Hitti Hareide á heimavelli Jón Már Ferro skrifar 14. apríl 2023 16:04 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. vísir/Einar Åge Hareide var fyrsti kostur KSÍ í leit að nýjum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu. „Gríðarlega reynslu fyrst og fremst. Mikill sigurvegari og ef við skoðum ferilinn hans þá hefur hann náð alveg ótrúlegum árangri. Einum besta árangri landsliðsþjálfara í heiminum með að vera ósigraður í gegnum 34 leiki,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, spurð út í hvað KSÍ sér við Åge Hareide, nýráðin landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hún segir viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig. „Nafnið hans kom til okkar úr öllum áttum og við fórum að skoða það. Forvitnuðumst um hvort hann hefði einhvern áhuga. Eftir það fórum við að hitta hann í Osló. Hann sýndi þessu mikinn áhuga. Við vorum mjög heilluð af því sem hann hafði fram að færa. Eftir þetta fórum við að skoða þessi samningamál.“ KSÍ samdi við Hareide út nóvember þegar undankeppni EM klárast en Vanda segir að að möguleiki sé á framlenginu. „Hann sagði í dag að hann ætli með liðið á EM og þá framlengist.“ Hann var fyrsti kostur KSÍ og eini þjálfarinn sem farið var í alvöru viðræður við. Vanda ræddi við fólk sem Hareide hefur starfað með og kollega sína á Norðurlöndum þar sem hann hefur þjálfað. Eftir samræður við Hareide var KSÍ heillað af honum. „Við vissum alveg svo sem hvernig þjálfari hann væri en við fórum ekkert út í 4-3-3 eða eitthvað. Samt sem áður hvernig hann leggur þetta upp, hvernig hann vill vera í samskiptum við leikmenn og hvað honum finnst mikilvægt. Allt þetta vorum við ánægð með.“ Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara Íslands, var ekki sagt upp störfum þegar Arnar Þór var látinn fara. Fær Hareide að ákveða starfslið? „Hann kemur eftir helgi og þá verða fundir. Við erum ekki komin þangað að hann sé með sitt eigið teymi. Eigi að síður vil ég segja að hann verður að fá að velja það sjálfur.“ Vanda gat ekki tjáð sig um hversu mikið kostaði að ráða Hereide. „Allt svona er trúnaður en ég get bara sagt að við erum mjög ánægð með samningin sem við gerðum við hann. Ég er honum líka þakklát fyrir að vera til í að koma og gera sér grein fyrir að við erum minni en margir aðrir staðir sem hann hefur verið á.“ KSÍ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48 Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
„Gríðarlega reynslu fyrst og fremst. Mikill sigurvegari og ef við skoðum ferilinn hans þá hefur hann náð alveg ótrúlegum árangri. Einum besta árangri landsliðsþjálfara í heiminum með að vera ósigraður í gegnum 34 leiki,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, spurð út í hvað KSÍ sér við Åge Hareide, nýráðin landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hún segir viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig. „Nafnið hans kom til okkar úr öllum áttum og við fórum að skoða það. Forvitnuðumst um hvort hann hefði einhvern áhuga. Eftir það fórum við að hitta hann í Osló. Hann sýndi þessu mikinn áhuga. Við vorum mjög heilluð af því sem hann hafði fram að færa. Eftir þetta fórum við að skoða þessi samningamál.“ KSÍ samdi við Hareide út nóvember þegar undankeppni EM klárast en Vanda segir að að möguleiki sé á framlenginu. „Hann sagði í dag að hann ætli með liðið á EM og þá framlengist.“ Hann var fyrsti kostur KSÍ og eini þjálfarinn sem farið var í alvöru viðræður við. Vanda ræddi við fólk sem Hareide hefur starfað með og kollega sína á Norðurlöndum þar sem hann hefur þjálfað. Eftir samræður við Hareide var KSÍ heillað af honum. „Við vissum alveg svo sem hvernig þjálfari hann væri en við fórum ekkert út í 4-3-3 eða eitthvað. Samt sem áður hvernig hann leggur þetta upp, hvernig hann vill vera í samskiptum við leikmenn og hvað honum finnst mikilvægt. Allt þetta vorum við ánægð með.“ Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara Íslands, var ekki sagt upp störfum þegar Arnar Þór var látinn fara. Fær Hareide að ákveða starfslið? „Hann kemur eftir helgi og þá verða fundir. Við erum ekki komin þangað að hann sé með sitt eigið teymi. Eigi að síður vil ég segja að hann verður að fá að velja það sjálfur.“ Vanda gat ekki tjáð sig um hversu mikið kostaði að ráða Hereide. „Allt svona er trúnaður en ég get bara sagt að við erum mjög ánægð með samningin sem við gerðum við hann. Ég er honum líka þakklát fyrir að vera til í að koma og gera sér grein fyrir að við erum minni en margir aðrir staðir sem hann hefur verið á.“
KSÍ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48 Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48
Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti