Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 19:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður mætti í Reykjavík síðdegis í dag til þess að ræða vendingar í máli Gylfa Þórs. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, voru gestir í Reykjavík síðdegis í dag. Þeir ræddu mál Gylfa Þórs, en í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna gruns um kynferðistbrot og að hann væri nú laus allra mála í Bretandi. Hann hefur verið til rannsóknar þar í landi í tæplega tvö ár. Vilhjálmur segir að tíðindi dagsins marki lögfræðileg málalok máls Gylfa Þórs. „Hann hefur auðvitað þurft að þola þetta í allan þennan tíma og ég held að enginn geti sett sig í þau spor nema hann hafi upplifað það sjálfur, það sem Gylfi hefur þurft að ganga í gegnum. En nú liggur niðurstaðan fyrir. Hann er saklaus af þessum ásökunum, lífið getur haldið áfram og ég bara vona að hann nái fyrri takti,“ segir Vilhjálmur. Ekki víst að Gylfi vilji sækja bætur Vilhjálmur segir að Gylfi Þór hljóti að taka það til skoðunar að leita réttar síns vegna málsins en að það sé ekki víst að hann hafi áhuga á því. „Hugsanlega kann það að vera þannig að honum finnist hann bara varið nægum tíma í þessum svipugöngum og vilji bara að setja punktinn. Það er auðvitað eitthvað sem hann þarf að taka ákvörðun um í samráði við sína lögmenn í Englandi.“ Þá segir hann að hefði mál Gylfa komið upp hér á landi og hann hefði þurft að sæta farbanni með þeim hætti sem hann gerði á Englandi, ætti hann skýran og ótvíræðan bótarétt og myndi fá dæmdar bætur. Ekki óþekktur málsmeðferðartími hér á landi Mikla athygli hefur vakið hversu langan tíma tók að rannsaka mál Gylfa Þórs en hann var fyrst handtekinn sumarið 2021. Vilhjálmur segir þó að slíkur málsmeðferðartími sé ekki óþekktur í sams konar málum hér á landi. „Því miður þá höfum við Íslendingar ekki úr háum söðli að detta hvað þetta varðar.“ Hann þekki dæmi þess úr íslenskri réttarsögu að menn sæti farbanni jafnvel lengur en Gylfi sætti farbanni. Þá séu dæmi um það að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í heilan áratug í hrunmálunum svokölluðu. „Því miður þá var þetta bara með þessum hætti, ég þekki ekki aðstæður nákvæmlega í þessu tilviki en við Íslendingar, við getum ekkert endilega sagt að Englendingar séu með allt niður um sig í þessum efnum því að þetta þekkist á Íslandi líka,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt að fólk dæmi ekki fyrir fram Þá segir Vilhjálmur mikilvægt sé að draga lærdóm af máli Gylfa. „Þetta er auðvitað hörmulegt og ég held að við þurfum að draga lærdóm af þessu máli, af því að mikið hefur verið sagt um þá aðila sem eru í slíkri stöðu, að í guðanna bænum ekki dæma fólk ekki fyrir fram þegar síðan kemur í ljós, eins og í tilviki Gylfi, að hann er saklaus,“ segir Vilhjálmur. Það rýmar við aðsenda grein eftir Vilhjálm sem birtist hér á Vísi þar sem hann gerði samspil tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins. Greinina, sem er ein sú stysta sem birt hefur verið á Vísi, má lesa hér að neðan: Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Bretland Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, voru gestir í Reykjavík síðdegis í dag. Þeir ræddu mál Gylfa Þórs, en í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna gruns um kynferðistbrot og að hann væri nú laus allra mála í Bretandi. Hann hefur verið til rannsóknar þar í landi í tæplega tvö ár. Vilhjálmur segir að tíðindi dagsins marki lögfræðileg málalok máls Gylfa Þórs. „Hann hefur auðvitað þurft að þola þetta í allan þennan tíma og ég held að enginn geti sett sig í þau spor nema hann hafi upplifað það sjálfur, það sem Gylfi hefur þurft að ganga í gegnum. En nú liggur niðurstaðan fyrir. Hann er saklaus af þessum ásökunum, lífið getur haldið áfram og ég bara vona að hann nái fyrri takti,“ segir Vilhjálmur. Ekki víst að Gylfi vilji sækja bætur Vilhjálmur segir að Gylfi Þór hljóti að taka það til skoðunar að leita réttar síns vegna málsins en að það sé ekki víst að hann hafi áhuga á því. „Hugsanlega kann það að vera þannig að honum finnist hann bara varið nægum tíma í þessum svipugöngum og vilji bara að setja punktinn. Það er auðvitað eitthvað sem hann þarf að taka ákvörðun um í samráði við sína lögmenn í Englandi.“ Þá segir hann að hefði mál Gylfa komið upp hér á landi og hann hefði þurft að sæta farbanni með þeim hætti sem hann gerði á Englandi, ætti hann skýran og ótvíræðan bótarétt og myndi fá dæmdar bætur. Ekki óþekktur málsmeðferðartími hér á landi Mikla athygli hefur vakið hversu langan tíma tók að rannsaka mál Gylfa Þórs en hann var fyrst handtekinn sumarið 2021. Vilhjálmur segir þó að slíkur málsmeðferðartími sé ekki óþekktur í sams konar málum hér á landi. „Því miður þá höfum við Íslendingar ekki úr háum söðli að detta hvað þetta varðar.“ Hann þekki dæmi þess úr íslenskri réttarsögu að menn sæti farbanni jafnvel lengur en Gylfi sætti farbanni. Þá séu dæmi um það að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í heilan áratug í hrunmálunum svokölluðu. „Því miður þá var þetta bara með þessum hætti, ég þekki ekki aðstæður nákvæmlega í þessu tilviki en við Íslendingar, við getum ekkert endilega sagt að Englendingar séu með allt niður um sig í þessum efnum því að þetta þekkist á Íslandi líka,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt að fólk dæmi ekki fyrir fram Þá segir Vilhjálmur mikilvægt sé að draga lærdóm af máli Gylfa. „Þetta er auðvitað hörmulegt og ég held að við þurfum að draga lærdóm af þessu máli, af því að mikið hefur verið sagt um þá aðila sem eru í slíkri stöðu, að í guðanna bænum ekki dæma fólk ekki fyrir fram þegar síðan kemur í ljós, eins og í tilviki Gylfi, að hann er saklaus,“ segir Vilhjálmur. Það rýmar við aðsenda grein eftir Vilhjálm sem birtist hér á Vísi þar sem hann gerði samspil tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins. Greinina, sem er ein sú stysta sem birt hefur verið á Vísi, má lesa hér að neðan:
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Bretland Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira