Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 15:41 Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður Lindarhvols og ríkisins í málinu. Vilhelm Gunnarsson Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. Samkvæmt tilkynningu Frigusar telja forsvarsmenn félagsins alvarlega annmarka hafa verið á söluferli Lindarhvols á hlutafé og nauðsamningskröfu í Klakka ehf í október árið 2016. Segir að þetta hafi komið berlega í ljós í aðalmeðferð málsins þegar skýrslutökurnar fóru fram. „Forsvarsmönnum Frigusar þykir miður að héraðsdómur hafi ekki tekið tillit til sjónarmiða og röksemda félagsins er að þessu lúta. Að mati Frigusar er nauðsynlegt að Landsréttur leysi úr málinu, meðal annars í ljósi mikilvægis þess og fordæmisgildis enda liggur fyrir að stjórn og ráðgjafar Lindarhvols ehf. höfðu með höndum sölu á afar verðmætum ríkiseignum,“ segir í tilkynningunni. Einnig að enn gæti óskiljanlegrar tregðu hjá forseta Alþingis, stjórnvöldum og ríkisendurskoðanda við að afhenda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols. „Þar kunna að vera upplýsingar sem styrktu málstað Frigusar ehf. fyrir dómi. Vegna alls þessa telja forsvarsmenn félagsins óhjákvæmilegt annað en að fá úrlausn æðra dómsvalds í málinu,“ segja forsvarsmennirnir. Krefjast 650 milljóna Frigus krafðist 650 milljón króna í skaðabætur frá Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Upphæðin nemur þeim hagnaði sem Frigus hefði notið ef tilboði Kviku banka fyrir hönd Frigusar hefði verið tekið. Þann 29. september auglýsti Lindarhvoll til sölu hlutafé í Klakka og aðrar eignir. Forsvarsmenn Frigusar telja að upplýsingagjöf í aðdraganda sölunnar hafi verið afar ábótavant og engin leið að átta sig á verðmæti Klakka. Kvika, BLM fjárfestingar og Ásaflöt buðu í eignirnar en stjórnarmaður BLM var jafn framt forstjóri Klakka og stjórnendur Ásaflatar voru stjórnarmenn í Klakka. Aðeins munaði 4 milljónum á boðunum. Tilboð Frigusar var 501 milljón króna en BLM 505 milljónir og Ásaflatar 502. Samið var við BLM. Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Tengdar fréttir Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. 17. mars 2023 11:04 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu Frigusar telja forsvarsmenn félagsins alvarlega annmarka hafa verið á söluferli Lindarhvols á hlutafé og nauðsamningskröfu í Klakka ehf í október árið 2016. Segir að þetta hafi komið berlega í ljós í aðalmeðferð málsins þegar skýrslutökurnar fóru fram. „Forsvarsmönnum Frigusar þykir miður að héraðsdómur hafi ekki tekið tillit til sjónarmiða og röksemda félagsins er að þessu lúta. Að mati Frigusar er nauðsynlegt að Landsréttur leysi úr málinu, meðal annars í ljósi mikilvægis þess og fordæmisgildis enda liggur fyrir að stjórn og ráðgjafar Lindarhvols ehf. höfðu með höndum sölu á afar verðmætum ríkiseignum,“ segir í tilkynningunni. Einnig að enn gæti óskiljanlegrar tregðu hjá forseta Alþingis, stjórnvöldum og ríkisendurskoðanda við að afhenda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols. „Þar kunna að vera upplýsingar sem styrktu málstað Frigusar ehf. fyrir dómi. Vegna alls þessa telja forsvarsmenn félagsins óhjákvæmilegt annað en að fá úrlausn æðra dómsvalds í málinu,“ segja forsvarsmennirnir. Krefjast 650 milljóna Frigus krafðist 650 milljón króna í skaðabætur frá Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Upphæðin nemur þeim hagnaði sem Frigus hefði notið ef tilboði Kviku banka fyrir hönd Frigusar hefði verið tekið. Þann 29. september auglýsti Lindarhvoll til sölu hlutafé í Klakka og aðrar eignir. Forsvarsmenn Frigusar telja að upplýsingagjöf í aðdraganda sölunnar hafi verið afar ábótavant og engin leið að átta sig á verðmæti Klakka. Kvika, BLM fjárfestingar og Ásaflöt buðu í eignirnar en stjórnarmaður BLM var jafn framt forstjóri Klakka og stjórnendur Ásaflatar voru stjórnarmenn í Klakka. Aðeins munaði 4 milljónum á boðunum. Tilboð Frigusar var 501 milljón króna en BLM 505 milljónir og Ásaflatar 502. Samið var við BLM.
Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Tengdar fréttir Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. 17. mars 2023 11:04 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15
Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. 17. mars 2023 11:04