„Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 11:01 Ólafur Íshólm fór mikinn í marki Fram í sumar. Vísir/HAG Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður Fram, var besti leikmaðurinn í Kórnum í gærkvöldi þegar Fram sótti HK heim í Bestu deildinni. Leikurinn endaði 1-1 en án Ólafs í markinu hefðu heimamenn skorað að minnsta kosti eitt mark í fyrri hálfleik. „Nei ég held ekki. Ég get ekkert svarað þessu. Þetta er liðsíþrótt og ég varði einhverja tvo bolta. Það hjálpaði eitthvað,“ sagði Ólafur, spurður út í hvort hann væri sammála því að hafa verið maður leiksins. Hógværðin svoleiðis lak af Ólafi sem varði að minnsta kosti fimm sinnum frábærlega. Fram átti í erfiðleikum í fyrri hálfleik og voru opnir þegar þeir misstu boltann. „Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik og vorum hræddir. Svo er erfitt að koma hingað inn. Boltinn að fara upp í loftið og boltinn skoppar mikið. Þetta er öðruvísi umhverfi, en heilt yfir þegar við komum út í seinni þá fannst mér við stýra leiknum svolítið og náum forystunni. Svo fáum við þetta mark á okkur, það var helvíti leiðinlegt.“ Delphin Tshiembe meiddist í lok leiks og lá í nokkrar mínútur eftir að hafa skallað Atla Þór Jónasson þegar sá síðarnefndi skallaði á markið. „Mér fannst við allavega vera reyna sækja sigurinn meira en þeir. Svo leystist þetta upp í eitthvað þegar Delphin meiddist þá var þetta bara búið. Það vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung til að klára þetta.“ Ólafur vill meina að Fram þurfi að verjast betur til að ná að snúa jafnteflunum í upphafi móts í sigur. Guðmundur Magnússon framherji hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en í fyrra skoraði hann 17 mörk og var nálægt markakóngstitlinum. „Skora fleiri en við fáum á okkur. Ég held að það sé byrjunin. Við fáum tvö mörk á okkur á móti FH og svo eitt hérna. Þetta eru klaufamörk hjá okkur. Koma í veg fyrir það og halda áfram að skora. Gummi er heitur, það er helvíti gott. Svo er það bara halda áfram. Þetta er betri byrjun en í fyrra þá vorum við með núll stig eftir tvo leiki.“ Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Í leikjum Fram er áherslan oftar en ekki á sóknarleik frekar en varnarleik. „Við erum að sækja á mörgum mönnum og þá eru færri til baka ef við töpum honum. Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn. Þannig ef við hættum að tapa honum klaufalega þá ættum við að snúa þessu í sigra,“ sagði Ólafur. Fram fær fyrrum nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn á miðvikudag þegar liðin mætast í Mjólkurbikarnum klukkan 19:15. Þróttur er í Lengjudeildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
„Nei ég held ekki. Ég get ekkert svarað þessu. Þetta er liðsíþrótt og ég varði einhverja tvo bolta. Það hjálpaði eitthvað,“ sagði Ólafur, spurður út í hvort hann væri sammála því að hafa verið maður leiksins. Hógværðin svoleiðis lak af Ólafi sem varði að minnsta kosti fimm sinnum frábærlega. Fram átti í erfiðleikum í fyrri hálfleik og voru opnir þegar þeir misstu boltann. „Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik og vorum hræddir. Svo er erfitt að koma hingað inn. Boltinn að fara upp í loftið og boltinn skoppar mikið. Þetta er öðruvísi umhverfi, en heilt yfir þegar við komum út í seinni þá fannst mér við stýra leiknum svolítið og náum forystunni. Svo fáum við þetta mark á okkur, það var helvíti leiðinlegt.“ Delphin Tshiembe meiddist í lok leiks og lá í nokkrar mínútur eftir að hafa skallað Atla Þór Jónasson þegar sá síðarnefndi skallaði á markið. „Mér fannst við allavega vera reyna sækja sigurinn meira en þeir. Svo leystist þetta upp í eitthvað þegar Delphin meiddist þá var þetta bara búið. Það vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung til að klára þetta.“ Ólafur vill meina að Fram þurfi að verjast betur til að ná að snúa jafnteflunum í upphafi móts í sigur. Guðmundur Magnússon framherji hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en í fyrra skoraði hann 17 mörk og var nálægt markakóngstitlinum. „Skora fleiri en við fáum á okkur. Ég held að það sé byrjunin. Við fáum tvö mörk á okkur á móti FH og svo eitt hérna. Þetta eru klaufamörk hjá okkur. Koma í veg fyrir það og halda áfram að skora. Gummi er heitur, það er helvíti gott. Svo er það bara halda áfram. Þetta er betri byrjun en í fyrra þá vorum við með núll stig eftir tvo leiki.“ Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Í leikjum Fram er áherslan oftar en ekki á sóknarleik frekar en varnarleik. „Við erum að sækja á mörgum mönnum og þá eru færri til baka ef við töpum honum. Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn. Þannig ef við hættum að tapa honum klaufalega þá ættum við að snúa þessu í sigra,“ sagði Ólafur. Fram fær fyrrum nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn á miðvikudag þegar liðin mætast í Mjólkurbikarnum klukkan 19:15. Þróttur er í Lengjudeildinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira