Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og hóf það sem reyndist ótrúlegur sigur Þýskalands- og bikarmeistara Wolfsburg. Hún bætti við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleik, það mark fór langt með að ganga frá leiknum.
Sveindís Jane lék allan leikinn og nýtti heldur betur tækifærið sem hún fékk í fjarveru Alexöndru Popp. Mörkin sem Sveindís Jane skoraði má sjá hér að neðan.