Tíu í fangelsi vegna farþegaþotunnar sem var skotin niður Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 15:19 Farþegaþotan sem var skotin niður nærri Teheran árið 2020 var á vegum Ukraine International Airlines. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Dómstóll í Íran dæmdi tíu lágt setta liðsmenn byltingarvarðarins í fangelsi vegna úkraínskrar farþegaþotu sem var skotin niður í janúar árið 2020. Aðstandendur fórnarlambanna segja málalyktirnar óviðunandi. Loftvarnasveit íranska byltingarvarðarins skaut tveimur flugskeytum á farþegaþotu Ukraine International Airlines skömmu eftir að hún tók á loft frá Teheran fyrir rúmum þremur árum. Hundrað sjötíu og sex manns sem voru um borð í vélinni fórust. Yfirmaður loftvarnasveitarinnar var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir aðild að manndrápum og fyrir að óhlýðnast skipunum. Níu aðrir hlutu eins til þriggja ára fangelsisdóma, þar á meðal tveir liðsmenn sveitarinnar sem stýrði flugskeytakerfinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjölskyldur fórnarlambanna sögðu dómana yfir mönnunum þýðingarlausa og óásættanlega. Írönsk yfirvöld hefðu ekki sótt þá sem bæru aðalábyrgðina til saka. Írönsk stjórnvöld neituðu því í þrjá daga eftir að flugvélin fórst að þau hefðu haft nokkuð með það að gera. Þess í stað sögðu þau að tæknileg bilun hlyti að hafa orðið í vélinni. Á endanum viðurkenndi byltingarvörðurinn þó að loftvarnasveitin hefði talið að flugvélin væri bandarískt flugskeyti. Íranir höfðu mikinn viðbúnað á þessum tíma þar sem þeir höfðu skotið flugskeytum á tvær herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn voru til þess að hefna fyrir dráp Bandaríkjamanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja byltingarvarðarins, nokkrum dögum áður en þotan var skotin niður. Flestir farþegarnir voru frá Úkraínu, Kanada, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld þar saka Írani um að hafa skotið þotuna vísvitandi niður. Írönsk flugmálayfirvöld kenndu mannlegum mistökum um að þotan var skotin niður. Íran Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Loftvarnasveit íranska byltingarvarðarins skaut tveimur flugskeytum á farþegaþotu Ukraine International Airlines skömmu eftir að hún tók á loft frá Teheran fyrir rúmum þremur árum. Hundrað sjötíu og sex manns sem voru um borð í vélinni fórust. Yfirmaður loftvarnasveitarinnar var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir aðild að manndrápum og fyrir að óhlýðnast skipunum. Níu aðrir hlutu eins til þriggja ára fangelsisdóma, þar á meðal tveir liðsmenn sveitarinnar sem stýrði flugskeytakerfinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjölskyldur fórnarlambanna sögðu dómana yfir mönnunum þýðingarlausa og óásættanlega. Írönsk yfirvöld hefðu ekki sótt þá sem bæru aðalábyrgðina til saka. Írönsk stjórnvöld neituðu því í þrjá daga eftir að flugvélin fórst að þau hefðu haft nokkuð með það að gera. Þess í stað sögðu þau að tæknileg bilun hlyti að hafa orðið í vélinni. Á endanum viðurkenndi byltingarvörðurinn þó að loftvarnasveitin hefði talið að flugvélin væri bandarískt flugskeyti. Íranir höfðu mikinn viðbúnað á þessum tíma þar sem þeir höfðu skotið flugskeytum á tvær herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn voru til þess að hefna fyrir dráp Bandaríkjamanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja byltingarvarðarins, nokkrum dögum áður en þotan var skotin niður. Flestir farþegarnir voru frá Úkraínu, Kanada, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld þar saka Írani um að hafa skotið þotuna vísvitandi niður. Írönsk flugmálayfirvöld kenndu mannlegum mistökum um að þotan var skotin niður.
Íran Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27
Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52