„Ágætis lausn í stað þess að spila á ónýtu grasi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. apríl 2023 11:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, býst við hörkuleik gegn Keflavík í dag. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonast eftir að hans menn komist á sigurbraut í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Liðið gerði jafntefli við KA í fyrstu umferðinni en sækja Keflvíkinga heim klukkan 14:00 í dag. Keflvíkingum var spáð strembnu gengi fyrir mót enda liðið misst byrjunarliðsmenn úr marki, vörn, miðju og sókn frá síðustu leiktíð. Liðið var hins vegar afar sannfærandi í fyrsta leik gegn Fylki og vann góðan 2-1 sigur sem hefði getað verið stærri. Rúnar hrósar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara Keflvíkinga í hástert. „Sigurður Ragnar gerði frábæra hluti með Keflavíkurliðið í fyrra og hefur náð sér í góða leikmenn aftur í ár. Hann kann að búa til lið og liðsheild. Taktíkin hans er flott og það er bara erfitt við þá að eiga, bara eins og alla leiki í þessari deild. Deildin er erfið og þó að einhverjum liðum sé spáð misjöfnu gengi þá eru þetta alltaf leikir sem þurfa að spilast og Keflvíkingar hafa sýnt það undir stjórn Sigurðar Ragnars að þeir eru bara mjög góðir,“ segir Rúnar í samtali við Vísi í dag. Byrja á tveimur erfiðum útileikjum Rúnar hefur trú á því að hans menn geti hins vegar fellt Keflvíkingana í dag og náð í fyrsta sigur sumarsins. „Þetta snýst bara um okkar eigið lið og hvað við viljum gera og hvort það heppnast verður að koma í ljós. Við höfum trú á okkar mönnum og okkar liði. Við þurfum bara að fara til Keflavíkur og reyna að sækja stig og reyna að vinna því að mótið er stutt og það má lítið út af bregða ef menn ætla sér í baráttu ofarlega,“ „Við viljum reyna að ná góðri byrjun og byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Þannig að við verðum sáttir ef við náum að landa sigri í dag og vera með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, það væri bara draumabyrjun,“ segir Rúnar. Æskilegt að spila á gervigrasi í upphafi móts Leikur dagsins var færður frá aðalvelli Keflvíkinga þar sem grasið á honum er ekki leikhæft. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli við Nettóhöllina og segir Rúnar það góða lausn, betra sé að spila á gervigrasi en slæmu grasi líkt og FH og Stjarnan munu gera á Miðvelli í Hafnarfirði síðar í dag. „Þegar við hefjum mót svona snemma er kannski æskilegt að reyna að setja leikina upp þannig að það sé spilað í fyrstu tveimur til þremur umferðunum á gervigrasi. Svo er reyndar ekki núna þar sem Keflvíkingar hefðu átt að spila við okkur á grasi, og sama með FH-ingana,“ „En við vitum aldrei hvernig tíðin er hérna á Íslandi og hvenær þetta getur verið tilbúið svo það þarf að finna lausnir og allavega í Keflavík er þetta ágætis lausn að færa þetta út á gervigrasvöllinn í stað þess að spila á ónýtu grasi. Þá ættum við að geta fengið örlítið betri gæði í leikinn,“ segir Rúnar. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 14:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Sport Besta deildin. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Keflvíkingum var spáð strembnu gengi fyrir mót enda liðið misst byrjunarliðsmenn úr marki, vörn, miðju og sókn frá síðustu leiktíð. Liðið var hins vegar afar sannfærandi í fyrsta leik gegn Fylki og vann góðan 2-1 sigur sem hefði getað verið stærri. Rúnar hrósar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara Keflvíkinga í hástert. „Sigurður Ragnar gerði frábæra hluti með Keflavíkurliðið í fyrra og hefur náð sér í góða leikmenn aftur í ár. Hann kann að búa til lið og liðsheild. Taktíkin hans er flott og það er bara erfitt við þá að eiga, bara eins og alla leiki í þessari deild. Deildin er erfið og þó að einhverjum liðum sé spáð misjöfnu gengi þá eru þetta alltaf leikir sem þurfa að spilast og Keflvíkingar hafa sýnt það undir stjórn Sigurðar Ragnars að þeir eru bara mjög góðir,“ segir Rúnar í samtali við Vísi í dag. Byrja á tveimur erfiðum útileikjum Rúnar hefur trú á því að hans menn geti hins vegar fellt Keflvíkingana í dag og náð í fyrsta sigur sumarsins. „Þetta snýst bara um okkar eigið lið og hvað við viljum gera og hvort það heppnast verður að koma í ljós. Við höfum trú á okkar mönnum og okkar liði. Við þurfum bara að fara til Keflavíkur og reyna að sækja stig og reyna að vinna því að mótið er stutt og það má lítið út af bregða ef menn ætla sér í baráttu ofarlega,“ „Við viljum reyna að ná góðri byrjun og byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Þannig að við verðum sáttir ef við náum að landa sigri í dag og vera með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, það væri bara draumabyrjun,“ segir Rúnar. Æskilegt að spila á gervigrasi í upphafi móts Leikur dagsins var færður frá aðalvelli Keflvíkinga þar sem grasið á honum er ekki leikhæft. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli við Nettóhöllina og segir Rúnar það góða lausn, betra sé að spila á gervigrasi en slæmu grasi líkt og FH og Stjarnan munu gera á Miðvelli í Hafnarfirði síðar í dag. „Þegar við hefjum mót svona snemma er kannski æskilegt að reyna að setja leikina upp þannig að það sé spilað í fyrstu tveimur til þremur umferðunum á gervigrasi. Svo er reyndar ekki núna þar sem Keflvíkingar hefðu átt að spila við okkur á grasi, og sama með FH-ingana,“ „En við vitum aldrei hvernig tíðin er hérna á Íslandi og hvenær þetta getur verið tilbúið svo það þarf að finna lausnir og allavega í Keflavík er þetta ágætis lausn að færa þetta út á gervigrasvöllinn í stað þess að spila á ónýtu grasi. Þá ættum við að geta fengið örlítið betri gæði í leikinn,“ segir Rúnar. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 14:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Sport Besta deildin. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira