Innherji

Al­vot­ech fær enn ekki grænt ljóst frá FDA fyrir sitt stærsta lyf í Banda­ríkjunum

Hörður Ægisson skrifar
Alvotech var skráð á markað í Kauphöllina hér heima og í Bandaríkjunum í júní á síðasta ári. Hlutabréfaverð félagins hefur hækkað um meira en 100 prósent á rúmlega fjórum mánuðum.
Alvotech var skráð á markað í Kauphöllina hér heima og í Bandaríkjunum í júní á síðasta ári. Hlutabréfaverð félagins hefur hækkað um meira en 100 prósent á rúmlega fjórum mánuðum. Vísir/Vilhelm

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segist ekki geta veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, þar til búið sé að bregðast „með fullnægjandi hætti“ við ábendingum sem FDA gerði í kjölfar úttektar á framleiðsluaðstöðu íslenska fyrirtækisins sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Áform félagsins hafa gert ráð fyrir að hefja sölu á lyfinu vestanhafs um mitt þetta ár í samstarfi við Teva en hlutabréfaverð alþjóðlega lyfjarisans hefur lækkað um rúmlega 9 prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum eftir að greint var frá athugasemdum FDA.


Tengdar fréttir

Á annan tug einka­fjár­­festa keyptu breytan­­leg skulda­bréf á Al­vot­ech

Vel yfir tuttugu fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, komu að kaupum á breytanlegum skuldabréfum upp á samtals um tíu milljarða sem Alvotech gaf út undir lok síðasta árs en innlendir einkafjárfestar voru um helmingurinn af þeim fjölda, samkvæmt gögnum um þátttakendur í útboðinu. Skuldabréfunum, sem bera 12,5 til 15 prósenta vexti á ársgrundvelli, má breyta yfir í almenn hlutabréf í árslok 2023 á genginu 10 Bandaríkjadalir á hlut en markaðsgengið er nú um 40 prósentum hærra, eða rúmlega 14 dalir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×