Hótaði að myrða börn lögregluþjóns Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 22:23 Hótunarbrot mannsins voru framin á lögreglustöðinni á Selfossi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til níutíu daga óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað tveimur lögregluþjónum líkamsmeiðingum og börnum þriðja lögregluþjónsins lífláti og líkamsmeiðingum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa viðhaft hótanirnar í garð laganna varða á meðan hann fékk að dúsa í fangageymslu á lögreglustöðinni að Hörðuvöllum á Selfossi í desember árið 2021. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og dómari taldi ekki ástæðu til þess að draga játningu hans í efa. Hann lauk því málinu án aðalmeðferðar, líkt og heimilað er í lögum um meðferð sakamála. Í dóminum er farið ítarlega yfir langan sakaferil mannsins, en hann nær aftur allt til ársins 2003. Maðurinn hefur hlotið fjöldan allan af refsidómum, nú síðast árið 2022 eða eftir að brot það sem hann var nú dæmdur fyrir var framið og honum því dæmdur hegningarauki við fyrri dóm. „Af framansögðu er ljóst á ákærði á langan og samfelldan sakarferil að baki. Þá hefur hann í tvígang áður sætt refsingu fyrir ofbeldisbrot, þar af öðru sinni vegna brots gegn valdstjórninni, auk þess sem hann hefur áður sætt refsingu vegna hótana,“ segir í dóminum. Með vísan til þess var refsing mannsins hæfilega ákveðin níutíu daga óskilorðsbundin fangelsisvist. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa viðhaft hótanirnar í garð laganna varða á meðan hann fékk að dúsa í fangageymslu á lögreglustöðinni að Hörðuvöllum á Selfossi í desember árið 2021. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og dómari taldi ekki ástæðu til þess að draga játningu hans í efa. Hann lauk því málinu án aðalmeðferðar, líkt og heimilað er í lögum um meðferð sakamála. Í dóminum er farið ítarlega yfir langan sakaferil mannsins, en hann nær aftur allt til ársins 2003. Maðurinn hefur hlotið fjöldan allan af refsidómum, nú síðast árið 2022 eða eftir að brot það sem hann var nú dæmdur fyrir var framið og honum því dæmdur hegningarauki við fyrri dóm. „Af framansögðu er ljóst á ákærði á langan og samfelldan sakarferil að baki. Þá hefur hann í tvígang áður sætt refsingu fyrir ofbeldisbrot, þar af öðru sinni vegna brots gegn valdstjórninni, auk þess sem hann hefur áður sætt refsingu vegna hótana,“ segir í dóminum. Með vísan til þess var refsing mannsins hæfilega ákveðin níutíu daga óskilorðsbundin fangelsisvist.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira