Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir að aukinguna megi rekja til þess að árið 2013 voru gerðir samningar við tannlækna um gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu barna, það er að segja yngri en 18 ára. Um var að ræða áfangaskipta aðgerð en fullri endurgreiðslu var komið á árið 2018.
Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins virðist þörfin þá hafa verið orðin uppsöfnuð en áður mættu aðeins um 40 prósent barna í reglulegt eftirlit.
Að sögn Jóhönnu Bryndísar Bjarnadóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, hefur komum barna fjölgað á síðustu árum en enn séu um 5.000 börn sem skila sér ekki í eftirlit. Segir hún það helst mega rekja til erfiðra félagslegra aðstæðna.
Kristín Heimisdóttir, formaður Tannréttingafélags Íslands, segir greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum hafa staðið í stað frá 2013 en algeng meðferð kosti allt að 1,5 milljón króna.