Líklegra að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2023 21:00 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, segir viðbrögð við stöðunni á leigumarkaði brýnasta verkefni samtímans. Vísir/Steingrímur Dúi Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu raunverulega vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín eignum með tilheyrandi afleiðingum. Grípa þurfi til raunverulegra aðgerða. Lengi vel hefur verið talað um ófremdarástand á leigumarkaði en Samtök leigjanda á Íslandi hafa tekið stöðuna saman í nýrri umfangsmikilli skýrslu sem dreift verður til þingmanna og stofnana á morgun. Þar eru dregnar fram ýmsar staðreyndir um íslenskan leigumarkað sem hafa beri í huga við ákvarðanir um hag og stöðu leigjenda. „Kjarni málsins er algjör sjálftaka sem að ríkir á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 50 prósent umfram verðlag á síðasta áratug og svo er náttúrulega fólk fast þarna fyrir. Það er lítið framboð, framleiðsla á húsnæði er að dragast saman, þannig það eru félagslegar hamfarir í uppsiglingu,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Fjárfestar sópa til sín eignum Hann segir fullyrðingar undanfarið, um að leigumarkaðurinn hafi dregist saman, ekki standast skoðun þegar rýnt er í tölurnar um eignarhald á húsnæði og fólksfjölgun. Þvert á móti sé staðan að versna með tímanum. Samtökunum reiknast til að leigumarkaðurinn sé um 27 til 29 prósent af öllum húsnæðismarkaðinum hér á landi, eða allt að 47 þúsund heimili. Í skýrslunni er meðal annars bent á aukinn umsvif fjárfesta á leigumarkaði undanfarin ár. Af þeim hátt í 40 þúsund íbúðum sem hafa verið byggðar frá árinu 2005 hafa fjárfestar og fyrirtæki keypt flestar þeirra, rúmlega 26 þúsund eða um tvo þriðju. Þetta sé algjör umpólun sem sé einstök í Evrópu. 67 prósent allra íbúða sem byggðar hafa verið frá árinu 2005 hafa endað í höndum fjárfesta eða fyrirtækja. Grafík/Sara Rut Árið 2022 fór 56 prósent allra nýbygginga til fjárfesta og fyrirtækja og hlutfall þeirra sem aðeins eiga eina íbúð heldur áfram að lækka. Líkurnar á því að einstaklingur eignist eina íbúð hafi minnkað um 71 prósent, miðað við tímabilið á árunum 1994 til 2004. „Á meðan við búum við svona ástand þar sem að fjárfestar sópa upp húsnæði algjörlega haftalaust á húsnæðismarkaði og leigjendur búa við óregluvæddan leigumarkað þar sem það skortir viðhaldið, þá náttúrulega skapar þetta gríðarlega hættulegar og alvarlegar aðstæður sem að veldur fólki persónulegum og félagslegum áföllum á degi hverjum,“ segir Ekki á leigumarkaði af fúsum og frjálsum vilja Þá sýnir skýrslan að langflestir vilji ekki vera á leigumarkaði, allar kannanir síðasta áratuginn hafi sýnt að aðeins einn af hverjum tíu sé þar af fúsum og frjálsum vilja. Aðeins fjórðungur leigjenda telji mögulegt að komast af leigumarkaði einhvern tímann. „Þetta er þá hálfgerð nauðungarvist og nauðungarvist er ekkert annað en annað hvort refsing eða ofbeldi, það er bara í orðanna hljóðan,“ segir Guðmundur Hrafn. Hvað einstaklinga 34 ára og eldri varðar er staðan verst en aðeins 0,5 til 2,4 prósent þeirra hafi komist af markaðinum undanfarin ár. Erfitt reynist fyrir fólk að komast af leigumarkaði. Grafík/Sara Rut „Það sýna allar hreyfingar á leigumarkaði að leigjendur sem eru komnir yfir þrítugt þeir eiga nánast enga möguleika á að komast af leigumarkaði. Í rauninni eru meiri líkur