Íslenska leiðin og arður orkulinda Valur Ægisson skrifar 18. apríl 2023 10:00 Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa. Þegar fullyrt er að fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni sé afar slakur og það rakið til þess að stórnotendur greiði allt of lágt verð fyrir orkuna þá er það beinlínis rangt. Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda og heildsölumarkaðarins er nú sambærilegt, eftir góðan árangur í endursamningum við stærstu viðskiptavini okkar. Undanfarin misseri hefur heildsölumarkaðurinn greitt lægra verð en stóriðjan fyrir sambærilega vöru. Nú er svo komið að hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Villandi útúrsnúningar Framkvæmdastjóra Landverndar á að vera vel kunnugt um hver verðþróun til stóriðju hefur verið en fer þó mikinn í grein sem ber fyrirsögnina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Tölurnar sem vísað er til í greininni eru í besta falli villandi, til dæmis kýs framkvæmdastjórinn að styðjast við ársreikning Landvirkjunar fyrir árið 2020 og var þó ársreikningur síðasta árs og allra ára þar á milli löngu kominn út þegar greinin birtist. Umfjöllun um margra ára gamlar úreltar tölur er undarlegur grunnur gagnrýni. En ef réttra upplýsinga hefði verið aflað hefðu fullyrðingar um tugmilljarða króna meðgjöf til stóriðjunnar auðvitað fallið dauðar. Það verð, sem hér er rætt um þegar talað er um stórnotendur og heildsölumarkað, er að sjálfsögðu verðið sem Landsvirkjun selur orkuna á. Stórnotendur fá orkuna afhenta beint en á heildsölumarkaði taka sölufyrirtæki við og þjónusta almennan markað. Ofan á raforkuverðið á heildsölumarkaði leggst álagning sölufyrirtækja, kostnaður við flutning og dreifingu. Þegar rafmagnið sem Landsvirkjun selur er komið í innstungur heimila rennur um fjórðungur verðsins til Landsvirkjunar, þrír fjórðu er annar kostnaður. Tugmilljarða arðgreiðslur Við lýstum því yfir á sínum tíma að þörf væri á að endurskoða samninga við stórnotendur enda væri afsláttur vegna magnkaupa of mikill og tímabært að stórfyrirtækin borguðu hér sambærilegt raforkuverð og önnur slík fyrirtæki gera í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Nú hefur þetta gengið eftir. Landsvirkjun hefur endursamið við alla stærstu viðskiptavini sína, að Alcoa undanskildu, en þar styttist í endurskoðun samninga. Eins og lesa má úr ársreikningum, sem aðgengilegir eru hverjum sem er á heimasíðu Landsvirkjunar, hafa tekjur fyrirtækisins aukist um tugi milljarða með endursamningum við stóriðjuna, sem hefur svo leitt til stórhækkaðra arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og vænta má að aðalfundur þess samþykki síðar í þessum mánuði tillögu stjórnar um 20 milljarða kr. arð til ríkissjóðs. Hvergi í heiminum myndi slíkt teljast met í lélegri frammistöðu. Við hjá Landsvirkjun tökum allri umræðu um starfsemi fyrirtækisins fagnandi, enda erum við vel meðvituð um þá skyldu orkufyrirtækis þjóðarinnar að veita góðar og skýrar upplýsingar um hvaðeina sem snertir reksturinn. Hlutverk okkar er sem fyrr að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Fullyrðingar um að þjóðin beri skarðan hlut frá borði vegna orkusölu Landsvirkjunar eiga sér engan stuðning í raunveruleikanum. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa. Þegar fullyrt er að fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni sé afar slakur og það rakið til þess að stórnotendur greiði allt of lágt verð fyrir orkuna þá er það beinlínis rangt. Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda og heildsölumarkaðarins er nú sambærilegt, eftir góðan árangur í endursamningum við stærstu viðskiptavini okkar. Undanfarin misseri hefur heildsölumarkaðurinn greitt lægra verð en stóriðjan fyrir sambærilega vöru. Nú er svo komið að hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Villandi útúrsnúningar Framkvæmdastjóra Landverndar á að vera vel kunnugt um hver verðþróun til stóriðju hefur verið en fer þó mikinn í grein sem ber fyrirsögnina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Tölurnar sem vísað er til í greininni eru í besta falli villandi, til dæmis kýs framkvæmdastjórinn að styðjast við ársreikning Landvirkjunar fyrir árið 2020 og var þó ársreikningur síðasta árs og allra ára þar á milli löngu kominn út þegar greinin birtist. Umfjöllun um margra ára gamlar úreltar tölur er undarlegur grunnur gagnrýni. En ef réttra upplýsinga hefði verið aflað hefðu fullyrðingar um tugmilljarða króna meðgjöf til stóriðjunnar auðvitað fallið dauðar. Það verð, sem hér er rætt um þegar talað er um stórnotendur og heildsölumarkað, er að sjálfsögðu verðið sem Landsvirkjun selur orkuna á. Stórnotendur fá orkuna afhenta beint en á heildsölumarkaði taka sölufyrirtæki við og þjónusta almennan markað. Ofan á raforkuverðið á heildsölumarkaði leggst álagning sölufyrirtækja, kostnaður við flutning og dreifingu. Þegar rafmagnið sem Landsvirkjun selur er komið í innstungur heimila rennur um fjórðungur verðsins til Landsvirkjunar, þrír fjórðu er annar kostnaður. Tugmilljarða arðgreiðslur Við lýstum því yfir á sínum tíma að þörf væri á að endurskoða samninga við stórnotendur enda væri afsláttur vegna magnkaupa of mikill og tímabært að stórfyrirtækin borguðu hér sambærilegt raforkuverð og önnur slík fyrirtæki gera í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Nú hefur þetta gengið eftir. Landsvirkjun hefur endursamið við alla stærstu viðskiptavini sína, að Alcoa undanskildu, en þar styttist í endurskoðun samninga. Eins og lesa má úr ársreikningum, sem aðgengilegir eru hverjum sem er á heimasíðu Landsvirkjunar, hafa tekjur fyrirtækisins aukist um tugi milljarða með endursamningum við stóriðjuna, sem hefur svo leitt til stórhækkaðra arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og vænta má að aðalfundur þess samþykki síðar í þessum mánuði tillögu stjórnar um 20 milljarða kr. arð til ríkissjóðs. Hvergi í heiminum myndi slíkt teljast met í lélegri frammistöðu. Við hjá Landsvirkjun tökum allri umræðu um starfsemi fyrirtækisins fagnandi, enda erum við vel meðvituð um þá skyldu orkufyrirtækis þjóðarinnar að veita góðar og skýrar upplýsingar um hvaðeina sem snertir reksturinn. Hlutverk okkar er sem fyrr að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Fullyrðingar um að þjóðin beri skarðan hlut frá borði vegna orkusölu Landsvirkjunar eiga sér engan stuðning í raunveruleikanum. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar