Lífið

Haraldur fær draum sinn upp­fylltan og leikur í kvik­mynd

Atli Ísleifsson skrifar
Haraldur Ingi Þorleifsson hefur reglulega ratað í fréttirnar, bæði hérlendis og erlendis, á síðustu vikum og mánuðum.
Haraldur Ingi Þorleifsson hefur reglulega ratað í fréttirnar, bæði hérlendis og erlendis, á síðustu vikum og mánuðum. Vísir/Vilhelm

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku.

Haraldur greinir frá þessu í færslu á Twitter í nótt. Þar segir hann frá því að fyrir nokkrum mánuðum hafi hann sagt frá því í færslu að hann dreymdi um að leika í kvikmynd.

„Í næstu viku mæti ég í tökur á Warner Bros-kvikmynd. Lífið er undarlegt,“ segir Haraldur í færslunni.

Hann greinir ekki frá því hvaða kvikmynd um ræðir eða eðli hlutverksins.

Haraldur hefur mikið verið í fréttum síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna deilna sinna við Elon Musk, eiganda Twitter, eftir að Haraldi var sagt upp hjá miðlinum. Þeim samskiptum lauk með að Musk bað Harald afsökunar á nokkrum færslum sem hann hafði skrifað.

Haraldur vakti sömuleiðis athygli á dögunum þegar hann gaf út tónlistarmyndband við lag sitt Almost over you undir listamannsnafninu Önnu Jónu son.

Ekki náðist í Harald við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Haraldur gefur út tón­listar­mynd­band

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 

Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter.

Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar

Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×