Körfubolti

Giannis, Jokic og Embi­id berjast um MVP-verð­laun NBA-deildarinnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Nikola Jokic hefur átt frábært tímabil fyrir Denver Nuggets en hann hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar síðustu tvö ár.
Nikola Jokic hefur átt frábært tímabil fyrir Denver Nuggets en hann hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar síðustu tvö ár. Vísir/Getty

Tilnefningar til sex verðlauna í NBA-deildinni hafa verið kynntar en tilkynnt verður um valið á næstunni. Nikola Jokic gæti fengið verðlaun sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar þriðja árið í röð.

Deildakeppni NBA-deildarinnar lauk á dögunum og úrslitakeppnin hefst í kvöld. Nú hefur verið tilkynnt um hvaða þrír leikmenn koma til greina sem verðlaunahafar í sex flokkum þar sem verðlaunað er fyrir góða frammistöðu í vetur.

Giannis Antetokounmpo, Joel Embiid og Nikola Jokic eru þeir þrír sem koma til greina í vali á mikilvægasta leikmanni tímabilsins, MVP-verðlaunin. Jokic hefur unnið þessi verðlaun síðustu tvö árin og gæti farið í flokk með Wilt Chamberlain, Bill Russell og Larry Bird en þeir eru þeir einu sem fengið hafa verðlaunin þrjú ár í röð.

Kareem Abdul Jabbar hefur unnið MVP-verðlaunin oftast allra eða sex sinnum og þeir Bill Russell og Michael Jordan fimm sinnum hvor.

Tilnefningar í öllum flokkum:

Þjálfari ársins: Mike Brown (Sacramento Kings, Mark Daigneault (Oklahoma City Thunder), Joe Mazzulla (Boston Celtics).

Sjötti maður ársins: Malcolm Brogdon (Boston Celtics), Bobby Portis (Milwaukee Bucks), Immanuel Quickley (New York Knicks).

Endakall ársins („Clutch player of the year“): Jimmy Butler (Miami Heat), DeMar DeRozan (Chicago Bulls), De´AaronFox (Sacramento Kings).

Framfarir ársins: Jalen Brunson (New York Knicks), Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder), Lauri Markkanen (Utah Jazz).

Varnarmaður ársins: Jaren Jackson Jr. (Memphis Grizzlies), Book Lopez (Milwaukee Bucks), Evan Mobley (Cleveland Cavaliers).

Mikilvægasti leikmaður ársins: Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks), Joel Embiid (Philadelphia 76´ers), Nikola Jokic (Denver Nuggets).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×