fyrir þá að læknast af ebólu heldur en að komast af íslenskum leigumarkaði sem er þó skæðasta pest í veröldinni,“ segir hann. Þróunin ekki í takt við önnur lönd Aðrir þættir, svo sem álag húsaleigu á lágmarkslaun, eru sömuleiðis skoðaðir í skýrslunni og settir í samhengi. Hlutfall húsaleigu af lágmarkslaunum, fyrir 80 til 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, hafi þannig hækkað um nítján prósent frá 2011, í 69 prósent. Á Norðurlöndunum sé hlutfallið að meðaltali 48 prósent. Þá er samfylgni við markaðsverð á fasteignum skoðað. „Þar sjáum við að húsaleiga á Íslandi hefur þróast í mjög óeðlilegu samhengi við markaðsverð og í miklu meiri mæli en alls staðar annars staðar í Evrópu,“ segir Guðmundur en frá árinu 2011 til 2022 var samfylgnin 61,2 prósent á Íslandi, samanborið við 35,3 prósent á meginlandinu á sama tímabili. Úr skýrslu samtakanna. Árin 2018 til 2020 var munurinn mestur eða 25,8 prósent á meginlandinu en 193,5 prósent á Íslandi, þar sem húsaleiga hækkaði meira en markaðsverð fasteigna. Brýnasta verkefni samtímans Nauðsynlegt sé að bregðast við en það sé hægt með ýmsum aðgerðum en Ísland sé með fjórða lakasta regluverkið á leigumarkaði af öllum OECD ríkjunum. Skoða mætti til að mynda að setja reglur sem takmarka uppkaup á fasteignamarkaði, sem mörg lönd hafi þegar gert, en það auðveldi fólki að komast inn á markaðinn. Þá þurfi að setja leiguþak, eða í hið minnsta leigubremsu, og að setja reglur um vísitölutengingu húsaleigusamninga en þau séu án lagaheimildar. „Þetta er í raun og veru bara brýnasta verkefni samtímans. Það er alveg sama hvaða félagslegu úrræði yfirvöld bjóða upp á, það gagnast ekkert ef að húsnæði og húsnæðisöryggi er ekki fyrir hendi,“ segir Guðmundur Hrafn. Leigumarkaður Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fresti flestum aðgerðum til næstu ára Stjórnarandstæðingar segja uppfærða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hvorki vinna gegn verðbólgu né bæta heimilum landsins upp miklar vaxtahækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin fresti meira og minna öllum aðhaldsaðgerðum fram á næstu ár. 31. mars 2023 20:00 Húsaleiga hefur hækkað tvöfalt meira en verðlag, ..sem er furðu gott! Húsnæðis og mannvirkjastofnun birti í gær nýja mánaðarskýrslu um stöðuna á húsnæðismarkaði, einu mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í skýrslunni er dregin upp greining á stöðunni, bæði á leigu- og kaupendamarkaði. Sú greining sem kemur frá stofnunni gefur annað hvort tilefni til viðbragða stjórnvalda eða ekki og hefir því mikil áhrif. Það er þess vegna mikilvægt að greining og framsetning sé vel unnin og að ekki þurfi að efast um heilindi né tilgang í framsetningu. 29. mars 2023 09:01 Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01 Heildin hafi það býsna gott Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. 9. mars 2023 11:42 „Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi. 2. mars 2023 21:54 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Lengi vel hefur verið talað um ófremdarástand á leigumarkaði en Samtök leigjanda á Íslandi hafa tekið stöðuna saman í nýrri umfangsmikilli skýrslu sem dreift verður til þingmanna og stofnana á morgun. Þar eru dregnar fram ýmsar staðreyndir um íslenskan leigumarkað sem hafa beri í huga við ákvarðanir um hag og stöðu leigjenda. „Kjarni málsins er algjör sjálftaka sem að ríkir á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 50 prósent umfram verðlag á síðasta áratug og svo er náttúrulega fólk fast þarna fyrir. Það er lítið framboð, framleiðsla á húsnæði er að dragast saman, þannig það eru félagslegar hamfarir í uppsiglingu,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Fjárfestar sópa til sín eignum Hann segir fullyrðingar undanfarið, um að leigumarkaðurinn hafi dregist saman, ekki standast skoðun þegar rýnt er í tölurnar um eignarhald á húsnæði og fólksfjölgun. Þvert á móti sé staðan að versna með tímanum. Samtökunum reiknast til að leigumarkaðurinn sé um 27 til 29 prósent af öllum húsnæðismarkaðinum hér á landi, eða allt að 47 þúsund heimili. Í skýrslunni er meðal annars bent á aukinn umsvif fjárfesta á leigumarkaði undanfarin ár. Af þeim hátt í 40 þúsund íbúðum sem hafa verið byggðar frá árinu 2005 hafa fjárfestar og fyrirtæki keypt flestar þeirra, rúmlega 26 þúsund eða um tvo þriðju. Þetta sé algjör umpólun sem sé einstök í Evrópu. 67 prósent allra íbúða sem byggðar hafa verið frá árinu 2005 hafa endað í höndum fjárfesta eða fyrirtækja. Grafík/Sara Rut Árið 2022 fór 56 prósent allra nýbygginga til fjárfesta og fyrirtækja og hlutfall þeirra sem aðeins eiga eina íbúð heldur áfram að lækka. Líkurnar á því að einstaklingur eignist eina íbúð hafi minnkað um 71 prósent, miðað við tímabilið á árunum 1994 til 2004. „Á meðan við búum við svona ástand þar sem að fjárfestar sópa upp húsnæði algjörlega haftalaust á húsnæðismarkaði og leigjendur búa við óregluvæddan leigumarkað þar sem það skortir viðhaldið, þá náttúrulega skapar þetta gríðarlega hættulegar og alvarlegar aðstæður sem að veldur fólki persónulegum og félagslegum áföllum á degi hverjum,“ segir Ekki á leigumarkaði af fúsum og frjálsum vilja Þá sýnir skýrslan að langflestir vilji ekki vera á leigumarkaði, allar kannanir síðasta áratuginn hafi sýnt að aðeins einn af hverjum tíu sé þar af fúsum og frjálsum vilja. Aðeins fjórðungur leigjenda telji mögulegt að komast af leigumarkaði einhvern tímann. „Þetta er þá hálfgerð nauðungarvist og nauðungarvist er ekkert annað en annað hvort refsing eða ofbeldi, það er bara í orðanna hljóðan,“ segir Guðmundur Hrafn. Hvað einstaklinga 34 ára og eldri varðar er staðan verst en aðeins 0,5 til 2,4 prósent þeirra hafi komist af markaðinum undanfarin ár. Erfitt reynist fyrir fólk að komast af leigumarkaði. Grafík/Sara Rut „Það sýna allar hreyfingar á leigumarkaði að leigjendur sem eru komnir yfir þrítugt þeir eiga nánast enga möguleika á að komast af leigumarkaði. Í rauninni eru meiri líkur fyrir þá að læknast af ebólu heldur en að komast af íslenskum leigumarkaði sem er þó skæðasta pest í veröldinni,“ segir hann. Þróunin ekki í takt við önnur lönd Aðrir þættir, svo sem álag húsaleigu á lágmarkslaun, eru sömuleiðis skoðaðir í skýrslunni og settir í samhengi. Hlutfall húsaleigu af lágmarkslaunum, fyrir 80 til 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, hafi þannig hækkað um nítján prósent frá 2011, í 69 prósent. Á Norðurlöndunum sé hlutfallið að meðaltali 48 prósent. Þá er samfylgni við markaðsverð á fasteignum skoðað. „Þar sjáum við að húsaleiga á Íslandi hefur þróast í mjög óeðlilegu samhengi við markaðsverð og í miklu meiri mæli en alls staðar annars staðar í Evrópu,“ segir Guðmundur en frá árinu 2011 til 2022 var samfylgnin 61,2 prósent á Íslandi, samanborið við 35,3 prósent á meginlandinu á sama tímabili. Úr skýrslu samtakanna. Árin 2018 til 2020 var munurinn mestur eða 25,8 prósent á meginlandinu en 193,5 prósent á Íslandi, þar sem húsaleiga hækkaði meira en markaðsverð fasteigna. Brýnasta verkefni samtímans Nauðsynlegt sé að bregðast við en það sé hægt með ýmsum aðgerðum en Ísland sé með fjórða lakasta regluverkið á leigumarkaði af öllum OECD ríkjunum. Skoða mætti til að mynda að setja reglur sem takmarka uppkaup á fasteignamarkaði, sem mörg lönd hafi þegar gert, en það auðveldi fólki að komast inn á markaðinn. Þá þurfi að setja leiguþak, eða í hið minnsta leigubremsu, og að setja reglur um vísitölutengingu húsaleigusamninga en þau séu án lagaheimildar. „Þetta er í raun og veru bara brýnasta verkefni samtímans. Það er alveg sama hvaða félagslegu úrræði yfirvöld bjóða upp á, það gagnast ekkert ef að húsnæði og húsnæðisöryggi er ekki fyrir hendi,“ segir Guðmundur Hrafn.
Leigumarkaður Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fresti flestum aðgerðum til næstu ára Stjórnarandstæðingar segja uppfærða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hvorki vinna gegn verðbólgu né bæta heimilum landsins upp miklar vaxtahækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin fresti meira og minna öllum aðhaldsaðgerðum fram á næstu ár. 31. mars 2023 20:00 Húsaleiga hefur hækkað tvöfalt meira en verðlag, ..sem er furðu gott! Húsnæðis og mannvirkjastofnun birti í gær nýja mánaðarskýrslu um stöðuna á húsnæðismarkaði, einu mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í skýrslunni er dregin upp greining á stöðunni, bæði á leigu- og kaupendamarkaði. Sú greining sem kemur frá stofnunni gefur annað hvort tilefni til viðbragða stjórnvalda eða ekki og hefir því mikil áhrif. Það er þess vegna mikilvægt að greining og framsetning sé vel unnin og að ekki þurfi að efast um heilindi né tilgang í framsetningu. 29. mars 2023 09:01 Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01 Heildin hafi það býsna gott Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. 9. mars 2023 11:42 „Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi. 2. mars 2023 21:54 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ríkisstjórnin fresti flestum aðgerðum til næstu ára Stjórnarandstæðingar segja uppfærða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hvorki vinna gegn verðbólgu né bæta heimilum landsins upp miklar vaxtahækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin fresti meira og minna öllum aðhaldsaðgerðum fram á næstu ár. 31. mars 2023 20:00
Húsaleiga hefur hækkað tvöfalt meira en verðlag, ..sem er furðu gott! Húsnæðis og mannvirkjastofnun birti í gær nýja mánaðarskýrslu um stöðuna á húsnæðismarkaði, einu mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í skýrslunni er dregin upp greining á stöðunni, bæði á leigu- og kaupendamarkaði. Sú greining sem kemur frá stofnunni gefur annað hvort tilefni til viðbragða stjórnvalda eða ekki og hefir því mikil áhrif. Það er þess vegna mikilvægt að greining og framsetning sé vel unnin og að ekki þurfi að efast um heilindi né tilgang í framsetningu. 29. mars 2023 09:01
Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01
Heildin hafi það býsna gott Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. 9. mars 2023 11:42
„Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi. 2. mars 2023 21:54