Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík – Keflavík 44-79 | Sendu Íslandsmeistarana í sumarfrí og flugu inn í úrslitin Jakob Snævar Ólafsson skrifar 13. apríl 2023 19:50 Daniela Wallen Morillo [nr. 6] var frábær í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fyrr í kvöld fór fram fjórði leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar kvenna. Um var að ræða heimaleik Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni. Keflavík hafði forystu í einvíginu með tvo vinninga gegn einum og gat tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri. Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann stóran sigur í leiknum 44-79 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn, Njarðvík skoraði fyrstu stig leiksins og virtist ætla að selja sig dýrt. Gestirnir virtust ætla að lenda í töluverðum erfiðleikum. Keflavík tók sig hins vegar fljótlega saman í andlitinu og setti sína eiturhörðu vörn í gang af fullum krafti. Eins og áður í vetur áttu Njarðvíkingar í erfiðleikum með þessa vörn gestanna og fóru að missa boltann í auknum mæli og hitta verr úr sínum skotum. Keflavík náði yfirhöndinnni og leiddi að fyrsta leikhluta loknum 16-25. Í öðrum leikhluta tók ekkert betra við hjá heimakonum. Þeim gekk ennþá illa að koma góðum skotum á körfuna og misstu boltann of oft. Undir forystu Daniela Wallen og Karina Konstantinova, sem skoruðu samanlagt 26 stig í fyrri hálfleik, héldu Keflvíkingar til búningsklefa síns með örugga forystu 28-50. Karina Denislavova Konstantinova á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar voru lengi í sínum búningsklefa í hálfleik. Í þriðja leikhluta gekk þeim betur að halda aftur af sóknarleik Keflvíkinga en sóknarleikur heimakvenna batnaði ekki neitt. Oft sáust góðir samleikskaflar hjá Njarðvíkingum en það vantaði að reka endahnútinn á sóknirnar. Stigamunurinn óx enn og í lok þriðja leikhluta var staðan 36-64 fyrir Keflavík. Fjórði leikhluti var formsatriði. Njarðvík virtist búið að gefa upp vonina og allir leikmenn á varamannabekkjum beggja liða fengu að spreyta sig. Keflvíkingar bættu enn í og í lok leiks höfðu allir leikmenn liðsins náð að skora stig. Úrslitin 44-79 fyrir Keflavík. Af hverju vann Keflavík? Það var meiri orka, kraftur og sjálfstraust í Keflavíkurliðinu. Njarðvík réð eins og áður í vetur nákvæmlega ekkert við vörn Keflavíkur. Keflavíkurkonur nýttu sér vel tapaða bolta Njarðvíkinga og keyrðu í mörg hraðaupphlaup sem enduðu vel. Keflavík átti teiginn, tóku fleiri fráköst og skoruðu meira undir körfunni. Það væri hægt að tiltaka fleiri atriði en Keflavík vann einfaldlega leikinn af því að þær voru miklu betri Hverjar stóðu upp úr? Eins og áður sagði skoruðu allir leikmenn Keflavíkur í leiknum. Daniela Wallen stóð helst upp úr. Hún skoraði nítján stig, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Karina Konstantinova kom næst henni með þrettán stig og sex stoðsendingar. Hvað gekk illa? Í raun gekk allt illa hjá Njarðvík en þó mest að koma boltanum ofan í körfu Keflvíkinga. Njarðvík hélt í við gestana í blábyrjun en um leið og Keflavík náði áhlaupi og byrjaði að auka stigamuninn þvarr öll trú heimakvenna. Það var einfaldlega of mikið áfall fyrir Njarðvík að missa leiðtoga sinn, Aliyah Collier. Liðsfélagar hennar trúðu að lokum einfaldlega ekki að hægt væri að vinna án stigahæsta leikmanns liðsins í vetur. Hvað gerist næst? Keflavík mætir Val eða Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Njarðvíkingar hafa lokið keppni að þessu sinni og geta ekki gert annað en að horfa til næstu leiktíðar. „Við réðumst á það sem við ætluðum að ráðast á“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki beinlínis skælbrosandi í lok leiks en ánægður.Vísir/Hulda Margrét „Mjög sáttur. Það var góður fókus hjá öllum og mikil ákveðni. Allt sem ég bað um fyrir leik.“ Það sem fór einna helst úrskeiðis í leiknum hjá Keflavík var að miðherjinn Birna Valgerður Benónýsdóttir þurfti að fara út af í seinni hálfleik og kom ekki aftur inn á völlinn eftir að hafa hvílt stóran hluta fyrri hálfleiks vegna villuvandræða. Óljóst er á þessari stundu hvað amaði að henni. „Auðvitað vill maður halda öllum heilum og allt það en það kom eitthvað fyrir Birnu. Ég veit ekki alveg hvað það var. Hún fékk þannig tilfinningu að það væri að fara að líða yfir hana. Það var óþægilegt en körfuboltalega séð var þetta virkilega vel spilaður leikur hjá okkur. Við réðumst á það sem við ætluðum að ráðast á og stelpurnar eiga skilið hrós.“ Hörður var með það á hreinu hvaða lærdóm hans leikmenn þurfa að draga af þessu einvígi gegn Njarðvík áður en kemur að úrslitunum. „Ég vil laga það að fara ekki of hátt eftir einn sigur. Við þurfum að læra af því hvernig við komum inn í leik tvö. Eftir það voru síðustu tveir leikir fagmannlega unnir. Við þurfum að passa okkur að halda fókus á það sem við viljum gera.“ Hörður vildi halda áfram að fá framlag frá öllum leikmönnum í úrslitaeinvíginu. „Það eru margar að leggja í púkkið í hverjum leik. Það hefur verið mismunandi. Það þarf að halda áfram. Það er mikil liðsheild sem Keflavík stendur fyrir kvenna meginn.“ Hörður er ánægður með þá vinnu sem leikmenn hafa lagt á sig í vetur við æfingar og leiki. „Við erum í hörkuformi og á sama tíma er allt orðið ansi slípað hjá okkur sóknarlega og varnarlega. Við erum þar sem við viljum vera.“ Framundan hjá Keflavík er úrslitaeinvígið gegn Val eða Haukum. Hörður vill ekkert frekar mæta Haukum þótt að Keflavík hafi gengið betur gegn þeim en Val í deildinni í vetur. „Þegar er komið í úrslit þá skiptir ekki máli hvernig hefur farið fyrr í vetur. Bæði Haukar og Valur eru hörkulið sem við þurfum að fara vel yfir. Heilt yfir eru þetta þrjú bestu liðin sem eftir eru.“ „Kjarninn er hérna ennþá“ Anna Ingunn Svansdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Daniela Wallen Morillo.Vísir/Hulda Margrét Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var mjög ánægð með að vera komin í úrslitaeinvígið. „Við settum okkur markmið í byrjun tímabilsins og við erum komnar einu skrefi nær. Við erum bara mjög spenntar.“ Katla sagði að Keflavíkurliðið hefði undirbúið sig vel fyrir undanúrslitin og viðureignina gegn Njarðvík. „Við fylgdum vel varnarplani og leikirnir fóru eftir því svolítið.“ Þar sem Haukar og Valur munu mætast í oddaleik um að mæta Keflavík í úrslitum gerði Katla ráð fyrir að það færi eftir hvort liðið verður andstæðingurinn hvaða taktík Keflavíkurliðið myndi fylgja. „Við þurfum bara að sjá til hver leikáætlunin verður í úrslitunum.“ Keflavíkurliðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Liðið fékk liðsstyrk fyrir þessa leiktíð og hélt flestum leikmönnum frá þeirri síðustu. Katla vill einnig meina að margir leikmenn liðsins hafi bætt sig og það eigi ekki síðri þátt í þessum framförum Keflavíkur. „Þetta er fyrsta tímabilið sem við erum að halda öllum hópnum og bara bæta við ólíkt því sem hefur verið síðustu ár. Kjarninn er hérna ennþá. Við erum allar orðnar árinu eldri, fleiri farnar að taka ábyrgð og liðið er að spila í samræmi við það.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Fyrr í kvöld fór fram fjórði leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar kvenna. Um var að ræða heimaleik Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni. Keflavík hafði forystu í einvíginu með tvo vinninga gegn einum og gat tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri. Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann stóran sigur í leiknum 44-79 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn, Njarðvík skoraði fyrstu stig leiksins og virtist ætla að selja sig dýrt. Gestirnir virtust ætla að lenda í töluverðum erfiðleikum. Keflavík tók sig hins vegar fljótlega saman í andlitinu og setti sína eiturhörðu vörn í gang af fullum krafti. Eins og áður í vetur áttu Njarðvíkingar í erfiðleikum með þessa vörn gestanna og fóru að missa boltann í auknum mæli og hitta verr úr sínum skotum. Keflavík náði yfirhöndinnni og leiddi að fyrsta leikhluta loknum 16-25. Í öðrum leikhluta tók ekkert betra við hjá heimakonum. Þeim gekk ennþá illa að koma góðum skotum á körfuna og misstu boltann of oft. Undir forystu Daniela Wallen og Karina Konstantinova, sem skoruðu samanlagt 26 stig í fyrri hálfleik, héldu Keflvíkingar til búningsklefa síns með örugga forystu 28-50. Karina Denislavova Konstantinova á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar voru lengi í sínum búningsklefa í hálfleik. Í þriðja leikhluta gekk þeim betur að halda aftur af sóknarleik Keflvíkinga en sóknarleikur heimakvenna batnaði ekki neitt. Oft sáust góðir samleikskaflar hjá Njarðvíkingum en það vantaði að reka endahnútinn á sóknirnar. Stigamunurinn óx enn og í lok þriðja leikhluta var staðan 36-64 fyrir Keflavík. Fjórði leikhluti var formsatriði. Njarðvík virtist búið að gefa upp vonina og allir leikmenn á varamannabekkjum beggja liða fengu að spreyta sig. Keflvíkingar bættu enn í og í lok leiks höfðu allir leikmenn liðsins náð að skora stig. Úrslitin 44-79 fyrir Keflavík. Af hverju vann Keflavík? Það var meiri orka, kraftur og sjálfstraust í Keflavíkurliðinu. Njarðvík réð eins og áður í vetur nákvæmlega ekkert við vörn Keflavíkur. Keflavíkurkonur nýttu sér vel tapaða bolta Njarðvíkinga og keyrðu í mörg hraðaupphlaup sem enduðu vel. Keflavík átti teiginn, tóku fleiri fráköst og skoruðu meira undir körfunni. Það væri hægt að tiltaka fleiri atriði en Keflavík vann einfaldlega leikinn af því að þær voru miklu betri Hverjar stóðu upp úr? Eins og áður sagði skoruðu allir leikmenn Keflavíkur í leiknum. Daniela Wallen stóð helst upp úr. Hún skoraði nítján stig, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Karina Konstantinova kom næst henni með þrettán stig og sex stoðsendingar. Hvað gekk illa? Í raun gekk allt illa hjá Njarðvík en þó mest að koma boltanum ofan í körfu Keflvíkinga. Njarðvík hélt í við gestana í blábyrjun en um leið og Keflavík náði áhlaupi og byrjaði að auka stigamuninn þvarr öll trú heimakvenna. Það var einfaldlega of mikið áfall fyrir Njarðvík að missa leiðtoga sinn, Aliyah Collier. Liðsfélagar hennar trúðu að lokum einfaldlega ekki að hægt væri að vinna án stigahæsta leikmanns liðsins í vetur. Hvað gerist næst? Keflavík mætir Val eða Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Njarðvíkingar hafa lokið keppni að þessu sinni og geta ekki gert annað en að horfa til næstu leiktíðar. „Við réðumst á það sem við ætluðum að ráðast á“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki beinlínis skælbrosandi í lok leiks en ánægður.Vísir/Hulda Margrét „Mjög sáttur. Það var góður fókus hjá öllum og mikil ákveðni. Allt sem ég bað um fyrir leik.“ Það sem fór einna helst úrskeiðis í leiknum hjá Keflavík var að miðherjinn Birna Valgerður Benónýsdóttir þurfti að fara út af í seinni hálfleik og kom ekki aftur inn á völlinn eftir að hafa hvílt stóran hluta fyrri hálfleiks vegna villuvandræða. Óljóst er á þessari stundu hvað amaði að henni. „Auðvitað vill maður halda öllum heilum og allt það en það kom eitthvað fyrir Birnu. Ég veit ekki alveg hvað það var. Hún fékk þannig tilfinningu að það væri að fara að líða yfir hana. Það var óþægilegt en körfuboltalega séð var þetta virkilega vel spilaður leikur hjá okkur. Við réðumst á það sem við ætluðum að ráðast á og stelpurnar eiga skilið hrós.“ Hörður var með það á hreinu hvaða lærdóm hans leikmenn þurfa að draga af þessu einvígi gegn Njarðvík áður en kemur að úrslitunum. „Ég vil laga það að fara ekki of hátt eftir einn sigur. Við þurfum að læra af því hvernig við komum inn í leik tvö. Eftir það voru síðustu tveir leikir fagmannlega unnir. Við þurfum að passa okkur að halda fókus á það sem við viljum gera.“ Hörður vildi halda áfram að fá framlag frá öllum leikmönnum í úrslitaeinvíginu. „Það eru margar að leggja í púkkið í hverjum leik. Það hefur verið mismunandi. Það þarf að halda áfram. Það er mikil liðsheild sem Keflavík stendur fyrir kvenna meginn.“ Hörður er ánægður með þá vinnu sem leikmenn hafa lagt á sig í vetur við æfingar og leiki. „Við erum í hörkuformi og á sama tíma er allt orðið ansi slípað hjá okkur sóknarlega og varnarlega. Við erum þar sem við viljum vera.“ Framundan hjá Keflavík er úrslitaeinvígið gegn Val eða Haukum. Hörður vill ekkert frekar mæta Haukum þótt að Keflavík hafi gengið betur gegn þeim en Val í deildinni í vetur. „Þegar er komið í úrslit þá skiptir ekki máli hvernig hefur farið fyrr í vetur. Bæði Haukar og Valur eru hörkulið sem við þurfum að fara vel yfir. Heilt yfir eru þetta þrjú bestu liðin sem eftir eru.“ „Kjarninn er hérna ennþá“ Anna Ingunn Svansdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Daniela Wallen Morillo.Vísir/Hulda Margrét Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var mjög ánægð með að vera komin í úrslitaeinvígið. „Við settum okkur markmið í byrjun tímabilsins og við erum komnar einu skrefi nær. Við erum bara mjög spenntar.“ Katla sagði að Keflavíkurliðið hefði undirbúið sig vel fyrir undanúrslitin og viðureignina gegn Njarðvík. „Við fylgdum vel varnarplani og leikirnir fóru eftir því svolítið.“ Þar sem Haukar og Valur munu mætast í oddaleik um að mæta Keflavík í úrslitum gerði Katla ráð fyrir að það færi eftir hvort liðið verður andstæðingurinn hvaða taktík Keflavíkurliðið myndi fylgja. „Við þurfum bara að sjá til hver leikáætlunin verður í úrslitunum.“ Keflavíkurliðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Liðið fékk liðsstyrk fyrir þessa leiktíð og hélt flestum leikmönnum frá þeirri síðustu. Katla vill einnig meina að margir leikmenn liðsins hafi bætt sig og það eigi ekki síðri þátt í þessum framförum Keflavíkur. „Þetta er fyrsta tímabilið sem við erum að halda öllum hópnum og bara bæta við ólíkt því sem hefur verið síðustu ár. Kjarninn er hérna ennþá. Við erum allar orðnar árinu eldri, fleiri farnar að taka ábyrgð og liðið er að spila í samræmi við það.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum