Máli Dominion gegn Fox frestað vegna sáttaumleitana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2023 07:42 Sean Hannity og Tucker Carlson eru meðal þeirra sem verða kallaðir til vitnis. Getty/Michael M. Santiago Dómarinn í máli Dominion Voting Systems gegn Fox News hefur frestað fyrirtöku málsins um sólahring. Til stóð að málflutningur hæfist í dag en honum hefur verið frestað fram á morgun. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal tengist frestunin sáttarviðræðum milli aðila en forsvarsmenn Fox eru sagðir afar áhugasamir um að semja. Ef málið fer fyrir dóm má gera ráð fyrir að tvær stærstu stjörnur Fox, Sean Hannity og Tucker Carlson, verði kallaðar til vitnis. Dominion hefur krafið Fox um 1,6 milljarð Bandaríkjadala í miskabætur, þar sem þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar hafi vísvitandi haldið frammi ósannindum um búnað fyrirtækisins, sem var notaður í forsetakosningunum 2020. Umfjöllun Fox tengdist ósönnum staðhæfingum Donald Trump um að kosningunum hefði verið „stolið“. Skilaboð á milli starfsmanna Fox hafa leitt í ljós að þeir vissu vel að sá málflutningur sem þeir héldu á lofti í beinni útsendingu var rangur. Þá voru þeir jafnvel ósáttir við framgöngu Trump en tóku engu að síður undir allt sem frá honum kom þegar þeir voru í mynd. Sumir óttast að það muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér ef Fox tapar; að þá muni málum sem beinast gegn fréttaflutningi fjölmiðla fjölga verulega. Aðrir benda hins vegar á að mál Dominion sé afar vel rökstutt og muni sýna fram á að fjölmiðlar verði að axla ábyrgð þrátt fyrir að njóta ákveðins frelsis. Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal tengist frestunin sáttarviðræðum milli aðila en forsvarsmenn Fox eru sagðir afar áhugasamir um að semja. Ef málið fer fyrir dóm má gera ráð fyrir að tvær stærstu stjörnur Fox, Sean Hannity og Tucker Carlson, verði kallaðar til vitnis. Dominion hefur krafið Fox um 1,6 milljarð Bandaríkjadala í miskabætur, þar sem þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar hafi vísvitandi haldið frammi ósannindum um búnað fyrirtækisins, sem var notaður í forsetakosningunum 2020. Umfjöllun Fox tengdist ósönnum staðhæfingum Donald Trump um að kosningunum hefði verið „stolið“. Skilaboð á milli starfsmanna Fox hafa leitt í ljós að þeir vissu vel að sá málflutningur sem þeir héldu á lofti í beinni útsendingu var rangur. Þá voru þeir jafnvel ósáttir við framgöngu Trump en tóku engu að síður undir allt sem frá honum kom þegar þeir voru í mynd. Sumir óttast að það muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér ef Fox tapar; að þá muni málum sem beinast gegn fréttaflutningi fjölmiðla fjölga verulega. Aðrir benda hins vegar á að mál Dominion sé afar vel rökstutt og muni sýna fram á að fjölmiðlar verði að axla ábyrgð þrátt fyrir að njóta ákveðins frelsis.
Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira