Fótbolti

Þjálfari Ronaldos rekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rudi Garcia er ekki lengur þjálfari Cristianos Ronaldo og félaga hjá Al Nassr.
Rudi Garcia er ekki lengur þjálfari Cristianos Ronaldo og félaga hjá Al Nassr. getty/Yasser Bakhsh

Rudi Garcia hefur verið rekinn þjálfari Al Nassr í Sádí-Arabíu. Langskærasta stjarna liðsins er Cristiano Ronaldo.

Al Nassr er í 2. sæti sádí-arabísku úrvalsdeildarinnar með 53 stig, þremur stigum á eftir toppliði Al Ittihad. Garcia stýrði Al Nassr í síðasta sinn í markalausu jafntefli gegn Al Feiha á sunnudaginn.

Garcia tók við Al Nassr í lok júní í fyrra. Hann stýrði liðinu í 26 leikjum; átján unnust, fimm enduðu með jafntefli og aðeins þrír töpuðust.

Ronaldo gekk í raðir Al Nassr um áramótin. Talið er að hann hafi ekki verið sáttur með Garcia og það er eflaust stór ástæða fyrir því að hann er hættur.

Garcia gerði Lille að frönskum meisturum 2011. Hann hefur einnig stýrt Saint-Étienne, Dijon, Le Mans, Marseille og Lyon og Roma á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×