Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2023 10:33 Qin Gang, utanríkisráðherra Kína. AP/Suo Takekuma Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Hersveitir Rússa í Úkraínu eru sagðar eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja, eins og Úkraínumenn, og myndi sala Kínverja á slíkum skotfærum til Rússa hafa mikil áhrif á stríðsrekstur þeirra. Rússar hafa verið beittir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar og sagði Qin að Kínverjar myndu einnig fylgjast með útflutningi vara sem hægt sé að nota í hernaði. Samkvæmt AP fréttaveitunni er Qin Gang hæst setti kínverski embættismaðurinn hingað til sem segir að Kínverjar muni ekki selja Rússum vopn. Þetta sagði hann á blaðamannafundi með Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. Á sama fundi gagnrýndi Qin yfirvöld í Taívan harðlega og sakaði þau um að bera ábyrgð á aukinni spennu við Taívan-sund en Kínverjar, sem gera tilkall til Taívans, hafa haldið umfangsmiklar heræfingar þar á undanförnum dögum. Sjá einnig: Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Vilja að Kínverjar þrýsti á Pútín Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í febrúar að Bandaríkjamenn hefðu upplýsingar um að yfirvöld í Kína væru að íhuga að selja Rússum vopn og skotfæri og varaði hann við því að slík sala yrði alvarlegt vandamál. Evrópskir leiðtogar hafa tekið undir það og þeirra á meðal er Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum Evrópusambandsins. Hann sagði stuðning Kínverja við innrás Rússa fara gegn skuldbindingum Kína gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands.AP/Suo Takekuma Baerbock sló á svipaða strengi í morgun og sagði að sem fastameðlimur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ættu Kínverjar að reyna að binda enda á stríðið. Hún sagðist velta vöngum yfir því af hverju ráðamenn í Kína hefðu ekki kallað eftir því að Rússar hættu stríðsrekstri sínum í Úkraínu. „Við vitum öll að Pútín forseti [Vladimír Pútin, forseti Rússlands] gæti gert það hvenær sem er og að fólkið í Úkraínu vill ekkert meira en að lifa við frið á nýjan leik,“ sagði Baerbock. Varnarmálaráðherra á leið til Rússlands Xi Jinping, forseti Kína, ferðaðist í síðasta mánuði til Rússlands þar sem hann fundaði með Pútín. Leiðtogarnir funduðu lengi en ekki hefur komið fram hvort þeir ræddu um mögulega hernaðaraðstoð. Sjá einnig: Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Þá mun Li Shangfu, nýr varnarmálaráðherra Kína, ferðast til Rússlands, á næstu dögum þar sem hann mun verja fjórum dögum í fundi með Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Li var skipaður varnarmálaráðherra á sunnudaginn en hann hefur verið beittur refsiaðgerðum af Bandaríkjunum fyrir að kaupa vopna frá Rússlandi. Samkvæmt RIA fréttaveitunni munu ráðherrarnir meðal annars heimsækja rússneska herskóla og ræða við leiðtoga rússneska hersins. Þá hefur fréttaveitan eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Kína að heimsóknin muni bæta samstarf ríkjanna. Kína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. 1. apríl 2023 11:06 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Hersveitir Rússa í Úkraínu eru sagðar eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja, eins og Úkraínumenn, og myndi sala Kínverja á slíkum skotfærum til Rússa hafa mikil áhrif á stríðsrekstur þeirra. Rússar hafa verið beittir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar og sagði Qin að Kínverjar myndu einnig fylgjast með útflutningi vara sem hægt sé að nota í hernaði. Samkvæmt AP fréttaveitunni er Qin Gang hæst setti kínverski embættismaðurinn hingað til sem segir að Kínverjar muni ekki selja Rússum vopn. Þetta sagði hann á blaðamannafundi með Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. Á sama fundi gagnrýndi Qin yfirvöld í Taívan harðlega og sakaði þau um að bera ábyrgð á aukinni spennu við Taívan-sund en Kínverjar, sem gera tilkall til Taívans, hafa haldið umfangsmiklar heræfingar þar á undanförnum dögum. Sjá einnig: Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Vilja að Kínverjar þrýsti á Pútín Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í febrúar að Bandaríkjamenn hefðu upplýsingar um að yfirvöld í Kína væru að íhuga að selja Rússum vopn og skotfæri og varaði hann við því að slík sala yrði alvarlegt vandamál. Evrópskir leiðtogar hafa tekið undir það og þeirra á meðal er Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum Evrópusambandsins. Hann sagði stuðning Kínverja við innrás Rússa fara gegn skuldbindingum Kína gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands.AP/Suo Takekuma Baerbock sló á svipaða strengi í morgun og sagði að sem fastameðlimur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ættu Kínverjar að reyna að binda enda á stríðið. Hún sagðist velta vöngum yfir því af hverju ráðamenn í Kína hefðu ekki kallað eftir því að Rússar hættu stríðsrekstri sínum í Úkraínu. „Við vitum öll að Pútín forseti [Vladimír Pútin, forseti Rússlands] gæti gert það hvenær sem er og að fólkið í Úkraínu vill ekkert meira en að lifa við frið á nýjan leik,“ sagði Baerbock. Varnarmálaráðherra á leið til Rússlands Xi Jinping, forseti Kína, ferðaðist í síðasta mánuði til Rússlands þar sem hann fundaði með Pútín. Leiðtogarnir funduðu lengi en ekki hefur komið fram hvort þeir ræddu um mögulega hernaðaraðstoð. Sjá einnig: Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Þá mun Li Shangfu, nýr varnarmálaráðherra Kína, ferðast til Rússlands, á næstu dögum þar sem hann mun verja fjórum dögum í fundi með Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Li var skipaður varnarmálaráðherra á sunnudaginn en hann hefur verið beittur refsiaðgerðum af Bandaríkjunum fyrir að kaupa vopna frá Rússlandi. Samkvæmt RIA fréttaveitunni munu ráðherrarnir meðal annars heimsækja rússneska herskóla og ræða við leiðtoga rússneska hersins. Þá hefur fréttaveitan eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Kína að heimsóknin muni bæta samstarf ríkjanna.
Kína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. 1. apríl 2023 11:06 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. 1. apríl 2023 11:06
Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11
Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent