Það þarf að slá í klárinn. Á meðan stjórnmálin gaufast áfram verður framhald á atgervisflótta úr blaðamannastétt, dýrmæt vörumerki tapast og verðmætur tími sem ætti að nýta til framþróunar glatast. Eftir því sem málið dregst á langinn eiga íslensk fjölmiðlafyrirtæki enn lengra í land til að snúa vörn í sókn. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika. Sum hafa það ekki af, líkt og örlög Fréttablaðsins bera glöggt vitni um. En fjölmiðlar eru ekki einir um að þurfa að finna frumlegar leiðir til að fóta sig í breyttum veruleika á tækniöld. Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna sambærileg dæmi. Bankaþjónusta hefur gerbreyst, Uber hefur haft þau áhrif að starfsumhverfi leigubílstjóra tók stakkaskiptum og það heyrir til undantekninga ef manneskja af holdi og blóði afgreiðir þig í verslun með matvöru. Fjölmiðlar líkt og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga fyrirtæki sín að breyttum heimi. Pólítíkin á ekki að standa í stafni slíkrar frumkvöðlastarfsemi. Hlutverk stjórnmálanna er að búa svo um hnútana að eðlileg flóra fjölmiðla geti þrifist og að þau séu ekki beinlínis fyrir. Á hinu pólítíska sviði er það einkum tvennt sem stendur því fyrir þrifum að fjölmiðlafyrirtæki með framtíðarsýn geti siglt báruna - þótt gefi á bátinn - og vonandi endað í höfn. Annars vegar er það vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hins vegar sú staðreynd að ógrynni auglýsingafjár frá íslenskum fyrirtækjum rennur úr landi til erlendra fyrirtækja og streymisveitna. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Ráðherrar málaflokksins, hver á fætur öðrum, hafa stigið fram og lýst yfir þungum áhyggjum. Síðan hefur hver bútasaumslausnin rekið aðra undanfarinn áratug eða svo. Nú síðast, hundruð milljóna greiðslur á ári úr ríkissjóði sem hafa svo gott sem ekkert að segja um stóru myndina. Svo er skipuð nefnd. Og nefnd um þá nefnd. Fjölmiðlamarkaðurinn liggur nokkurn veginn svona. Hér á landi eru starfræktir tveir, stórir einkareknir miðlar. Þeir eru undir merkjum Sýnar annars vegar og Árvakurs hins vegar. Ölmusa úr ríkissjóði hefur engin teljandi áhrif á þessa miðla. Fjölmiðlastyrknum var ætlað að halda úti hinum minni miðlum. Það hefur algerlega mistekist miðað við hversu margir hafa horfið á braut á eingöngu fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er sú að ef það er yfir höfuð áhugi á því meðal valdhafa að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur undir lýðræðislega og fjölbreytta umræðu er löngu kominn tími á að líta málið raunsæjum augum. Annars vegar þarf að taka ríflegt gjald af þeim erlendu fyrirtækjum sem selja auglýsingar hér á landi fyrir marga milljarða á ári skattfrjálst. Hins vegar þarf að fjarlægja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera eðlilega hagræðingarkröfu á stofnunina svo jafna megi samkeppnisgrundvöllinn. Það þarf að slá í klárinn. Á meðan stjórnmálin gaufast áfram verður framhald á atgervisflótta úr blaðamannastétt, dýrmæt vörumerki tapast og verðmætur tími sem ætti að nýta til framþróunar glatast. Eftir því sem málið dregst á langinn eiga íslensk fjölmiðlafyrirtæki enn lengra í land til að snúa vörn í sókn. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar