Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 23:04 Clarence Thomas og milljarðamæringurinn Harlan Crow eru gamlir vinir. Dómarinn hefur þegið nær árlegar lúxusferðir frá vini sínum sem hann hefur aldrei gert grein fyrir. AP/J. Scott Applewhite Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica greindu nýlega frá fjölda lúxusferða sem Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefur þegið frá Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas sem hefur styrkt Repúblikanaflokkinn um árabil. Thomas og Crow eru vinir og skráði dómarinn ferðirnar, sem Crow greiddi fyrir, ekki í hagsmunaskráningu sína. Bar hann því við að hann hafi aðeins notið „gestrisni“ vinar síns og honum hafi ekki borið að skrá það. Thomas og eiginkona hans hafa þegið ferðir frá Crow á næstum hverju ári undanfarna tvo áratugi. Nú greinir sami miðill frá því að Crow hafi keypt tvær auðar lóðir og hús móður Thomas í Georgíu af dómaranum. Thomas gat viðskiptanna heldur ekki hagsmunaskráningu sinni. Pro Publica segir þetta fyrsta staðfesta dæmið um að Thomas hafi tekið beint við fé frá Crow. Lét strax gera upp hús móður dómarans Opinber gögn sýna að félag í eigu Crow greiddi Thomas, móður hans og fjölskyldu látins bróður dómarans rúmlega 133.000 dollara, jafnvirði rúmlega átján milljóna íslenskra króna, árið 2014. Skömmu eftir viðskiptin lét Crow gera upp hús móður Thomas fyrir tugi þúsunda dollara, milljónir íslenskra króna. Samkvæmt lögum bar Thomas að gera grein fyrir viðskiptunum en það gerði hann aldrei. Sérfræðingar sem Pro Publica ræddi við telja að Thomas hafi þannig brotið lög. Thomas svaraði ekki spurningum miðilsins vegna umfjöllunarinnar. Crow svaraði heldur ekki spurningum miðilsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist meðal annars ætla að breyta húsi móður Thomas í safn til að segja sögu dómarans. NEW: Billionaire Harlan Crow bought property from Clarence Thomas in undisclosed real estate deal.Crow netted two vacant lots and the house where Thomas elderly mother was living. It s unclear if he paid fair market value.https://t.co/j9byPGpUnIw/ @js_kaplan @Amierjeski— Justin Elliott (@JustinElliott) April 13, 2023 Öldungadeildarþingmenn demókrata hafa hvatt John Roberts, forseta hæstaréttar, til þesss að rannsaka boðsferðir Thomas með Crow. Samkvæmt umfjöllun Pro Publica hefði ein ferða Thomas með Crow til Indónesíu getað kostað hann um hálfa milljón dollara, hátt í 68 milljónir króna, ef hann hefði þurft að greiða sjálfur fyrir leiguflugvél og snekkju. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica greindu nýlega frá fjölda lúxusferða sem Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefur þegið frá Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas sem hefur styrkt Repúblikanaflokkinn um árabil. Thomas og Crow eru vinir og skráði dómarinn ferðirnar, sem Crow greiddi fyrir, ekki í hagsmunaskráningu sína. Bar hann því við að hann hafi aðeins notið „gestrisni“ vinar síns og honum hafi ekki borið að skrá það. Thomas og eiginkona hans hafa þegið ferðir frá Crow á næstum hverju ári undanfarna tvo áratugi. Nú greinir sami miðill frá því að Crow hafi keypt tvær auðar lóðir og hús móður Thomas í Georgíu af dómaranum. Thomas gat viðskiptanna heldur ekki hagsmunaskráningu sinni. Pro Publica segir þetta fyrsta staðfesta dæmið um að Thomas hafi tekið beint við fé frá Crow. Lét strax gera upp hús móður dómarans Opinber gögn sýna að félag í eigu Crow greiddi Thomas, móður hans og fjölskyldu látins bróður dómarans rúmlega 133.000 dollara, jafnvirði rúmlega átján milljóna íslenskra króna, árið 2014. Skömmu eftir viðskiptin lét Crow gera upp hús móður Thomas fyrir tugi þúsunda dollara, milljónir íslenskra króna. Samkvæmt lögum bar Thomas að gera grein fyrir viðskiptunum en það gerði hann aldrei. Sérfræðingar sem Pro Publica ræddi við telja að Thomas hafi þannig brotið lög. Thomas svaraði ekki spurningum miðilsins vegna umfjöllunarinnar. Crow svaraði heldur ekki spurningum miðilsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist meðal annars ætla að breyta húsi móður Thomas í safn til að segja sögu dómarans. NEW: Billionaire Harlan Crow bought property from Clarence Thomas in undisclosed real estate deal.Crow netted two vacant lots and the house where Thomas elderly mother was living. It s unclear if he paid fair market value.https://t.co/j9byPGpUnIw/ @js_kaplan @Amierjeski— Justin Elliott (@JustinElliott) April 13, 2023 Öldungadeildarþingmenn demókrata hafa hvatt John Roberts, forseta hæstaréttar, til þesss að rannsaka boðsferðir Thomas með Crow. Samkvæmt umfjöllun Pro Publica hefði ein ferða Thomas með Crow til Indónesíu getað kostað hann um hálfa milljón dollara, hátt í 68 milljónir króna, ef hann hefði þurft að greiða sjálfur fyrir leiguflugvél og snekkju.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira