Herðist á rembihnútnum sem Lindarhvolsmálið er í Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2023 12:17 Guðmundur Björgvin ítrekaði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun að hann teldi ekki að birta eigi greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols. Á sama tíma telur Skúli Magnússon vafa á leika hvort stjórnvöld skilji hreinlega reglur sem ríkja um rétt almennings til upplýsinga. (Myndin er samsett.) vísir/vilhelm Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi var gestur á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þar var Lindarhvolsmálið enn og aftur til umfjöllunar. Fundurinn var lokaður en samkvæmt heimildum Vísis ítrekaði Guðmundur Björgvin þar þá eindregnu skoðun sína að ekki bæri undir neinum kringumstæðum að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvol. Ótvírætt er að hans mati að greinargerð Sigurðar sé vinnugagn og eigi því ekkert erindi við almenning. Guðmundur Björgvin lét þessa skoðun í ljós í viðtali við Vísi og hefur staðfastlega haldið sig við hana. Afar deildar meiningar eru um hvort birta beri greinargerð Sigurðar en hann sendi forseta þingsins greinargerð sína, afrakstur tveggja ára rannsóknar sinnar. Þegar Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ríkisendurskoðandi lét hann verða sitt fyrsta verk að draga verkefnið úr höndum Sigurðar, sem hefur sagt að skýrslan hafi þá verið á lokametrunum. Sigurður sendi greinargerð sína til forseta Alþingis. Meðal þeirra sem telja að það þýði einfaldlega að greinargerðin sé þar með til þingheims alls er Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra en Birgir Ármannsson forseti Alþingis telur ýmsa meinbugi á því að greinargerðin sé lögð fram. Sem svart og hvítt skýrsla Skúla Eggerts og greinargerð Sigurðar Sjálfur hefur Sigurður sagt, í viðtali við Vísi, að hann hafi alltaf litið svo á að greinargerð sín sé opinbert plagg. En hann vill ekki leggja hana fram sjálfur, það hljóti að sína leið. Sigurður hefur þó reynt að opna málið meðal annars með því að senda bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hann er ósáttur við að sitja undir ávirðingum þess efnis að greinargerð hans sé meingölluð, en Skúli Eggert Þórðarson hefur látið þau orð falla. Skúli Eggert skilaði skýrslu um Lindarhvolsmálið tveimur árum eftir að athugunin var tekið úr höndum Sigurðar og hefur Sigurður sagt að hann hreinilega kannist ekki við hvað þar sé til umfjöllunar, skýrsla Skúla Eggerts og greinargerð Sigurðar er eins og svart og hvítt. En í skýrslu Skúla Eggerts virðist starfsemi Lindarhvols hafa verið til fyrirmyndar. Þannig virðist ekkert virðist benda til þess að lausn sé í sjónmáli á Lindarhvolsmálinu en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sótt oft og hart að Birgi og krafist þess að greinargerð Sigurðar verði lögð fram. Fyrir liggi lögfræðiálit sem segja að hún skuli birt en Birgir hefur viljað líta til umsagnar úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem segir að þagnarskylduákvæði yfirtrompi rétt almennings til upplýsinga. Umboðsmaður telur stjórnvöld skorta skilning á reglum Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis hefur krafið fjármálaráðuneytið skýringa á þessari túlkun sem hann telur vafasama hvað varðar leynd yfir vinnuskjölum og rétt almennings til upplýsinga. Skoðun hans á því máli er lokið en hann bendir á í því samhengi ... „að almennt kunni stjórnvöld að skorta fullnægjandi skilning á þeim reglum sem gilda um rétt almennings til aðgangs að vinnuskjölum svo og heimildum stjórnvalda til að birta þau umfram skyldu. Verður því tekið til skoðunar hvort ástæða sé til að fjalla um þetta atriði með almennum hætti.“ Boðaður opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem Sigurður Þórðarson skipaður endurskoðandi átti að vera gestur nefndarinnar er í uppnámi. Sigurður sagði takk, en nei takk – hann hafði engan áhuga á því að ræða efni skýrslu sinnar múlbundinn. Nefndinni er þannig nokkur vandi á höndum. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir „Skrípaleikur“ Sigmars Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“ 18. mars 2023 07:00 Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41 Enn aukast flækjur Lindarhvolsmálsins á Alþingi Þingmenn eru enn að vandræðast með hvort opinbera eigi greinargerð frá fyrrverandi settum ríkisendurskoðanda um eignarhaldsfélag ríkisins utan um eignir sem það leysti til sín eftir hrun bankanna. Málið verður furðulegra með hverjum deginum sem líður 16. mars 2023 21:01 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Fundurinn var lokaður en samkvæmt heimildum Vísis ítrekaði Guðmundur Björgvin þar þá eindregnu skoðun sína að ekki bæri undir neinum kringumstæðum að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvol. Ótvírætt er að hans mati að greinargerð Sigurðar sé vinnugagn og eigi því ekkert erindi við almenning. Guðmundur Björgvin lét þessa skoðun í ljós í viðtali við Vísi og hefur staðfastlega haldið sig við hana. Afar deildar meiningar eru um hvort birta beri greinargerð Sigurðar en hann sendi forseta þingsins greinargerð sína, afrakstur tveggja ára rannsóknar sinnar. Þegar Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ríkisendurskoðandi lét hann verða sitt fyrsta verk að draga verkefnið úr höndum Sigurðar, sem hefur sagt að skýrslan hafi þá verið á lokametrunum. Sigurður sendi greinargerð sína til forseta Alþingis. Meðal þeirra sem telja að það þýði einfaldlega að greinargerðin sé þar með til þingheims alls er Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra en Birgir Ármannsson forseti Alþingis telur ýmsa meinbugi á því að greinargerðin sé lögð fram. Sem svart og hvítt skýrsla Skúla Eggerts og greinargerð Sigurðar Sjálfur hefur Sigurður sagt, í viðtali við Vísi, að hann hafi alltaf litið svo á að greinargerð sín sé opinbert plagg. En hann vill ekki leggja hana fram sjálfur, það hljóti að sína leið. Sigurður hefur þó reynt að opna málið meðal annars með því að senda bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hann er ósáttur við að sitja undir ávirðingum þess efnis að greinargerð hans sé meingölluð, en Skúli Eggert Þórðarson hefur látið þau orð falla. Skúli Eggert skilaði skýrslu um Lindarhvolsmálið tveimur árum eftir að athugunin var tekið úr höndum Sigurðar og hefur Sigurður sagt að hann hreinilega kannist ekki við hvað þar sé til umfjöllunar, skýrsla Skúla Eggerts og greinargerð Sigurðar er eins og svart og hvítt. En í skýrslu Skúla Eggerts virðist starfsemi Lindarhvols hafa verið til fyrirmyndar. Þannig virðist ekkert virðist benda til þess að lausn sé í sjónmáli á Lindarhvolsmálinu en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sótt oft og hart að Birgi og krafist þess að greinargerð Sigurðar verði lögð fram. Fyrir liggi lögfræðiálit sem segja að hún skuli birt en Birgir hefur viljað líta til umsagnar úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem segir að þagnarskylduákvæði yfirtrompi rétt almennings til upplýsinga. Umboðsmaður telur stjórnvöld skorta skilning á reglum Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis hefur krafið fjármálaráðuneytið skýringa á þessari túlkun sem hann telur vafasama hvað varðar leynd yfir vinnuskjölum og rétt almennings til upplýsinga. Skoðun hans á því máli er lokið en hann bendir á í því samhengi ... „að almennt kunni stjórnvöld að skorta fullnægjandi skilning á þeim reglum sem gilda um rétt almennings til aðgangs að vinnuskjölum svo og heimildum stjórnvalda til að birta þau umfram skyldu. Verður því tekið til skoðunar hvort ástæða sé til að fjalla um þetta atriði með almennum hætti.“ Boðaður opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem Sigurður Þórðarson skipaður endurskoðandi átti að vera gestur nefndarinnar er í uppnámi. Sigurður sagði takk, en nei takk – hann hafði engan áhuga á því að ræða efni skýrslu sinnar múlbundinn. Nefndinni er þannig nokkur vandi á höndum.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir „Skrípaleikur“ Sigmars Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“ 18. mars 2023 07:00 Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41 Enn aukast flækjur Lindarhvolsmálsins á Alþingi Þingmenn eru enn að vandræðast með hvort opinbera eigi greinargerð frá fyrrverandi settum ríkisendurskoðanda um eignarhaldsfélag ríkisins utan um eignir sem það leysti til sín eftir hrun bankanna. Málið verður furðulegra með hverjum deginum sem líður 16. mars 2023 21:01 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
„Skrípaleikur“ Sigmars Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“ 18. mars 2023 07:00
Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41
Enn aukast flækjur Lindarhvolsmálsins á Alþingi Þingmenn eru enn að vandræðast með hvort opinbera eigi greinargerð frá fyrrverandi settum ríkisendurskoðanda um eignarhaldsfélag ríkisins utan um eignir sem það leysti til sín eftir hrun bankanna. Málið verður furðulegra með hverjum deginum sem líður 16. mars 2023 21:01
Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08